Search found 124 matches

by Sigurjón
18. Apr 2015 20:15
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Falskur botn
Replies: 5
Views: 11474

Falskur botn

Ég fann þennan fína falska botn í suðutunnuna frá brew.is í IKEA. Þetta eru pizzugrindur sem fást í 14" og 12". 12" smellpassar í fötuna og þá get ég hækkað hitann í meskingunni hjá mér án þess að eiga á hættu að brenna gat á pokann minn. 12" kostar 695 og 14" kostar 795. Pi...
by Sigurjón
8. Apr 2015 10:06
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Of kalt fyrir gerjun
Replies: 4
Views: 5680

Re: Of kalt fyrir gerjun

Takk fyrir þetta.
Ég prufa þá að hræra varlega í þessu í kvöld. Held það sé nauðsynlegt að fá sér gerjunarskáp ef sumarið lætur standa á sér í ár, og klárlega fyrir næsta vetur!
by Sigurjón
7. Apr 2015 23:41
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Of kalt fyrir gerjun
Replies: 4
Views: 5680

Of kalt fyrir gerjun

Jæja, ég byrgði gluggann í geymslunni þegar ég gerði mitt fyrsta brugg. Þetta hefur haldið þangað til í dag, einmitt þegar ég er að gerja næsta bjór. Gerjunin hefur verið í gangi í amk 36 tíma þegar geymslan varð um 10 gráðu köld, jafnvel kaldari. Ég byrgði gluggann aftur og hitinn skríður hægt upp....
by Sigurjón
6. Apr 2015 15:09
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Önnur lögn
Replies: 3
Views: 10889

Re: Önnur lögn

Ég skal skella inn uppskriftinni þegar ég kem heim. Það var farið að bubbla mjög vel í vatnslásnum 12 tímum eftir pitch. Annars er ég alveg rólegur þó að þetta sé mjög dökkt. Að læra inn á kornið kemur með reynslunni og þetta er önnur lögnin mín og sú fyrsta sem ég set saman sjálfur. Aðalatriðið er ...
by Sigurjón
6. Apr 2015 01:01
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Önnur lögn
Replies: 3
Views: 10889

Önnur lögn

Jæja, ég er gífurlega spenntur fyrir þessari lögn. Eftir að hafa legið á netinu til að finna uppskrift að bjór sem ég drakk mikið úti í Kanada, fann ég nokkrar útgáfur sem allar virtust nálægt, en samt ekki. Ég tók því saman allt þetta info plús það sem ég gat komist að á heimasíðu framleiðandans, s...
by Sigurjón
6. Apr 2015 00:49
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsta lögn
Replies: 8
Views: 21925

Re: Fyrsta lögn

Þessi er að koma mjög vel út hjá mér. Svakalega ánægður!
Ég setti að gamni mínu á tvær flöskur til að gefa tengdó. Vona að flöskurnar verði ekki flatar þar sem hún kemur ekki til með að gæða sér á þeim fyrr en á morgun í fyrsta lagi.
by Sigurjón
4. Apr 2015 23:41
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Miðaföndur
Replies: 15
Views: 41791

Re: Miðaföndur

Hann heitir Ginga.
by Sigurjón
4. Apr 2015 18:24
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Miðaföndur
Replies: 15
Views: 41791

Re: Miðaföndur

Þegar þú segir "betri" pappír, áttu þá við glanspappír?
by Sigurjón
4. Apr 2015 11:32
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Miðaföndur
Replies: 15
Views: 41791

Re: Miðaföndur

Ég hafði heyrt að nota mjólk til að líma gæfi góða raun. Ætli ég þurfi ekki að gera tilraunir með prentun. Byrja bara á venjulegu blaði og vinna sig svo upp frá því.
Nema einhverjir hafi nú þegar gert þessar tilraunir og geti sagt mér hvernig sú lending fór.
by Sigurjón
3. Apr 2015 21:09
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Miðaföndur
Replies: 15
Views: 41791

Re: Miðaföndur

Þakka.
by Sigurjón
3. Apr 2015 20:41
Forum: Á léttu nótunum
Topic: Miðaföndur
Replies: 15
Views: 41791

Miðaföndur

Ég ákvað að allir bjórar sem ég geri skulu vera kallaðir Konungur, og þá bara með mismunandi fornöfnum. Fyrsti bjórinn er kominn á kút sem er Bee Cave frá brew.is og fékk því nafnið Bee Cave Konungur. Ég föndraði svo flöskumiða í kvöld, ef ske kynni að maður færi að gefa þetta eitthvað frá sér, og e...
by Sigurjón
3. Apr 2015 18:35
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Lekur picnic krani
Replies: 9
Views: 18080

Re: Lekur picnic krani

Já, hann er í lagi. Keyptur nýr.
Var að skoða þetta aftur áðan og það er hætt að leka í bili.
by Sigurjón
3. Apr 2015 15:13
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Óska eftir Whirfloc töflu eða irish moss
Replies: 2
Views: 5318

Re: Óska eftir Whirfloc töflu eða irish moss

Takk! Gott að vita af því.
by Sigurjón
3. Apr 2015 15:10
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Lekur picnic krani
Replies: 9
Views: 18080

