Search found 124 matches

by Sigurjón
30. Jun 2015 22:14
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Tveir kútar, annar freyðir svakalega.
Replies: 9
Views: 15158

Tveir kútar, annar freyðir svakalega.

Ég er með tvo bjóra á kútum sem hafa verið í kútunum á nákvæmlega sama þrýsting við nákvæmlega sömu aðstæður. Á föstudaginn var lokaðist ísskápurinn illa svo bjórarnir hitnuðu eitthvað. Ég lokaði nokkrum tímum seinna og hugsaði ekkert meira út í þetta, en tveim dögum seinna þegar ég ætlaði að fá mér...
by Sigurjón
22. Jun 2015 19:27
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Vantar hjálp með breyttann keg
Replies: 5
Views: 8485

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Glæsilegt! Ég kíki á þig í vikunni.
by Sigurjón
20. Jun 2015 22:50
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Vantar hjálp með breyttann keg
Replies: 5
Views: 8485

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Já, þetta kom fyrir rest. En svo voru ventlarnir alveg pikkfastir inni. Það hafðist þó með þolinmæðinni. Ég held ég hafi gleymt að fá o-hringi á diptube-ið og gasið. Er með alla hina. Oh well...
by Sigurjón
20. Jun 2015 20:30
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Vantar hjálp með breyttann keg
Replies: 5
Views: 8485

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Mér skilst að venjuleg röratöng reddi þessu.
by Sigurjón
20. Jun 2015 16:00
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Vantar hjálp með breyttann keg
Replies: 5
Views: 8485

Vantar hjálp með breyttann keg

Ég fékk þessa fínu notuðu kúta hjá Hrafnkeli um daginn. Ég þreif þá að utan og innan en tók ekki tengin í sundur. Núna ætla ég að fara að nota einn, en núna hef ég ekki hugmynd um hvernig ég tek tengin af kútnum því þau eru bara alveg kringlótt og ekkert fyrir skiptilykil að ná taki á. Það eru einhv...
by Sigurjón
17. Jun 2015 12:58
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Tveir í einu
Replies: 4
Views: 14504

Re: Tveir í einu

Amberinn var ótvíræður sigurvegari gærkvöldsins.
Ég hafði viljandi sett minna af humlum í hann til að hafa hann minna beiskann og gera hann þannig að góðum sumarbjór.
by Sigurjón
15. Jun 2015 22:51
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Tveir í einu
Replies: 4
Views: 14504

Re: Tveir í einu

Jæja, hérna eru svo herlegheitin. Það á að drekka þetta á morgun. Þeir eru frekar ungir og verða mun betri eftir svona 2 vikur en svona er þetta þegar maður fær ekki nógu langan fyrirvara. Ég er loksins að læra á kornið og liturinn á ambernum varð frábær að mínu mati. Loksins bjór sem er ekki svartu...
by Sigurjón
12. Jun 2015 09:21
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Óska eftir að fá kút að láni
Replies: 2
Views: 6231

Re: Óska eftir að fá kút að láni

Frábært! Kærar þakkir!
by Sigurjón
11. Jun 2015 19:02
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: Óska eftir að fá kút að láni
Replies: 2
Views: 6231

Óska eftir að fá kút að láni

Ég tók sénsinn á að setja í 2 bjóra og eiga aðeins einn kút. Ég var að vonast til að sendingin til Hrafnkels myndi nást fyrir þau tímamörk sem ég hafði. Þetta er sennilega ekki að fara að takast hjá mér svo ég óska eftir einum kút til að fá að láni sem fyrst í 1-2 vikur. Ég skal glaður borga fyrir l...
by Sigurjón
9. Jun 2015 14:50
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Mánaðarfundur 1.júní 2015 á Mikkeler
Replies: 8
Views: 18480

Re: Mánaðarfundur 1.júní 2015 á Mikkeler

Á ekkert að smella inn fundargerðinni? Það var margt um manninn og mikið gefið að smakka. Það væri gaman að sjá hver kom með hvað.
by Sigurjón
3. Jun 2015 23:03
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Að halda haus
Replies: 1
Views: 5219

Að halda haus

Eru menn (og konur) að gera eitthvað sérstakt til þess að bjórinn haldi haus?
Vetur Konungur fær flottan haus þegar ég skenki í glasið, en hann er að mestu leiti horfinn eftir svona 5 mínútur. Ég fæ skemmtilegt lacing í glasið en ég væri alveg til í að hann héldi hausnum svolítið.
by Sigurjón
29. May 2015 23:40
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Tveir í einu
Replies: 4
Views: 14504

Tveir í einu

Í þetta skiptið var lagt í 2 kvöld í röð. Einn frumsaminn sem á að vera American Amber Ale og svo Bee Cave. Það er veisla framundan seinnipartinn í júní og eins og mér finnst gaman að gera tilraunir þá ákvað ég að vera pottþétt með einn góðann og auðdrekkanlegann svo Bee Cave varð fyrir valinu. Ambe...
by Sigurjón
29. May 2015 23:34
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Mánaðarfundur 1.júní 2015 á Mikkeler
Replies: 8
Views: 18480

