Search found 318 matches

by Classic
26. Feb 2010 22:55
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Lagerdós með ölgeri?
Replies: 9
Views: 3131

Re: Lagerdós með ölgeri?

Geymslan mín hefur verið að lafa í þetta 15° í vetur, svo "í kaldari kantinum" ætti ekki að vera vandamál nema síður sé (hvað má maður fara neðarlega með Coopers ölgerið, og af hverju ætli þeir séu að mæla með öðru hitastigi fyrir lagerinn og pilsnerinn ef þetta er svo allt með sama gerinu...
by Classic
26. Feb 2010 21:54
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Lagerdós með ölgeri?
Replies: 9
Views: 3131

Lagerdós með ölgeri?

Þegar ég fór mína fyrstu verslunarferð í Ámuna ákvað ég að kaupa Coopers lagerkitt, því ég var að augljóslega vanmeta einangrunina í köldu geymslunni minni, sem jafnvel í verstu frosthörkum fer víst ekki neðar en 12-14°C, eðall fyrir eplavínið, og verður fínt í ölið seinna meir, en fullheitt í lager...
by Classic
26. Feb 2010 21:21
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Sandur í logum
Replies: 5
Views: 10665

Re: Sandur í logum

jahérna, það sem mönnum dettur í hug... (og þá er ég eiginlega að beina því meira að brauðkassanum en sandbrennaranum)
by Classic
25. Feb 2010 21:29
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Enn einn businn...
Replies: 9
Views: 7125

Re: Enn einn businn...

Fallega boðið, en ég er að verða búinn með pungana, svo ég efast um að ég þurfi að skipta á þeim aftur. Hugsa til þín í haust þegar ég fer að leggja í fyrir þorrann 2011 :)
by Classic
25. Feb 2010 11:44
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Swing-top flöskur
Replies: 3
Views: 2785

Re: Swing-top flöskur

Rúmfatalagerinn virðist vera með einhverjar 500ml, forljótar og skræpóttar að vísu :P

http://www.rumfatalagerinn.is/rl/vefver ... d=22696398" onclick="window.open(this.href);return false;
by Classic
25. Feb 2010 00:38
Forum: Cidergerðarspjall
Topic: Cider tilraunir
Replies: 8
Views: 17664

Re: Cider tilraunir

Ég var einmitt að hugsa þetta sama um daginn, það nefnilega stendur "síderkarakter" (eins og Svíarnir kalla þetta) flaska á eldhúsborðinu, eitthvað sem var ekki drukkið um áramótin og ég fékk þessa flugu í höfuðið en hef ekki látið af því verða .. prófa kannski næst þegar ég poppa eina epl...
by Classic
25. Feb 2010 00:21
Forum: Cidergerðarspjall
Topic: Cider tilraunir
Replies: 8
Views: 17664

Re: Cider tilraunir

Mitt er ca.8,5% (21l Brazzi+1kg glúkósi, 1065OG, 1000FG), og virkar vel á hvorn veginn sem er. Svona áfengisprósenta gefur ágætis svigrúm til blöndunar, gætir blandað 50/50 þess vegna og ert samt í styrkleika á við léttan bjór (þótt ég sé ekki viss um að það sé gott, mínar tilraunir með þetta hafa s...
by Classic
25. Feb 2010 00:10
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Epplavín með apríkósum, hunangi og malti
Replies: 10
Views: 15577

Re: Epplavín með apríkósum, hunangi og malti

Hvernig er maltið að fúnkera með eplavíninu? Er heitur fyrir því að skipta dextrósanum út fyrir maltextrakt, þótt ekki sé nema bara fyrir það að ég er að selja maltextract í búðinni hjá mér, en ekki dextrósa, þá hljómar líka vel ef það verður einhver sæta eftir, því dextrósa-eplavín er svakalega þur...
by Classic
25. Feb 2010 00:03
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Swing-top flöskur
Replies: 3
Views: 2785

Swing-top flöskur

Var að reyna að skapa umræðu um þetta á einhverjum söluþræði hér að neðan, en ekki víst að réttu aðilarnir villist þangað inn, svo ég held ég skelli þessu fram hér... Á fyrrnefndum þræði talar einhver um að IKEA, Søstrene Grene og fleiri svona "almuligt" sjoppur séu að selja einhverjar swi...
by Classic
24. Feb 2010 23:08
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Enn einn businn...
Replies: 9
Views: 7125

Re: Enn einn businn...

