Search found 90 matches

by aki
16. Sep 2011 02:04
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?
Replies: 14
Views: 16001

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Svo má líka halda því til haga að það er löglegt að brugga bjór í heimahúsum á Íslandi meðan hann fer ekki yfir 2,25%. Annars væri búið að loka Ámunni fyrir löngu (það hefur verið reynt held ég oftar en einu sinni).
by aki
16. Sep 2011 01:45
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?
Replies: 14
Views: 16001

Re: Lög um heimabruggun í öðrum löndum?

Á Ítalíu er þetta einfalt: það er leyfilegt að framleiða allt áfengi til einkanota í heimahúsum. Reglugerð um tolla og vörugjöld frá 1995 tekur þetta sérstaklega fram: 3. È esente da accisa la birra prodotta da un privato e consumata dallo stesso produttore, dai suoi familiari e dai suoi ospiti, a c...
by aki
1. Sep 2011 01:41
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Villt ger af bláberjum
Replies: 9
Views: 3974

Re: Villt ger af bláberjum

Orval er auðvitað frábær. Ég geri ekki ráð fyrir að ná sömu kampavínsáferð í fyrsta kasti, en það má reyna. Maður verður svolítið að renna í sjóinn og treysta á örverurnar :)
by aki
1. Sep 2011 01:37
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Villt ger af bláberjum
Replies: 9
Views: 3974

Re: Villt ger af bláberjum

það sem ég var aðallaega að hafa áhyggjur af er að villiger (örverusúpan) myndi éta allt frá "alvöru" ölgeri sem kynni að leynast þar inn á milli. Brett er (skilst mér) oft settur eftir að megingerjun er lokið til að auðga bragðið. Ég lagði ekki í að prófa með bitterinn minn en sé til með ...
by aki
31. Aug 2011 11:58
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Villt ger af bláberjum
Replies: 9
Views: 3974

Re: Villt ger af bláberjum

Ætla að taka part af virtinni sem ég er að skola núna og prófa að rækta upp starter í næstu lögun - nota svo þverrandi lyktarskyn mitt til að greina hvort súpan sé þess virði að prófa :)
by aki
30. Aug 2011 02:12
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Villt ger af bláberjum
Replies: 9
Views: 3974

Villt ger af bláberjum

Mig minnir að ég hafi heyrt einhverja minnast á þetta. Hefur einhver prófað að rækta upp starter með (óþvegnum) bláberjum í virt til að nota í bjórgerð?
by aki
30. Aug 2011 02:10
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: The "What could possibly go wrong?" files, part X of Y
Replies: 4
Views: 2348

Re: The "What could possibly go wrong?" files, part X of Y

Líftæknitilraunir 101 - þú getur örugglega framleitt rafmagn með þessu :)
by aki
30. Aug 2011 01:32
Forum: Víngerðarspjall
Topic: Berjalönd
Replies: 3
Views: 8348

Re: Berjalönd

Úlfarsfell, Hólmsheiði, allt Reykjanesið ... take your pick :D
by aki
6. Jun 2011 19:26
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Júnífundur Fágunar 2011 - Opinn!! Fundur fluttur!!
Replies: 10
Views: 7637

Re: Júnífundur Fágunar 2011 - Opinn fundur.

Er ekki hægt að hittast á einhverjum öðrum stað? Mér virðist sem Vínbarinn sé oftar lokaður en ekki á mánudögum.
by aki
6. Jun 2011 01:18
Forum: Viðburðir og Tilkynningar
Topic: Júnífundur Fágunar 2011 - Opinn!! Fundur fluttur!!
Replies: 10
Views: 7637

Re: Júnífundur Fágunar 2011 - Opinn fundur.

Ég mæti, ef Vínbarinn er opinn...
by aki
26. May 2011 22:07
Forum: Almenn umræða, Spurt og svarað
Topic: Humlaræktun
Replies: 13
Views: 11807

Re: Humlaræktun

Væri gaman að fá einhverjar myndir af plöntunum sem fólk setti niður í fyrra...
by aki
23. May 2011 21:42
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Europris brúsar
Replies: 8
Views: 6718

Re: Europris brúsar

Ég lenti nú í smáhavaríi með einn svona brúsa fyrir nokkrum mánuðum. Asnaðist til að setja 25L í hann. Hann sprengdi af sér tappann og hentist fram á gólf úr hillunni en lenti sem betur fer á réttum kili. Maður þarf sem sé að gæta að því að ofgera ekki og ég myndi persónulega skera opið aftara gatið...
by aki
14. Apr 2011 13:35
Forum: Fagaðilar
Topic: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Replies: 333
Views: 405535

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Á eftir að ganga frá lagerstöðunni á vefsíðunni svo maður geti gengið frá pöntun? T.d. vienna er enn merkt "Ekki til á lager"
by aki
4. Apr 2011 19:28
Forum: Fagaðilar
Topic: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Replies: 333
Views: 405535

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Verður eitthvað vienna með í pakkanum?
by aki
13. Jan 2011 22:24
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout
Replies: 19
Views: 6796

Re: Uppskrift að eitthverju í áttina að Viking Stout

Þú ættir að geta notað hvaða beiskjuhumla sem er ef þú bara passar upp á að hafa sama ibu-gildi í uppskriftinni. Humlabragðið kemur sama og ekkert í gegnum maltið. Ég myndi halda að Viking Stout væri sweet stout. Þeir stout sem við höfum gert hafa yfirleitt verið í áttina að því af því við vorum að ...
by aki
9. Jan 2011 18:19
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Vallhumall og blóðberg?
Replies: 12
Views: 8836

Re: Vallhumall og blóðberg?