Re: Mánaðarfundur 1.júní 2015 á Mikkeler

Ég verð þarna og kem með smakk!
by Sigurjón
28. May 2015 09:23
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Suðutunnan frá brew.is einangruð
Replies: 6
Views: 17789

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Mikið rétt! Hræódýrt og virkar vel.
Ég var að brugga í gær og notaðist þá við þetta í fyrsta skipti. Þetta hélt hitanum mjög vel og ég var ánægður með útkomuna. Svo var jakkanum bara rennt af og tunnan þrifin eins og venjulega.
by Sigurjón
25. May 2015 22:07
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Suðutunnan frá brew.is einangruð
Replies: 6
Views: 17789

Suðutunnan frá brew.is einangruð

Ég hellti í glas Vetur Konungi og föndraði einangrun á suðu/meskitunnuna sem ég fékk frá brew.is Efnið kostaði mjög lítið og það var ekki mikil fyrirhöfn að sníða þetta að tunnunni. Það sést ekki á myndinni, en botninn er líka einangraður. Svo er þetta fest með frönskum rennilás svo það verði ekki o...
by Sigurjón
21. May 2015 15:42
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: 170 L í gerjun
Replies: 4
Views: 13260

Re: 170 L í gerjun

Vel gert!
by Sigurjón
19. May 2015 15:26
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Þriðja lögn
Replies: 1
Views: 7754

Re: Þriðja lögn

Þessum var fleytt yfir kakó og vanillubaunir og kom mjög vel út eftir secondary. Núna fær hann að kolsýrast og þroskast aðeins áður en ég smakka næst. FG endaði í 1012. Ég var orðinn hræddur um að hann væri orðinn of þurr, en eftir kryddunina voru þær áhyggjur ástæðulausar. Ég geri þennann alveg pot...
by Sigurjón
14. May 2015 11:53
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...
Replies: 5
Views: 9107

Re: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Mæliði þá með því að hita bara bjórinn til þess að drepa gerið?
Mér skilst að gerstoppari drepi ekki gerið, heldur hindri aðeins fjölgun.
Ef bjórinn er hitaður, fær hann eitthvað aukabragð?
by Sigurjón
13. May 2015 23:35
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...
Replies: 5
Views: 9107

Melassi eða hunang í kaldan bjór á kút...

Hér er ein áhugaverð spurning handa ykkur sem vita allt um ger og bjór. Ef maður vill fá sætukeim úr til dæmis hunangi eða melassa í bjórinn, myndi það ganga upp með því að setja það út í bjórinn eftir að maður er búinn að cold crasha honum og að maður haldi honum köldum eftir það? Þá ætti gerið að ...
by Sigurjón
11. May 2015 22:21
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Þriðja lögn
Replies: 1
Views: 7754

Þriðja lögn

Ég setti í þennan fyrir 10 dögum síðan. Eftir meskingu var hann 1.045 og fór upp í 1.055 eftir suðu. Núna var ég að setja hann á secondary og var hann þá kominn niður í 1.013 Ástæða fyrir secondary er að ég ætla að leika mér svolítið með að krydda hann. Vonandi kemur þetta vel út. Og já, þetta er ve...
by Sigurjón
10. May 2015 15:29
Forum: Uppskriftir
Topic: Broddur/Oddur American Amber Ale
Replies: 2
Views: 7634

Re: Broddur/Oddur American Amber Ale

Þessi var mjög góður og ég ætla að prufa að gera hann við tækifæri.
Takk fyrir uppskriftina!
by Sigurjón
2. May 2015 12:15
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Vantar hjálp með beersmith
Replies: 4
Views: 10357

Re: Vantar hjálp með beersmith

Ég mæli endregið með að nota þessa reiknivél. Ég notaði fyrst þetta sem var á myndinni í upphaflega innlegginu og undirskaut alltaf OG vegna þess að boiloffið var ofreiknað. Auðvitað eru það mistök mín megin að fylgja einhverju eftir í blindni, en svona lærir maður ;) Hérna er svo mynd af uppfærðum ...
by Sigurjón
2. May 2015 11:44
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: [Óskast] Lítill ísskápur
Replies: 6
Views: 6998

Re: [Óskast] Lítill ísskápur

Ég "vaktaði" bland.is í svona 2 vikur þangað til ég fann ísskáp sem passaði bæði verðlega séð og praktíklega. Borgaði 12þ fyrir 85 cm ísskáp án frystihólfs.
by Sigurjón
1. May 2015 17:16
Forum: Hvað er að gerjast?
Topic: Önnur lögn
Replies: 3
Views: 10936

Re: Önnur lögn

Ég er ferlega ánægður með þennan þó hann sé svartur.
Nú er það svart
Nú er það svart
svart.jpg (84.3 KiB) Viewed 10143 times
by Sigurjón
19. Apr 2015 13:17
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Falskur botn
Replies: 5
Views: 11477

Re: Falskur botn

Já, ég ætla að setja langa bolta undir netið sem halda því uppi og lítið mál að setja nokkra undir miðjuna til að styrkja þar. Ég sá þetta bara í IKEA í gær svo ég keypti til að prufa, því ég hafði ekkert heyrt af þessu trikki. Aðal spurningin var hvort þetta passaði sem það gerði.