Search found 1000 matches

by Idle
27. Jul 2009 20:26
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Engin samkeppni lengur? :shock:
by Idle
27. Jul 2009 18:49
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Pottar, hellur og meskjun
Replies: 10
Views: 5286

Re: Pottar, hellur og meskjun

Ég dreif mig í Fastus í dag og keypti bara 22 lítra pott - hef ekki pláss fyrir mikið meira en það á eldavélinni, og legg ekki í mikið meiri fjárútlát að svo stöddu. Það hlýtur að nægja í allt að 15 lítra skammta - sem dugir mér ágætlega, hugsa ég. :)
by Idle
25. Jul 2009 15:36
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Mjölur (Braggot)
Replies: 35
Views: 27526

Re: Mjölur (Braggot)

Satt segirðu varðandi humlana - var búinn að steingleyma þessu! Einhver sagði mér að Centennial og Cascade væru áþekkir, en þyrfti þó ekki eins mikið af Centennial. Kannski ég hafi Cascade humlana þá í hálftíma? Já, ég pantaði þetta allt að utan (nema hunangið sem ég á eftir að kaupa). Rakst á þessa...
by Idle
24. Jul 2009 19:10
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Froðueyðir - skemmtileg lesning
Replies: 1
Views: 2692

Froðueyðir - skemmtileg lesning

Sælir, gerlar góðir! Faðir minn duflaði lítið eitt við bruggun og eimingu á sínum yngri árum, og lumar enn á ýmsum menjum því skyldu. Þar á meðal er hinn ágæti einblöðungur frá Hafplasti, sem ég rita hér á eftir (ásamt hverjum þeim ritvillum sem á blaðinu eru). Ritstíllinn er svo skemmtilegur, að ég...
by Idle
24. Jul 2009 17:28
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Mjölur (Braggot)
Replies: 35
Views: 27526

Mjölur (Braggot)

Þar sem Braggot stíllinn er blanda af öli og miði, var ég ekki viss hvort ég ætti að setja þetta inn undir bjór- eða mjaðargerð. Þið afsakið vonandi. :) Upprunalegu uppskriftina fékk ég af vef Celtnet (sjá hér ), en svo færði ég hana inn í BeerSmith og gerði örlitlar breytingar. T. d. eru humlapokar...
by Idle
24. Jul 2009 16:03
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Ég gerði hin fullkomnu byrjendamistök í gær; vistaði engar breytingar í Photoshop síðan snemma í gærmorgun, og þegar ég ætlaði að fara að halla mér í morgunsárið, fór rafmagnið af. Eftir fjögurra tíma svefn byrjaði ég á endurgerð myndarinnar eftir því sem ég sendi síðast inn, sem gekk alveg bærilega...
by Idle
24. Jul 2009 00:10
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Skerpti ögn á letrinu efst, lítilsháttar lagfæringar á skyggingu, og prófaði að taka F-lyklana út til samanburðar (fannst þetta orðið svolítið yfirþyrmandi vegna letursins fyrir miðju).
by Idle
23. Jul 2009 22:21
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Einhverjar tillögur um hvernig ég ætti að koma textanum fyrir á miðjum skildinum? Líst vel á F-lyklana. Ef ég hef FÁGUN í forgrunni, þ. e. yfir tilraunaglasið, mætti e. t. v. færa flúrið/F-lyklana upp og niður sitthvoru megin við, svo þeir lendi ekki í orðinu líka? Breytt : Enn eitt uppkastið (vonan...
by Idle
23. Jul 2009 18:02
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Örlítið flúr til uppfyllingar. Er ég á réttri leið?
by Idle
23. Jul 2009 16:18
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Tilraunaglasið er í vinnslu. Þessi litli þykjustulistamaður sem býr í mér virðist hafa sofnað - spurning um að reyna að hrista upp í honum með einum Skjálfta? :D

Breytt: Hér er komið tilraunaglas.
by Idle
23. Jul 2009 14:39
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Ég get aldrei farið eftir tillögum annarra, svo... Bygg og humlar! :D
Ég breytti leturgerðinni við skjaldarröndina úr Tahoma í Verdana, gafst upp á tilraunaglasinu í bili, og svo var stóra F-ið fyrir miðju farið að trufla mig örlítið.
by Idle
23. Jul 2009 12:45
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Ferðir í brugghús
Replies: 5
Views: 5025

Re: Ferðir í brugghús

Eru reglur félagsins skráðar einhversstaðar, öðrum til glöggvunar? Í hvað eru félagsgjöldin svo notuð? :)
by Idle
23. Jul 2009 12:42
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Mér finnst þetta allt í áttina. Ég myndi samt vilja sjá tilraunaglas eins og grafið í skjöldinn, og einhverja aðra týpógrafíu. Lúkkið á skildinum finnst mér hins vegar mjög flott. Hvað með aðra? Ég gleymdi tilraunaglösunum. Dunda mér e. t. v. eitthvað meira við þetta í dag. :) Varðandi leturgerð, h...
by Idle
22. Jul 2009 20:09
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Önnur tilraun. Lengi getur vont versnað! ;)
by Idle
22. Jul 2009 19:46
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: All grain hugleiðingar
Replies: 31
Views: 14188

All grain hugleiðingar

Þegar ég hef fest kaup á sjálfum græjunum (á hráefnið, að hunangi undanskildu) og klárað malt extraktið mitt, er ég að íhuga kaup á malti frá Ölvisholti. Eru einhverjir hér búsettir á höfuðborgarsvæðinu sem búa svo vel að eiga kornmyllu og myndu bjóða afnot hennar? Það er brjálæði að flytja extrakti...
by Idle
22. Jul 2009 17:32
Forum: Mjaðargerðarspjall
Topic: Hvar kaupið þið hunang?
Replies: 7
Views: 17648

Re: Hvar kaupið þið hunang?