Áhugaverð hugmynd, en sé ekki fram á það að hafa pláss né tíma fyrir stórtæka osta- eða skyrgerð ofan á allt bruggið, krosslegg allavega fingur til að byrja með að Akureyrarmysan sé ekki jafn slæm og verstu súrmatarfíklarnir segja .. svo er maður að vinna í matvöruverslun, svo maður getur bjargað sé...
by Classic
24. Feb 2010 23:04
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Skemtinefnd?
Replies: 7
Views: 12908

Re: Skemtinefnd?

Var ekki búinn að renna svo ýtarlega yfir undirfyrirsagnirnar, skemmtinefndin öskraði bara svo á mig því hún var ofan á villuna í áberandi lit. Rak hins vegar augun í það að lýsingin á drykkjargerðarkorkunum fjórum er eitthvað dularfull: ***gerðarspjall Spjall um ***gerð og öllu tengdu henni. Mín má...
by Classic
24. Feb 2010 00:43
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Skemtinefnd?
Replies: 7
Views: 12908

Skemtinefnd?

Ég verð að viðurkenna að ég er svolítill stafsetningarlúði í mér. Þótt ég nenni vitaskuld ekki að vera leiðinlegi gaurinn sem leiðréttir allt sem hann sér á Netinu, enda eru menn sjaldnast (og geri ég það ekki sjálfur) að prófarkarlesa ýtarlega það sem inn er sett á einhver spjallborð, þá er aðeins ...
by Classic
24. Feb 2010 00:23
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Enn einn businn...
Replies: 9
Views: 7125

Re: Enn einn businn...

Pungarnir komu tussuvel út þótt ég segi sjálfur frá (og er þá líka búinn að fá þumla upp frá tveimur öldungum í kjötiðnaðarbransanum sem eru að vinna með mér). Ekki jafn ofurþjappað og búðarkeyptir pungar, einhver líkti áferðinni við stífa ostaköku, og mikið súrara finnst mér, sem gefur þessu skemmt...
by Classic
23. Feb 2010 23:51
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum
Replies: 7
Views: 6787

Re: [Óska eftir] Ómerktum ,,swing top" flöskum

Spyr sá sem ekki veit, er IKEA/Europris/Søstrene Grene swingflöskum jafn vel treystandi fyrir bjór eða eplafreyðivíni og notuðum Grolschflöskum, eða eru menn að nota þetta undir flata drykki til að spara sér þjösnaganginn með korktroðarann?
by Classic
22. Feb 2010 21:01
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Vínflöskur, 24stk hreinar og fínar ef einvher vill
Replies: 3
Views: 3004

Re: Vínflöskur, 24stk hreinar og fínar ef einvher vill

Eru flöskurnar farnar? Ef ekki, er einhver séns að hirða þær í skiptum fyrir peninga, þar sem heimabruggslagerinn hjá mér er nú ekki neitt sérstaklega spennandi enn sem komið er :P
by Classic
21. Feb 2010 23:02
Forum: Cidergerðarspjall
Topic: Cider tilraunir
Replies: 8
Views: 17664

Re: Cider tilraunir

Eða einfaldlega sæta þetta þegar í glasið er komið með smá Sprite eða eplasafa. Engiferöl hefur líka verið að gera lukku hjá þeim sem hafa verið að sulla í mínu eplavíni. Bara örlítið, las einhvers staðar 1/3 bland, 2/3 eplavín, en það er jafn vel of þynnt fyrir minn og minna smekk ef eitthvað er......
by Classic
18. Feb 2010 22:44
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Enn einn businn...
Replies: 9
Views: 7125

Re: Enn einn businn...

Enda er það held ég frekar fyrirhöfnin og nákvæmnin en kostnaðurinn sem maður er að mikla fyrir sér í þessu AG dæmi, en maður verður kominn út í það fyrr en síðar. Vínið er ágætis stökkpallur til að temja sér vinnubrögð við hluti eins og þrif og átöppun áður en maður dettur í þetta (eða það?) af ful...
by Classic
18. Feb 2010 21:55
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Enn einn businn...
Replies: 9
Views: 7125

Enn einn businn...

Komiðinúsælogblessuð. Björn heiti ég, en fyrir einhvern einkahúmor er ég gjarnan kallaður Classic af vinnufélögum mínum. Bruggari á fiktstiginu, er að gutla í millistéttarvínkittum (7,5l þrúgum) og hinu og þessu stórmarkaðsbruggi meðan ég er að átta mig á tækni og vinnubrögðum í kringum þetta sport,...