Hef heyrt að best sé að þurrka vallhumal heilan með því að hengja hann upp á hvolfi. Þá þarf maður væntanlega plastpoka utanum blómin eða eitthvað fyrir neðan til að safna þeim.
by aki
4. Jan 2011 13:49
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Vallhumall og blóðberg?
Replies: 12
Views: 8836

Re: Vallhumall og blóðberg?

Væri gaman að heyra ca. hvaða magn þið voruð að nota.
by aki
4. Jan 2011 01:01
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Vallhumall og blóðberg?
Replies: 12
Views: 8836

Re: Vallhumall og blóðberg?

Það væri gaman að taka saman smáreynslubrunn yfir þessar helstu íslensku jurtir sem hægt er að nota í brugg (beiskju, bragð, ilm, áferð, áhrif suðu o.s.frv.). Væri vit að setja upp sérflokk fyrir það á spjallinu? Meðal þess sem ég ætla mér að prófa næsta sumar er vallhumall, horblaðka, einiber, kræk...
by aki
3. Jan 2011 23:16
Forum: Fagaðilar
Topic: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri
Replies: 333
Views: 405535

Re: brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Aðalmálið þykir mér að hafa aðgang að nokkrum litum á töppum. Það er kostur að geta sett ólíka tappa á ólíkar tegundir sem maður er að brugga til að halda aðgreindu. Europris er með ódýrustu tappana en þeir eru bara gylltir held ég.
by aki
31. Dec 2010 10:01
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Vallhumall og blóðberg?
Replies: 12
Views: 8836

Re: Vallhumall og blóðberg?

- Við gerðum tilraun og blönduðum saman heitu vatni og vallhumal í ákv. hlutfalli og prófuðum að gera hið sama við cascade humla. Þetta er sniðugt og eitthvað sem ég hafði hugsað mér að gera næsta sumar. Kemur mér á óvart að hann hafi reynst svona mikið beiskur. Voruð þið með þurrkaðan eða ferskan?...
by aki
1. Dec 2010 11:58
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur á vefnum
Replies: 5
Views: 2133

Re: Matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur á vefnum

Þetta er náttúrulega fullkomlega óforskammað plögg :oops: Það sem mér þykir þó athyglisverðast í þessu er að hún er þarna að kenna í grundvallaratriðum nákvæmlega sömu prinsippin og við erum að nota. Helsti munurinn sem ég sé er að hún meskir með köldu vatni í langan tíma - en varla hafa menn haft m...
by aki
1. Dec 2010 11:29
Forum: Bjórgerðarspjall
Topic: Matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur á vefnum
Replies: 5
Views: 2133

Matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur á vefnum

Vildi nota tækifærið og plögga nýjan vef sem Landsbókasafnið opnar formlega í dag: http://baekur.is . Þarna er ætlunin að birta stafrænar endurgerðir gamalla íslenskra bóka (útgefnar fyrir 1870). Meðal þess sem þar er að finna er Ný matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Jónsdóttur frá 1858. Hún er að h...
by aki
21. Oct 2010 22:24
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: Víking lífrænn Pils
Replies: 6
Views: 11233

Re: Víking lífrænn Pils

Mér fannst þessi fulldaufur og karakterlaus og varla neitt humlabragð að heitið gæti. Hann var að vísu hálfvolgur þegar ég fékk hann. Eflaust betri kaldur.
by aki
4. Oct 2010 10:42
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: S:t Eriks Pompona Porter
Replies: 3
Views: 7546

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Eitthvað um 20 SEK minnir mig í Systembolaget. Það eru sirka 350 ISK reiknast mér til.
by aki
3. Oct 2010 22:46
Forum: Hvað er í glasi?
Topic: Bedarö Bitter
Replies: 0
Views: 3982

Bedarö Bitter

Sterkur (4.5%) bitter frá Nynäshamns Ångbryggeri ( http://www.nyab.se ). Þetta er örbrugghús stofnað 1997 í Nynäshamn sunnan við Stokkhólm. Bedarö er fyrsta ölið sem brugghúsið framleiddi og hefur unnið til einhverra sænskra verðlauna. http://www.nyab.se/uploads/up_newsfiles/7_44_produktbild_120x490...