Search found 1000 matches

by Idle
7. Jan 2013 02:10
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Nokkur góð ráð.
Replies: 13
Views: 11031

Re: Nokkur góð ráð.

bergrisi wrote:Með þessari blautbols aðferð á að vera hægt að lækka hitann um allt að 8°.
Blautbolakeppnir eru skemmtilegar. :D
by Idle
25. Dec 2012 22:59
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá ÁTVR?
Replies: 22
Views: 32125

Re: Hver er versti bjórinn sem þú hefur keypt/fengið í/frá Á

Að undanskildu kolsýrða vatninu (USA Budweiser, Miller, o. s. frv.), þá verð ég eiginlega að segja Egils Pilsner og Polar. Mér þykir "sjoppupilsnerinn" bragðmeiri og betri (og kaupi hann stundum í stað annara gosdrykkja), Egils Gull fylgir þessu fast á hæla. Allt bragðast þetta eins fyrir ...
by Idle
20. Dec 2012 17:05
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?) - Selt!
Replies: 6
Views: 7089

Re: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?)

gugguson wrote:Eru semsagt 3x cornelíus kútar með í pakkanum (er ekki í linkonum þínum)?
Já, það passar. Það er sem sagt þessi pakki (sem ég vísaði í í upprunalega póstinum): http://stores.kegconnection.com/Detail.bok?no=495.
Idle wrote:Þetta er þriggja kúta pin lock sett frá KegConnections með öllu tilheyrandi
by Idle
20. Dec 2012 10:40
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?) - Selt!
Replies: 6
Views: 7089

Re: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?)

Ég er til í að láta pakkann fara á 70.000 kr. fyrir jól. Endilega skjótið á mig línu ef þið viljið eignast settið (það eina sem mögulega vantar er gamall kæliskápur undir kútana, allt annað er í pakkanum). ;)
by Idle
20. Dec 2012 05:52
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Turn af korni
Replies: 5
Views: 10463

Re: Turn af korni

Þetta er fallegt! :fagun:
by Idle
19. Dec 2012 15:23
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?) - Selt!
Replies: 6
Views: 7089

Re: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?)

Proppe wrote:Mér rís ölæðishold.
Þetta er um það bil akkúrat það sem mig vantar.

Verst að veskið mitt er ekki mikið skárra akkúrat þessa stundina.
Nei, þetta eru óskaplega daprir tímar. Peningatréð mitt tekur ekki við sér af ótta við Steingrím.
by Idle
19. Dec 2012 13:33
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?) - Selt!
Replies: 6
Views: 7089

[Til sölu] Kútasett með öllu (jólagjöfin í ár?) - Selt!

Sælir gerlar. Þar sem seðlaveskið er þungt haldið af kreppusótt, og aðeins korter til jóla, hef ég ákveðið að selja kútasettið mitt. Þetta er þriggja kúta pin lock sett frá KegConnections með öllu tilheyrandi, plús tvö aukasett af O-hringjum, "smurning" fyrir hringina, 3 Perlick kranar, og...
by Idle
18. Dec 2012 11:54
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Chipotle
Replies: 2
Views: 2396

Re: Chipotle

Ég hef velt þessu fyrir mér um skeið líka. Kunningi minn sem er einmitt frá Mexíkó, segist hvergi hafa fundið þetta hér á landi, heldur fær hann það sent frá fjölskyldunni í Mexíkó. Einn staður sem ég á alltaf eftir að athuga er "pólska búðin" í Breiðholtinu ( kort á Já.is ). Þeir eru víst...
by Idle
17. Dec 2012 18:38
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Hvað gerið þið við kornið?
Replies: 12
Views: 13386

Re: Hvað gerið þið við kornið?

Einu sinni setti ég það í poka og í ruslarennuna (á þriðju hæð). Þar sem ég var með sameignina þá vikuna, ákvað ég að gera það aldrei aftur (blautt korn er þungt!). Venjulega hef ég bara skóflað því í skömmtum í klósettið og sturtað niður á milli. Bý ekki svo vel að hafa garð þar sem ég get nýtt þet...
by Idle
17. Dec 2012 10:52
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Wort eða Vört
Replies: 2
Views: 3607

Re: Wort eða Vört

Sæll Kalli. Hér er örlítil umræða um svokallað "bakaramalt" . Þetta er sjálfsagt sama maltið en ef þú vilt fá bakaramaltið sem flestir hafa notað hérna þá fæst það hjá Innbak Hf sem er bakarahlutinn af Kjarnavörum. Hún heitir Laufey sem þú villt tala við og er í síma 565-1430 og fáðu hjá h...
by Idle
15. Dec 2012 02:37
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Innflutningur á heimabrugguðum bjór
Replies: 21
Views: 21360

Re: Innflutningur á heimabrugguðum bjór

Þetta er mjög áhugavert. Eru ekki áfengislög einnig þannig að styrkleiki skiptir máli? Hvernig er hægt að færa sönnur á styrkleika á heimabrugguðum bjór? Það er hætt við því að tollurinn opni bjórinn þegar þú kemur til landsins. Er ekki okkar heimabrugg ólöglegt miðað við lög í dag? Allt yfir 2,25 ...
by Idle
5. Dec 2012 10:39
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Léleg nýtni
Replies: 8
Views: 7899

Re: Léleg nýtni

Ef þú skolar hratt, hefur heita vatnið ekki tíma til að draga út allar sykrurnar úr korninu. Aldrei skrúfa alveg frá, reynið frekar löturhægt rennsli úr meskikerinu. 60 til 65% er vissulega í lægri kantinum, en það er samt ekki alslæmt. Svo er líka spurning hvort hitamælir og/eða flotvogin séu ekki ...
by Idle
5. Dec 2012 10:24
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Léleg nýtni
Replies: 8
Views: 7899

Re: Léleg nýtni

Á meðan ég var enn virkur, var ég yfirleitt í kringum 80% á léttari og miðlungssterkum bjórum. Það geta ýmsir þættir spilað þarna inn í. Kornið getur verið lélegt eða ekki nógu vel malað, rokkandi hitastig í meskingu hefur líka áhrif, vökvatap (t. d. vegna "deadspace" í meskikeri), skola o...
by Idle
4. Dec 2012 08:48
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Sparihumlar
Replies: 2
Views: 3438

Re: Sparihumlar

Þeir hjá morebeer.com eiga Simcoe á lager.
Hér er einn á eBay með Citra.

