Kælibox

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Kælibox

Postby Sigurjón » 10. Mar 2015 20:57

Eruð þið ekki að grínast með hvað kæliboxin eru dýr í Ellingsen!!
Þetta er víst bara á boðstólnum á vorin og sumrin á öðrum stöðum. Mig langar svo til að útbúa kælibox með krana til að meskja í (hvað er annars málið með að bjóða ekki upp á svoleiðis týpur hérna á klakanum?)
Ég er með allt til alls til að brugga. Langar bara feykilega til að útbúa mér þetta. Ætli ég taki ekki bara BIAB á föstudaginn og geymi allar kæliboxhugleiðingar þangað til í vor.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby Plammi » 10. Mar 2015 23:50

Einhver sérstök ástæða fyrir því að þú viljir vera með merskiker?
Hef einu sinni bruggað með kæliboxi og ég geri það ekki aftur, var í miklum vandræðum með fá og halda réttum hita og svo tók þetta allt meiri tíma og vesen.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Kælibox

Postby Sigurjón » 11. Mar 2015 09:18

Nú? Ég heĺt að fólk væri að meskja í kæliboxum einmitt til þess að halda hitastiginu, og svo til að ná kannski aðeins betri nýtingu. Ég sé allavega fram á að vera alltaf að kveikja og slökkva á hitaelementunum þegar ég nota BIAB aðferðina, og þurfa hreinlega að vakta meskjunina. Ég hefði haldið að með því að nota kæliboxið þyrfti maður að sinna þessu minna og gæti verið að gera aðra hluti á meðan meskjunin á sér stað.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby Sindri » 11. Mar 2015 09:27

Gætur jú fengið þér hitastýringu á elementið
Á flösku: Sindness (Guinness clone), Hvítvín & Rauðvín
Á kút: #Yolo v3.5 Imperial stout með eik og koníaki
Í gerjun: Ekkert.....
To do: Alltof mikið.....
Sindri
Kraftagerill
 
Posts: 118
Joined: 9. Mar 2013 11:39

Re: Kælibox

Postby hrafnkell » 11. Mar 2015 09:51

Ef maður einangrar suðutunnuna í meskingu þá fellur hitinn um kannski 1-2 gráður max. Það á ekki að þurfa að skjóta hita í meskingunni nema manni langi að flækja málin :)
Aðal actionið í meskingunni er búið á 10-20mínútum og ef hitinn er réttur í byrjun þá ætti maður að vera í góðum málum. Með létta bjóra (1.050 ish í gravity og undir) er jafnvel möguleiki að stytta meskingu töluvert.

Ég uppfærði byrjendaleiðbeiningarnar í síðustu viku og bætti við smá um þetta (mesking kaflinn)
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Kælibox

Postby Plammi » 12. Mar 2015 09:55

Klæddu suðutunnuna í lopapeysu og málið leyst :)
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Kælibox

Postby Eyvindur » 12. Mar 2015 10:12

Eða svefnpoka. Ég hef notað slíkt með góðum árangri.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kælibox

Postby geirigusa » 12. Mar 2015 11:17

Mæli með þessari einangrun
http://www.thco.is/einangrunarefni/reflectix/
Ódýr og meðfærileg. Bjó til kápu utan um suðutunnuna úr þessu, ásamt botni og loki. Set svo gamlan drasl svefnpoka utan um einnig. Hitinn fellur kannski um 1 gráðu á klukkutíma.
geirigusa
Villigerill
 
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Kælibox

Postby F41 » 14. Apr 2015 19:20

Ég keyfti á síðasta ári í Kosti 58 lítra kælibox frá Igloo á 8-9000 kr. og hef notað það án vandkvæða síðan.
F41
Villigerill
 
Posts: 1
Joined: 2. Dec 2014 20:14

Re: Kælibox

Postby ALExanderH » 15. Apr 2015 10:29

geirigusa wrote:Mæli með þessari einangrun
http://www.thco.is/einangrunarefni/reflectix/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ódýr og meðfærileg. Bjó til kápu utan um suðutunnuna úr þessu, ásamt botni og loki. Set svo gamlan drasl svefnpoka utan um einnig. Hitinn fellur kannski um 1 gráðu á klukkutíma.


