Page 1 of 2

Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 3. Jan 2012 01:10
by sigurdur
Ég er orðinn svolítið heitur fyrir ostagerðinni og ég held að ég sé ekki sá eini.
Ég ætla að panta eftir 2-3 vikur (rúmlega miðjan janúar) frá http://www.cheesemaking.com/

Ostagerðarsett - http://www.cheesemaking.com/store/c/1-Kits.htm
Ostakúltúrar - http://www.cheesemaking.com/cheesecultu ... wders.html
Ýmis "nauðsynjatól" - http://www.cheesemaking.com/cheesemakin ... ities.html
Form og pressur - http://www.cheesemaking.com/cheesemoldsandpresses.html
Jógúrttengdar vörur - http://www.cheesemaking.com/yogurtmakingsupplies.html
Hitamælar / Sýrustigsmælar - http://www.cheesemaking.com/store/c/11- ... pment.html

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í pöntuninni, endilega svarið í þræðinum hvaða vörur þið viljið fá. Munið bara að taka fram magn og hlekk á vöruna sjálfa.
Ég mun svo taka þetta saman reglulega í þræðinum.

Pantanir
  • Basic Cheesemaking Kit - 6 stk
  • Vax - 8 stk
  • Yogurt Sample Pack- Y1, Y4, Y5 - 2 stk
  • Hard Cheese Sample Pack-C101, C201, C21 - 2 stk
  • Lipase Powder-Italase-(mild) 2oz - 2 stk
  • Hard Cheese Mold - Small-1 - 1 stk
  • Cheese Cloth-for Lining Molds - 1 stk
  • Tablet Vegetable Rennet - 1 box (100 Tablets) - 1 stk
  • Tartaric Acid - 4oz. - 1 stk
* Uppfært 2012-01-22 13:57 *

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 01:08
by sigurdur
Þráðurinn skoðaður 125 sinnum og enginn sem lýsir áhuga :shock:

En jæja, til að koma fólki af stað, þá vil ég benda á nokkra hluti:

Áætlað heildarverð
Til að reikna verðið á þessu hingað komið, þá má nota þessa formúlu: Verð í USD * Gengi USD * 1,1 (áætlað sendingargjald) * VSK (1,255 - 25,5% eða 1,07 - 7%)

VSK 7% (1,07) eru einungis kúltúrar (mygla) en ekki hleypir.
VSK 25,5% (1,255) er allt annað en kúltúrar.

Sniðug fyrstu kaup
Basic cheese making kit og vax.
Ef 12 sameinast um kaup á basic cheese making kit, þá fellur verðið á settinu um helming (á líka við um 30 minute mozzarella kit).

Ef þið viljið halda nafnleynd (eða viljið ekki skrá ykkur á fagun.is), þá getið þið annað hvort sent mér skilaboð á fagun.is eða tölvupóst á sigurdur@sigginet.info

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 11:22
by Eyvindur
Ég er pottþétt með - bara spurning nákvæmlega hvað ég panta. Þarf að skoða það aðeins betur. En það verður eitthvað.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 11:55
by hrafnkell
Ég er að hugsa um að sleppa því að skoða þetta. Nóg af áhugamálum fyrir :) Ætti kannski að koma konunni í þetta? :vindill:

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 12:28
by Eyvindur
Nóg af áhugamálum? Er það hægt?

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 17:37
by Classic
Ég er líklegur, með einmitt annað hvort basic eða deluxe kittið, er aðeins að skoða aðstöðumál.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 18:40
by Idle
Ef 12 eða fleiri eru til í að taka svona "basic kit" og vax, þá er ég með. :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 18:50
by sigurdur
Frábært!
Ég er búinn að setja inn samtölur í fyrsta póstinn svo við sjáum hvernig staðan er.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 20:21
by Eyvindur
Ég segi það sama og Idle. Allavega. Kannski bætist eitthvað við, en þetta er allavega pottþétt.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 4. Jan 2012 21:35
by karlp
sigurdur wrote: Pantanir
  • Basic Cheesemaking Kit - 3
Just FYI, that kit is _not_ as complete as they make it out to be. It does NOT include any sort of follower compatible with the mould. You're going to have fun making any actual hard cheese with this, despite her claims to the contrary. The thermometer is farenheit only. The recipe booklet that is included is basically worthless. You only get 5 sachets of mesophilic, and there's no way in hell you're going to be making any of the thermophilic cheeses with the equipment in this kit. You do get 12 tablets of rennet, but that's easily bought here anyway. (Further BTW, the deluxe version simply adds a brush, calcium chloride and wax. You don't need calcium chloride with any MS's Nýmjólk at least.)

I seem to remember having shipping problems with later charges being added too, but I don't have any details right now.

The book they sell as full of info is also pretty crap. It's better than nothing, but you're still going to have lots of questions.

I know there's not a lot of retailers out there, but this new england cheese company isn't a real positive experience.

Edited to add:
The "follower" is the hard plate that rests on top of the curds when in the cheese form, and needs to be pressed on for making any of the hard cheeses. Oh yeah, you'll need some sort of pressing method too.... I made a follower by cutting out a circle of plexiglass, and my "cheese press" is a can, with chopping board, with more cans and sacks of flour and tins and so on, eventually ending up with a beer keg resting on top. It's a damn pain, as it needs to all rest on top of something that can both support the weight, _and_ let the whey drain out without having the bottom of your cheese sit in whey. There's a LOT more to making hard cheese than this "complete kit" let's on.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 5. Jan 2012 01:02
by sigurdur
Það er alveg rétt hjá þér Kalli. Hinsvegar þá kostar settið ekkert sérlega mikið. Lítið hard cheese set kostar $15.95, meir en helmingur af svona starter "setti".

