Search found 38 matches

by Diazepam
27. Jan 2017 22:53
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Suðupottur af togara
Replies: 2
Views: 13370

Re: Suðupottur af togara

Einu sinni var hægt að pósta ljósmyndum í spjallþræðinum. Nú get ég ekki fundið neitt útúr því og því fylgja engar myndir með því miður.
by Diazepam
27. Jan 2017 22:38
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Suðupottur af togara
Replies: 2
Views: 13370

Suðupottur af togara

Sælir bruggarar Ég var að velta fyrir mér tengli og kló fyrir nýja suðupottinn minn. Við felagarnir fengum upp í hendurnar suðupott sem smíðaður var fyrir togara og inniheldur falskan botn, tvö 6000 W hitaelement og um 100 L að suðurúmmáli. Bílskúrinn minn er með s.k. 3 fasa rafmagni en ekki er nein...
by Diazepam
11. Apr 2012 15:50
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu
Replies: 7
Views: 10868

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Ég er einmitt með Saltkaupstunnu. Ég hef ekki prófað að herða þetta betur saman. Ég verð held ég bara að láta slag standa og taka svo helling af myndum ef þetta klikkar aftur.
by Diazepam
11. Apr 2012 15:22
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu
Replies: 7
Views: 10868

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Þetta er akkurat það sem er að gerast, nema síðast þá náði ég aldrei suðu. Hitinn fór bara í svona 85°C og þá fóru elementin að detta út og inn tilviljanakennt. En þetta var ekki fyrr en ég var búinn að nota þetta í 3-4 vel heppnaðar suður. Þegar ég setti tunnan sama þá tók ég ekkert nema elementin ...
by Diazepam
11. Apr 2012 13:51
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: gerjunar kælir
Replies: 15
Views: 8046

Re: gerjunar kælir

Er ég að skilja þetta rétt að þú tengir saman hitamæli, ísskáp og hitastýringuna?

Er þetta flókið í framkvæmd og þarf maður einhvern sérstakan hitamæli?
by Diazepam
11. Apr 2012 13:40
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Gerjun í ísskáp
Replies: 8
Views: 10117

Re: Gerjun í ísskáp

Sæll Sigurður, Þakka þér fyrir þetta. Ég var nú ekki mikið að spá í hitastýringu svona enn um sinn, það er allavega ljóst að það verður kaldara í ísskápnum heldur en í geymslunni og það var það sem ég hafði hugsað mér að ná. Hver veit nema að ég reyni að setja upp stýringu seinna meir. En með því að...
by Diazepam
11. Apr 2012 12:05
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu
Replies: 7
Views: 10868

Re: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Ertu búinn að gera margar suður síðan?

Ertu að sjóða inní bílskúr eða úti á svölum?
by Diazepam
11. Apr 2012 12:03
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Gerjun í ísskáp
Replies: 8
Views: 10117

Gerjun í ísskáp

Sælir, Mig langaði að spyrja hvort að þið hafið látið gerjast í ísskáp áður og hvort mér væri óhætt að prófa það. Pælingin er sem sagt að koma gömlum ísskáp sem er slappur (nær á fullu blasti aðeins niðrí 10-12°C) fyrir í geymlsunni og setja gerjunarfötu inn. Það sem ég óttast helst er að ég losni e...
by Diazepam
10. Apr 2012 10:10
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu
Replies: 7
Views: 10868

Bilun í hitaldi í plastsuðutunnu

Sælir, Mig langar að vita hvort einhver niðurstaða hafi fengist í þessa umræðu. http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=1391" onclick="window.open(this.href);return false; Hvort menn hafi farið að ráðum Sigurðar og lóðað þykkari snertur og hvort að það hafi lagaða þetta til frambúðar. Eða...
by Diazepam
6. May 2011 10:48
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51635

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Hverju svarar Úlfar? Ég er búinn að senda honum tvisvar póst gegnum PM en ekkert svar.
by Diazepam
24. Apr 2011 00:20
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51635

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Er ekki bara spurning um að Úlfar leiti ráða áður en hann lætur vaða!
by Diazepam
20. Apr 2011 14:32
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn
Replies: 43
Views: 51635

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 2011 - Upplýsingar og gögn

Væri það mjög óviðeigandi að pósta öllum umsögnum um bjórana sem tóku þátt í keppninni hérna inn? Þannig að allir geti lesið umsagnir bæði um sinn bjór og annara. Ég væri mjög spenntur að sjá umsögnina mína, eina ástæðan fyrir því að ég tók þátt var að fá einhverja uppbyggilega gagnrýni. Sjálfum fin...
by Diazepam
2. Apr 2011 20:05
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: Páskabjórinn Lilja
Replies: 6
Views: 9818

Re: Páskabjórinn Lilja

Ég er búinn að smakka hann rækilega. Tók eina helgi í það. Fyrra kvöldið smakkaði ég einn og var býsna ánægður með hann, þótti hann góður. Seinna kvöldið smakkaði ég 3 og fékk alveg nóg af honum. Ég er einföld sál þegar kemur að því hvað mér finnst gott. Ég treysti mér einungis til að flokka bjóra í...
by Diazepam
9. Mar 2011 22:36
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Hvit skan a elementum
Replies: 29
Views: 31747