Manstu hvað þú greiddir fyrir efnið í þetta?
ALExanderH
Kraftagerill
 
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Kælibox

Postby geirigusa » 15. Apr 2015 10:32

Þetta var mjög ódýrt. Ég borgaði held ég 1000 kr fyrir efni sem entist utan um 30L tunnu og með slatta afgangs
geirigusa
Villigerill
 
Posts: 13
Joined: 15. Oct 2013 23:29

Re: Kælibox

Postby Sigurjón » 2. Aug 2015 02:14

Til að endurvekja gamlan þráð, þá keypti ég kælibox á útsölu í Ellingsen. 47 lítra og fór svo yfir í Byko og keypti krana. Þetta gekk eins og í sögu og ég var ekki lengi að setja hann á.
Ég bruggaði svo fyrst með þessu í dag og það gekk mjög vel. Ég hef aldrei séð svona tæran virt áður eftir meskingu.
Ástæðan fyrir því að ég fór út í þetta er að ég náði að brenna einn bjórinn hjá mér um daginn. Ástæðan fyrir brunanum tel ég vera að við meskinguna sest allt þetta fína grugg á botninn og elementin og svo þegar maður kveikir á þeim fyrir mashoutið þá brennur þetta fast. Svo heldur þetta bara áfram að hlaða utan á sig við suðuna.
Í dag sauð ég virtinn í 90 mínútur og elementin litu vel út eftir það. Ég sauð úti og þar sem það var frekar svalt og þó nokkur vindkæling var ég með kveikt á báðum elementunum nánast allan tímann.
Það verður forvitnilegt að meskja aftur með kæliboxinu og mig grunar að ég eigi eftir að leggja pokann á hilluna, amk í bili.
Attachments
image.jpg
Skemmtilega tær virtur.
image.jpg (73.17 KiB) Viewed 49684 times
image.jpg
Mesking í gangi.
image.jpg (82.92 KiB) Viewed 49684 times
image.jpg
Kraninn er á kjánalegum stað, en er ekki fyrir.
image.jpg (83.79 KiB) Viewed 49684 times
image.jpg
Klósettbarki úr Byko settur í
image.jpg (56.14 KiB) Viewed 49684 times
image.jpg
Kæliboxið
image.jpg (68.28 KiB) Viewed 49684 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby æpíei » 2. Aug 2015 12:33

Ertu með einhvers konar síu í meskiboxinu? Gerðiru þá ekkert mashout? Hver var nýtnin?
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kælibox

Postby Sigurjón » 2. Aug 2015 12:50

Eina sían sem er sett í kæliboxið er klósettbarkinn eins og þú sérð á myndinni. Kornið virkar síðan sem alvöru sían.
Mashout er tekið með því að hella ákveðnu magni af sjóðandi vatni út í (magn er reiknað út í Beersmith til dæmis).
Vorlauf er tekið (kannski 1-2 lítrar) til að fá grainbed-ið til þess að setjast almennilega og fá virtinn tærann. Síðan er kæliboxið tæmt áður en skolvatninu er bætt við og hrært vel í þessu (þetta er batch sparge). Þetta fær að liggja í uþb 10 mínútur áður en annað vorlauf er tekið og kæliboxið tæmt aftur.
Nýtnin er á bilinu 75-85%, en ég hef lesið um að fólk sé að fá allt að 90% nýtni.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby Squinchy » 18. Aug 2015 15:27

Oft til stór og flott kælibox í góða hirðinum, búinn að fá 2 stór igloo þaðan fyrir skiptimynnt

Kælibox 4TW!
kv. Jökull
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
 
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Kælibox

Postby Sigurjón » 29. Aug 2015 11:18

Þegar ég var að sofna á fimmtudagskvöldið fékk ég snjallræðis hugmynd til þess að minnka deadspace í meskiboxinu mínu.
Ég fór í gær í Byko, keypti eitt T stykki og annan barka og útkomuna getið þið séð á myndinni.
Gamla setupið var með 1500 ml í deadspace.
Eftir breytingu var það komið niður í 450 ml.
Þetta var mun meiri breyting en ég átti von á.
Attachments
image.jpg
Eftir breytingu.
image.jpg (36.75 KiB) Viewed 49427 times
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby hrafnkellorri » 20. Jan 2016 17:29

Hvernig er reynsla þín af þessari T-uppsetningu með tveimur börkum, núna að nokkrum mánuðum liðnum? Var nefnilega að kaupa alveg eins kælibox, og ef þetta hefur reynst vel mun ég reyna að apa þetta eftir. :) Er mikið mál að ná gúmmíinu úr barkanum?
User avatar
hrafnkellorri
Villigerill
 
Posts: 7
Joined: 16. Nov 2015 10:18

Re: Kælibox

Postby Sigurjón » 21. Jan 2016 10:22

Ég ætla ekki að breyta meiru í þessu setupi því ég er mjög sáttur.
Ég fæ mjög lítið deadspace og auðvelt að tæma með því að halla boxinu aðeins.
Að ná gúmmíinu var pínu maus, en ekkert stórmál. Ég notaði nál til þess að gata það allan hringinn í gegn um barkann og svo togaði ég það bara út.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby thordurb » 3. Feb 2016 17:35

Ég er með þetta sama setup (56L Coleman og tvo klósettbarka í T).
Var að prófa að meskja í því í gærkvöldi í fyrsta skiptið og er ekki alveg nógu sáttur - fékk 1.038 en skv. Beersmith átti ég að fá 1.046-1.050.