Það skiptir ekki öllu máli fyrir mig þó að hitamælirinn sé í °F, en á myndum þá er hann bæði í °F og °C.

Í minna settinu er Calcium Chloride .. sem ég get notað við bjórgerð ;-)

Ég skil ekki af hverju það er vandamál að gera thermophilic osta .. eina sem ég sé að er að ostamótið virðist ekki vera nógu sterkt fyrir þrýstinginn sem maður myndar við parmesan eða aðra mjög harða osta.

Ef ég tek saman það sem ég myndi ekki henda úr settinu (mótið, hleypinn, meso og thermo starters, hitamælinn, CaCl og ostaklútinn) og legg það saman, þá fæ ég $33.85.
Ef við náum að fara upp í 12 manns, þá fáum við settið á $14.98 .. það er ansi vel sloppið, ekki satt?

En já, settið mætti vera betra, en það er nógu gott fyrir mig til að byrja með :-)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 5. Jan 2012 01:05
by sigurdur
Tvennt sem ég vil bæta við:
1. Nafnið gefur til kynna að það sé mjög "complete" sett, en það er kanski ekki alveg raunin .. ekki frekar en ódýrt starter sett fyrir bruggara.
2. Ég held að það sé ekki mjög mikið mál að útbúa svona "follower". Í versta falli þá sníðir maður bara plastplötu eða viðarplötu.

Mjög flottar athugasemdir Kalli, það væri gaman að fá fleiri athugasemdir ef einhverjir eru með þær.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 5. Jan 2012 23:57
by Classic
En já, settið mætti vera betra, en það er nógu gott fyrir mig til að byrja með
Mikil sannindi. Mátt skrá mig fyrir einu basic setti, plús klump af vaxi. Ef vel gengur er svo alls ekkert ólíklegt að hraustlega verði pantað í næstu svona pöntun, rétt eins og maður byrjaði að brugga með startpakka úr Ámunni en var mjög fljótur að bæta við allskonar smádóti.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 01:44
by sigurdur
Classic wrote:
En já, settið mætti vera betra, en það er nógu gott fyrir mig til að byrja með
Mikil sannindi. Mátt skrá mig fyrir einu basic setti, plús klump af vaxi. Ef vel gengur er svo alls ekkert ólíklegt að hraustlega verði pantað í næstu svona pöntun, rétt eins og maður byrjaði að brugga með startpakka úr Ámunni en var mjög fljótur að bæta við allskonar smádóti.
Sniðugt .. bæti því við :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 10:43
by oliagust
Frábært framtak.

Ég myndi gjarnan vilja vera með. :)

Var að íhuga Hard cheese sample pack: http://www.cheesemaking.com/store/p/302 ... 1-C21.html
Lípasa: http://www.cheesemaking.com/store/p/132 ... -2oz-.html
og eitt vax.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 11:57
by sigurdur
oliagust wrote:Frábært framtak.

Ég myndi gjarnan vilja vera með. :)

Var að íhuga Hard cheese sample pack: http://www.cheesemaking.com/store/p/302 ... 1-C21.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Lípasa: http://www.cheesemaking.com/store/p/132 ... -2oz-.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

og eitt vax.
Frábært, bætti því við :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 20:48
by kalli
Það væri gaman að prófa þetta og ég tek :
http://www.cheesemaking.com/store/p/302 ... 1-C21.html'" onclick="window.open(this.href);return false;
og þarf maður þá ekki http://www.cheesemaking.com/store/p/45- ... all-1.html" onclick="window.open(this.href);return false; líka
og http://www.cheesemaking.com/store/p/69- ... Molds.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Takk fyrir að bjóða upp á þetta, Siggi

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 21:15
by sigurdur
kalli wrote:Takk fyrir að bjóða upp á þetta, Siggi
Þetta er bara gaman .. einhver verður að taka af skarið til að auðga ostagerðarmenninguna hjá okkur ;-)

Ég bætti þínu við á listann :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 21:57
by hrafnkell
Andskotinn strákar! Ég hef ekki tíma í þessa vitleysu en samt haldið þið áfram að freista mín með því að bumpa þræðinum! :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 6. Jan 2012 22:50
by kalli
Hrafnkell, gerðu bara eins og ég. Ota því að konunni að hún hefði gaman af því að prófa þetta :D

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 8. Jan 2012 21:43
by mattib
Ég er til í Basic cheese making kit og vax. ef 12 eða fleiri panta ;)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 8. Jan 2012 22:29
by sigurdur
mattib wrote:Ég er til í Basic cheese making kit og vax. ef 12 eða fleiri panta ;)
Komið á lista :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 19. Jan 2012 11:41
by sigurdur
Uppfærði listann aftur.

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 21. Jan 2012 22:41
by sigurdur
Ég mun panta í byrjun næstu viku, þannig að þið sem ætlið að vera með í pöntuninni, endilega panta núna :)

Re: Hóppöntun frá New England Cheese Making supply company

Posted: 22. Jan 2012 15:22
by sigurdur
Það bættist við pöntunina, þannig að ég uppfærði upprunalega póstinn.

Það virðist stefna í að það séu ekki 12 sem panta basic kittið, sem þýðir að það verður ekki á því verði sem reiknað var með.

Þið sem vilduð einungis panta ef 12 eða fleiri panta, viljið þið hætta við ef fjöldinn fer ekki upp í 12?
(Idle, eyvindurkarlsson og mattib)