Þetta er það eina sem ég finn í fljótu bragði.
by Idle
3. Dec 2012 17:14
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Stutt spjall í beinni um Fágun og brugg á Harmageddon
Replies: 3
Views: 4576

Stutt spjall í beinni um Fágun og brugg á Harmageddon

Þetta átti sér heldur stuttan aðdraganda, og því náði ég ekki að tilkynna það hér í tíma. Ég veit ekki hvort hægt sé að nálgast upptökur Harmageddon eftir á, þar sem ég hef hreinlega aldrei hlustað á þá sjálfur eða kynnt mér. Atli Fannar á X-inu hringdi í mig um 16:45, til að fræðast ögn um Fágun, b...
by Idle
3. Dec 2012 14:59
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Engin mánudagsfundur í desember
Replies: 1
Views: 3621

Re: Engin mánudagsfundur í desember

Já, en þá hef ég enga afsökun til að fara á Microbarinn!
Sjáumst kátir á næsta ári. :)
by Idle
3. Dec 2012 14:25
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Hvað varð til þess að þú byrjaðir að brugga?
Replies: 4
Views: 4645

Hvað varð til þess að þú byrjaðir að brugga?

Ég fór að velta þessu fyrir mér áðan. Helstu ástæður þess að ég byrjaði, var að ég taldi mig geta sparað einhverjar krónur, en ekki síst til að geta bragðað eitthvað nýtt eða öðruvísi en verslanir ÁTVR höfðu upp á að bjóða (úrvalið hefur þó batnað heilmikið á tiltölulega skömmum tíma). Endilega deil...
by Idle
2. Dec 2012 17:25
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Hátt FG = minni flöskusykur?
Replies: 5
Views: 5314

Re: Hátt FG = minni flöskusykur?

Kannski ekki eingöngu, en það er áreiðanlega skýringin í langflestum tilvika. Ef þú ert einhvern tímann í vafa og vilt hafa allan vara á, þá mæli ég með að geyma flöskurnar í lokuðum plastkassa (hægt að fá þá nokkuð billega í Rúmfatalagernum). Þannig geturðu a. m. k. takmarkað tjón og þrif ef eitthv...
by Idle
2. Dec 2012 15:55
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Hátt FG = minni flöskusykur?
Replies: 5
Views: 5314

Re: Hátt FG = minni flöskusykur?

Ef þið hafið lent í vandræðum með hitastigið í meskingu og gerjun stoppað snemma vegna þess, þá ættuð þið ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að gerið taki skyndilega upp á því að borða þessar flóknu sykrur eftir að í flöskur er komið. Haldið bara áfram eins og ekkert hafi í skorist. :)
by Idle
2. Dec 2012 11:50
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Hádurtur - ESB
Replies: 6
Views: 11231

Re: Hádurtur - ESB

Þessi getur varla klikkað! :) Kannast við þessar blessuðu eldavélar. Kveikir og slekkur í tíma og ótíma. Bruggdagurinn minn var aldrei styttri en fjórir tímar, og yfirleitt nær fimm eða sex tímum þegar ég var að sjóða á eldavélarskömminni. Svo þegar ég prófaði 60 lítra tunnu með þremur elementum, ha...
by Idle
29. Nov 2012 17:24
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Bjórglös Borg og aðrar pælingar
Replies: 10
Views: 12260

Re: Bjórglös Borg og aðrar pælingar

Get ekki sagt að ég viti hvar svona glös fást, en ég nota ýmislegt. Fer bara eftir bjórstílnum hverskyns glas ég tek úr skápnum (og já, ég og uppþvottaburstinn erum góðir vinir). :)
by Idle
26. Nov 2012 12:12
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10921

Re: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til

Ég er með svolítinn lager af geri líka. Pakkinn fer á 400 kr.
  • 1x US-05
  • 1x S-33
  • 1x S-23
  • 5x S-04
  • 7x Nottingham
  • 5x WB-06
  • 2x K-97
  • 2x T-58
by Idle
24. Nov 2012 14:32
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til
Replies: 10
Views: 10921

[Til sölu] Ýmsar gerðir af sérmalti og fleira til

Sælir gerlar, vegna bruggpásu sem ég sé ekki fyrir endann á í fljótu bragði, er ég með nokkra 5 kg. poka af sérmalti. Þeir eru allir innsiglaðir, og geymdir í kulda og myrkri. Vil líka selja þá þannig, þ. e. í heilu lagi. Svo er áreiðanlega eitthvað fleira ef vel er að gáð, t. d. tappar, humlar jafn...
by Idle
22. Nov 2012 22:10
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?
Replies: 20
Views: 48124

Re: Nýtt Logo/útlit fyrir fágunarsíðuna?

Hún verður það. Fágun fær betra "andlit" út á við, og og nýgerlavænna viðmót. En ekkert er endanlegt. Spyrjum að leikslokum. :)