Re: Lekur picnic krani

Já ég herti hann eins og ég gat.
Ég ætla að skoða hann betur á eftir og athuga hvort það þurfi bara að þrífa hann eitthvað. Hann er glænýr svo það er sennilega ekki málið, en það er aldrei að vita.
by Sigurjón
3. Apr 2015 13:09
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Óska eftir Whirfloc töflu eða irish moss
Replies: 2
Views: 5318

Óska eftir Whirfloc töflu eða irish moss

Ég keypti í nýja lögn í vikunni og ætlaði að setja í hana um helgina, en ég steingleymdi að kaupa Whirfloc töflur til að prufa. Það er svo sem ekki hundrað í hættunni en mig langaði bara til að prófa. Þannig að ef þú átt Whirfloc, irish moss eða eitthvað sambærilegt og þú mátt missa eins og það sem ...
by Sigurjón
3. Apr 2015 12:56
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Lekur picnic krani
Replies: 9
Views: 18080

Lekur picnic krani

Ég setti picnic kranann á kútinn í gær og hann lekur svolítið. Ég er með 12 psi á kútinum.
Það dropar bara, en þetta safnast saman og núna er smá pollur undir ísskápnum.
Er hægt að gera eitthvað til að laga þetta, eða verð ég bara að bíða fram í næstu viku til að kaupa nýjan?
by Sigurjón
2. Apr 2015 14:05
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsta lögn
Replies: 8
Views: 21925

Re: Fyrsta lögn

Takk fyrir þetta. Ég fann sambærilega humla hjá Hrafnkeli ásamt geri sem ætti að virka vel. Hugsa að ég bruggi úr þessu um helgina. Annars fór fyrsta lögnin á kút í gærkvöldi. Ég er að hálf flýti kolsýra bjórinn. Stillti á 40 psi og lækka svo niður í um 12 psi í kvöld sem ætti að gefa mér fínan bjór...
by Sigurjón
31. Mar 2015 15:46
Forum: Sjálfskynning á meðlimum spjallborðsins
Topic: Sælt verið fólkið !
Replies: 7
Views: 18975

Re: Sælt verið fólkið !

Velkominn! Það hljómar eins og þú sitjir ekki auðum höndum. Ertu þá ekki með allt fullt af flöskum hjá þér? ;) Annars er mín fyrsta lögn (Bee Cave frá Brew.is) að fara á kút á morgun. Ég ákvað að sleppa algjörlega flöskutímabilinu og fara bara beint á kút. Ég er búinn að plana næstu lögn sem verður ...
by Sigurjón
29. Mar 2015 21:48
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Fyrsta lögn
Replies: 8
Views: 21925

Re: Fyrsta lögn

Jæja, eftir 14 daga gerjun tók ég final gravity í kvöld. Það hljóðaði upp á 12 svo ég held að þetta sé bara komið. Ég setti svo bjórinn inn í heitan ísskáp (hefur ekki verið í sambandi) sem ég stillti svo nánast á köldustu stillingu. Ég fékk mér svo smakk úr mælingunni og ég er ekkert smá sáttur! Co...
by Sigurjón
28. Mar 2015 18:35
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Cold crashing
Replies: 6
Views: 7904

Re: Cold crashing

Verður þá ekki eitthvað botnfall fyrst?
by Sigurjón
27. Mar 2015 10:54
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Cold crashing
Replies: 6
Views: 7904

Cold crashing

Jæja. Núna á sunnudaginn verður Bee Cave bjórinn búinn að vera í gerjun í 2 vikur. Ég er búinn að kaupa allt í kegerator svo mig er farið að klægja svolítið í bragðlaukana að fá að prófa. Ég hef algjörlega látið gerjunina vera. Ég hef ekkert verið að opna til að athuga með gravity því ég vildi bara ...
by Sigurjón
26. Mar 2015 10:00
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Lítill kælir í kegerator
Replies: 7
Views: 14447

Re: Lítill kælir í kegerator

Jæja, þá er þetta allt að skríða saman. Er búinn að festa einn 85 cm kæli sem ég fann á bland.is. Þessi er án frystis og er 55 cm breiður. Ég þarf hugsanlega að breyta honum örlítið til að koma tveim kútum inn í hann, en það verður bara einn kútur til að byrja með svo ég er alveg rólegur. Þannig að ...
by Sigurjón
24. Mar 2015 15:00
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Kaup erlendis frá - shopUSA?
Replies: 4
Views: 8181

Re: Kaup erlendis frá - shopUSA?

Já. Ég fór áðan til Hrafnkels og keypti það sem ég þurfti hjá honum. Sama hvernig maður sneri dæminu þá kom það best út.
by Sigurjón
24. Mar 2015 14:59
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Lítill kælir í kegerator
Replies: 7
Views: 14447

Re: Lítill kælir í kegerator

Er svoleiðis búinn að vakta bland.is en sé ekkert sem hentar enn. Var annar hjá Hrafnkeli áðan og keypti allt í kútasetupið, svo það eina sem mig vantar núna er kælirinn. Bee Cave-inn er búinn að vera í gerjun í 9 daga og ég býst við að skella honum á kút um helgina og láta hann bíða í svona viku ti...