Var með 4.5 kg af korni og setti 12 L af 71.1gr vatni út í boxið. Eftir að kornið var komið útí var hitinn 61gr sem er of lítið.
Þannig að ég sett tvo lítra í viðbót af 80 gr heitu vatni þegar 10mín voru liðnar af meskingu.

Beersmith sagði mér að vera með tæpa 12 L af vatni í meskingu en þarna var ég kominn með 14 L.
Ég fékk svo 7.2 L af virti útúr því og átti þá eftir að skola.

Ég batchskolaði svo með 17.2 L af 79gr heitu vatni (Beersmith sagið mér að nota 2x9L af 76gr)

24 L fóru svo í suðu og eftir suðu var ég með sirka 22 L.
20 L fóru svo í gerjun.

Hvað gæti valdið þessari lélegu nýtni? (1.038)? Athugasemdir væru virkilega vel þegnar.
thordurb
Villigerill
 
Posts: 6
Joined: 3. Feb 2016 16:48

Re: Kælibox

Postby Herra Kristinn » 3. Feb 2016 17:52

Veistu, ég hef verið að lenda í nákvæmlega þessu sama en ég held að ég sé nokkurn vegin búinn að komast að því hvað er að.

Í fyrsta lagi þá mæli ég með því að fylla kæliboxið að minnsta kosti upp til hálfs af eins heitu vatni og þú nærð úr krananum þínum. Ég geri það í baðkarinu mínu, þ.e. hækka í botn (c.a. 65°C) og fylli til hálfs og læt standa í c.a. klukkutíma eða á meðan ég geri afganginn af dótinu klárt. Ég hef líka hreinlega gert þetta kvöldið áður og þá var boxið vel heitt í gegn þegar ég byrjaði um morguninn.

Næst er að hlusta voða lítið á beersmith til að byrja með, þú mátt reikna með 1L per Kg af korni þannig að ef þú ætlar að enda með 24L í suðu og ert með 5kg af korni þá áttu að vera með 29L í heildina, þannig er það í mínu boxi að minnsta kosti. Þessu vatnsmagni er svo gott að skipta bara í jafna hluta og ef þú þarft að bæta við heitara vatni þá dregur þú það frá skolmagninu. Ég nota oft bara 12-13L af vatni og hef þá meira skolvatn.

Svo er það lykilatriðið: ef þú ert að meskja á 66°C eða neðar, þá þarftu 90 mínútur í meskingu. Ég komst að þessu bara fyrir skemmstu þegar ég horfði á þetta myndband sem útskýrir rosalega vel: https://youtu.be/1PSvCRtVdZU

Ég hef náð betri nýtni eftir að ég fór að gera þetta svona. Þú getur þegar þú ert búinn að meskja, og ert að fara að skola, kveikt undir pottinum og byrjað að fá upp suðu til að flýta ferlinu ef þú hefur áhyggjur af því að þetta taki of langan tíma svona.
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Kælibox

Postby hrafnkell » 3. Feb 2016 19:25

Kristinn er nokkurnvegin með þetta.

* Kæliboxið er kalt þegar þú byrjar, þannig að það er mjög sterkur leikur að forhita það.
* Þú tókst ekki fram hitastigið á grautnum þegar þú varst búinn að bæta við 2l af vatni. Mig grunar að það hafi ennþá verið frekar lágt, jafnvel undir 65°C

Ég myndi gera þetta ca svona:
* Hita kæliboxið með heitu vatni, t.d. bara úr krananum. Tæma kæliboxið svo rétt fyrir næsta skref.
* Setja ~71°C vatn í kæliboxið, uþb helminginn af total vatnsmagni sem þú ætlar að nota
* Bæta korni við, hræra vel, mæla hitastig.
* Bæta við heitu eða köldu vatni til að hitta á rétt hitastig
* Vorlauf eftir 60 mín, taka svo allt undan korninu (með lokið á). Vorlauf eftir lengri tíma ef lágt meskihitastig. Byrja að hita virtinn fyrir suðu og bæta við first wort hops ef við á.
* Skola með 80-85°C vatni - miða við að ná grautnum í ~75°C. Nota restina af vatninu.
* Vorlauf eftir 10mín, ná í restina af virtinum í suðupott

Hægt að adjusta þetta fyrir fly sparging eða aðrar aðferðir, en í grunninn er þetta mjög einfalt. Ættir að ná amk 75% nýtni með þessu, sennilega nær 80% án teljandi vandræða.