Re: Hvit skan a elementum

Ég sem sagt tók í sundur suðutunnuna og fjarlægði þessa litlu málmplötu sem fest var á hitaelementinu. Hitaelementin fóru allavega í gang eftir þessa aðgerð. Nú er að sjá hvort að þetta heldur áfram að.
by Diazepam
7. Mar 2011 14:38
Forum: Heimasmíði og Græjur
Topic: Hvit skan a elementum
Replies: 29
Views: 31747

Re: Hvit skan a elementum

Ég er að lenda í þessu núna með mína 60 L tunnu að hitaelementin á henni detta út þegar þau eru búin að vera í gangi lengi. Það er búið að brugga með tunnuni ein 2-3 skipti og ekkert vandamál þessu líkt komið upp áður. Ég var að sjóða í síðustu viku og var með tunnuna úti á svölum frá 18:30-20:30 og...
by Diazepam
7. Mar 2011 11:53
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Spurning með Gerjun
Replies: 10
Views: 3812

Re: Spurning með Gerjun

Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum og hef einmitt séð það sama, gravity fellur og gerjun á sér stað þó svo það sjáist ekki á vatnslásnum. Gasið er þá greinilega að sleppa út annarsstaðar en úr vatnslásnum.
by Diazepam
7. Mar 2011 11:29
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Gelatín - "cold crash"
Replies: 61
Views: 69463

Re: Gelatín - "cold crash"

Ég er að gerja 60 L af bjór núna og hef verið að lenda í þessu Chill Haze dæmi. Mig langar mikið að prófa þetta gelatín dæmi og er því búinn að lesa þennan þráð nokkrum sinnum. Bara svo að ég klúðri þessu ekki þá langar mig að spyrja: Þú setur gelatínu í primary gerjunarkútinn eftir að hann hefur ve...
by Diazepam
6. Oct 2010 20:39
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Flöskur
Replies: 15
Views: 4884

Re: Flöskur

kristfin wrote:ég setti vatn og sápu úr uppþvottavél í stóra fötu,
Ég stóð í þeirri trú að þrífa flöskurnar með sápu væri ekki gott. Er það einhver vitleysa eða þværðu flöskur sérstaklega vel á eftir ef þú notar sápu?
by Diazepam
18. Sep 2010 23:40
Forum: Fagaðilar
Topic: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Replies: 333
Views: 405509

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Ég man að 100 g af humlum kostuðu 1500 kr þegar ÖB var að selja. Mér finnst bara frábært hvað þú hyggst leggja lítið á þetta. Ég mun örugglega skipta við þig. Sérstaklega ef þú ætlar að bjóða uppá mölun.
by Diazepam
16. Sep 2010 09:49
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: WC-barki í meskikeri
Replies: 5
Views: 4523

Re: WC-barki í meskikeri

Ég hef alltaf tekið 3-4 lítra í hringrás áður en ég byrja að safna, bæði fyrstu portion og svo í sparge. En ég er kannski ekki að bíða nægjanlega lengi til að það setjist fullkomnlega á milli. Kannski er það bara skýringin, það sé of mikið rót á "grain-bedinu" þegar ég læt renna af.
by Diazepam
16. Sep 2010 09:29
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: WC-barki í meskikeri
Replies: 5
Views: 4523

WC-barki í meskikeri

Ég hef verið að nota kælibox sem meskiker með WC-barka og plastslöngu. Tók svörtu slönguna innan úr WC-barkanum og tengdi slöngu inn í kæliboxið. Tengdi saman með hosuklemmu þannig að þetta var alveg þétt. Mér finnst meskingin heppnast í grundvallaratriðum vel. Góð hita einangrun og allt það. Ég hef...
by Diazepam
2. Sep 2010 10:23
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Kögglar eða Könglar
Replies: 10
Views: 6713

Re: Kögglar eða Könglar

Eru ekki 100 g af humlum 100 g af humlum? Sama hvort að þeir séu hakkaðir og pressaðir eða í sínu náttúrulega ástandi. Þannig að könglar eru bara rúmmálsmeiri en pellettur. Hyggjuvitið segir mér það allavega. Mér fannst spurningin snúast um hvort að það þurfi að hakka þá niður fyrir suðu eða að meðh...
by Diazepam
1. Sep 2010 10:32
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Kögglar eða Könglar
Replies: 10
Views: 6713

Kögglar eða Könglar

Ég keypti óvart Hallartau Hersbrucker köngla í stað köggla (e. pellets) í gegnum sænska netverslun núna um daginn. Get ég ekki notað þá alveg eins og pellets eða á ég eitthvað að vinna þetta áður?
by Diazepam
15. May 2010 12:26
Forum: Til sölu / Óska eftir
Topic: ÓE 8-15 lítra flösku eða fötu
Replies: 5
Views: 6354

Re: ÓE 8-15 lítra flösku eða fötu

Nei enda hef ég mikið meiri áhuga á 30 L fötu í staðinn.
by Diazepam
8. May 2010 23:06
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Fyrir byrjendur
Replies: 1
Views: 1534

Fyrir byrjendur

Mín fyrsta lögun. Mig langaði að skrifa einn pistil fyrir þá sem að ekki enn hafa lagt í það dásamlega ævintýri að gera sinn eigin bjór. Ég fór að hugsa um bruggun á mínum eigin bjór í byrjun þessa árs. Ef ekki væri fyrir þessa síðu væri ég sennilega ekki að drekka minn fyrsta heimalagaða í kvöld. Þ...