Ég er einmitt að reyna að forðast "Euro Shopper" hunangið. Það kostar handlegg að flytja þetta inn sökum þyngdarinnar, svo ég hélt að mögulega væri hægt að fá mannsæmandi hunang í einhverjum sérvöruverslunum eilítið ódýrara en ef maður flytur það til landsins sjálfur. Einhver hérna hlýtur ...
by Idle
22. Jul 2009 14:15
Forum: Mjaðargerðarspjall
Topic: Hvar kaupið þið hunang?
Replies: 7
Views: 17648

Hvar kaupið þið hunang?

Ég minnist þess ekki að hafa séð annað hunanag í verslunum en þetta hefðbundna í plastdósunum. Ég er að leita mér að góðu hunangi, t. d. úr beitilyngi eða öðrum villtum blómum. Nú, eða bara eitthvað gott sem þið, gerlar góðir, mælið með. :)
by Idle
22. Jul 2009 03:59
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Ferðir í brugghús
Replies: 5
Views: 5025

Re: Ferðir í brugghús

Til er ég! Var þó ekki síðasta ferð aðeins fyrir fullgilda meðlimi Fágunar, þ. e. þá sem hafa greitt einhver félagsgjöld? Ég rak augun í eitthvað slíkt um daginn, en get ekki með nokkru móti fundið þær upplýsingar aftur.
by Idle
22. Jul 2009 00:33
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans
Replies: 11
Views: 13029

Áhaldapakkar Ámunnar og Vínkjallarans

Ég var að virða fyrir mér byrjunarsett Ámunnar og Vínkjallarans á netinu, og í fljótu bragði virðist mér um sömu hluti að ræða, en þó er svolítill verðmunur. Pakki Ámunnar selst á 12.680 kr. með VSK, og samanstendur af eftirtöldum vörum (einstök verð tekin úr vefverslun): 2 stk. 30 lítra plastfötur ...
by Idle
7. Jul 2009 19:20
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Logosamkeppni FÁGUNar
Replies: 91
Views: 138136

Re: Logosamkeppni FÁGUNar

Ein hugmynd hér. Eitthvað klúðraðist þó hjá mér í fótósjoppunni, en ég get lagfært þetta ef vill.
fagun-logo-1.png
fagun-logo-1.png (49.87 KiB) Viewed 37037 times
by Idle
6. Jul 2009 15:14
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Pottarannsóknir
Replies: 37
Views: 23999

Re: Pottarannsóknir

Ég býst ekki við að fara út í all-grain nærri því strax, og enn síður stærri skömmtum en 10 til 15 lítra. Sendi póst til Fastus þegar ég byrjaði að svara hér, og fékk svarið sent um hæl. Pottur 31,5 lítra, hæð 25, þvermál 40, kr. 12.452 m/10% afslætti (fullt verð 13.835 kr.). Það munar svo sem ekki ...
by Idle
6. Jul 2009 14:31
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Pottarannsóknir
Replies: 37
Views: 23999

Re: Pottarannsóknir

Er að leita mér að góðum stálpotti og búinn að afla tilboða frá Fastus og Jóhanni Ólafssyni & Co. Geiri ehf. hefur ekki svarað enn. Verðmunurinn er skelfilegur á þessum. Fastus býður 21 l. (hæð 30, þvermál 30) á kr. 8.983 (með 10% afslætti, fullt verð 9.981 kr.). Lok fæst á 1.215 með 10% afslætt...
by Idle
6. Jul 2009 13:02
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Sigurður hér - og þar
Replies: 5
Views: 8265

Re: Sigurður hér - og þar

Einmitt þetta með flokkunina sem er nokkuð ruglingslegt. Líklega þarf alveg nýtt nafn á þetta brugg, t. d. "mjölur" (þó ekki "mjöl") úr miði og öli? ;)

Er sem stendur að afla mér tilboða í stálpott áður en ég yfirgef landið um skamma hríð. Reikna með að byrja um næstu mánaðamót.
by Idle
5. Jul 2009 22:58
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Sigurður hér - og þar
Replies: 5
Views: 8265

Sigurður hér - og þar

Heil og sæl, öllsömul. Þetta er lofsverður umræðuvefur sem hér hefur verið komið á laggirnar - eða í gerjun, ef vill. Hér má þegar finna margvíslegan fróðleik og hið vænsta fólk, að því er mér virðist. Ég á enn eftir að þreyta frumraunina í ölbruggun, en er þó búinn að velja viðfangsefnið og kaupa m...
by Idle
5. Jul 2009 22:41
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Innihaldsefni
Replies: 4
Views: 5590

Re: Innihaldsefni

Ég var sjálfur að taka við pöntun frá verslun í New York sem ég rakst á í gegnum eBay, The Brühaus. Þeir eru með virkilega gott úrval af víngerðarefnum, einstaklega liðlegir og snarir í snúningum. Varaðu þig þó á sendingarkostnaði á þyngri vörum, s. s. maltekstrakti og slíku. :)