Nokkrir auka punktar:
Engar græjur / aðstæður eru eins. Það tekur 1-3 bruggdaga að negla hitastig og vatnstölur. Gott að halda gott bókhald með tímasetningum, hitastigum og vatnsmagni til að auðvelda næsta bruggdag. Það getur verið gott að hræra í korninu 1-2x í meskingu. Margir sleppa því samt alveg.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Kælibox

Postby thordurb » 3. Feb 2016 22:40

Takk fyrir afar gagnlegar og upplýsandi ráðleggingar drengir!

Þetta mun gagnast mér án efa þegar ég hendi í Zombie dust klón um helgina.
thordurb
Villigerill
 
Posts: 6
Joined: 3. Feb 2016 16:48

Re: Kælibox

Postby Herra Kristinn » 4. Feb 2016 08:44

hrafnkell wrote:* Setja ~71°C vatn í kæliboxið, uþb helminginn af total vatnsmagni sem þú ætlar að nota

Ég fer alveg í 75°C eða jafnvel hærra því það kólnar rosalega þegar því er hellt á milli. Er yfirleitt um 70°C þegar kornið fær að fara út í og endar alltaf og lágt (ég er lengi að læra...)
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Kælibox

Postby Sigurjón » 4. Feb 2016 10:07

Strákarnir eru með þetta.

Smá til að bæta við samt.

Ég geri eins og Herra Kristinn og forhita kæliboxið með heitu vatni úr krananum og geri það líka í baðkerinu. Ég leyfi þessu að standa á meðan ég hita upp strike vatnið mitt. Það fer eftir því hvað ég ætla að meskja hátt, en ég hita vatnið upp í 80 til 85 gráður því það kælist slatta við það eitt að vera helt í kæliboxið. Þetta fær svo að standa í 5 til 10 mínútur áður en ég athuga hitastigið á vatninu. Ef það er of heitt (sem það er alltaf) þá hræri ég í því þangað til að það er orðið passlegt fyrir það sem ég ætla að gera. Ég held ég hræri kannski óþarflega mikið þegar ég set kornið út í en ég hef oft byrjað að setja kornið út í þegar vatnið er um 78 gráður og endað svo með mash hitastig upp á 67,5 gráður. Aftur, ég hræri talsvert á meðan ég set kornið út í til þess að koma í veg fyrir kekki og það kælir líka. Ef hitastigið er enn of heitt þegar allt kornið er komið út í þá bara hrærirðu þangað til þú ert sáttur. Ég reyndar leyfi þessu kannski að vera 0,5 til 1 gráðu ofar en það á að vera því lokið er orðið kalt of það tekur smá hita í sig. Ég hef líka vanið mig á að hræra örlítið í boxinu á 15 mínútna fresti til þess að jafna hitastigið í boxinu. Þetta þarf að gerast hratt svo þú kælir ekki of mikið.

Mashout er mikilvægt til að ná betri nýtni, en ég gat ekki séð að þú hafir gert það. Ég hef ekki treyst Beersmith með það því ég fékk alltaf miklu kaldara mashout ef ég fór eftir því og fann út að með mitt setup dugar 1 lítri af sjóðandi vatni til þess að hækka hitann upp um 1 gráðu. Ég tek alltaf hitann rétt fyrir mashout og oft þarf ég að hækka hitann um 8-9 gráður fyrir mashout og þá set ég einfaldlega 8-9 lítra af sjóðandi vatni út í.

Þegar ég skola þá reyni ég að ná sem mestu út úr first runnings. Ef þú skilur of mikið eftir af vökva getur það bitnað á nýtninni. Þumalputtareglan hjá mér er að allt vatn sem hefur farið út í (strike plús mashout) mínus korn í kílóum ætti að gefa mér uþb það magn af vökva sem ég vill fá út úr first runnings. Þannig að segjum að ég hafi meskjað með 12 lítrum af vatni og þurft 8 lítra í mashout út í 5 kíló af korni þá ætti ég að hafa uþb 15 lítra af first runnings. Þetta er auðvitað bara slump en hefur virkað vel fyrir mig. Síðan skola ég með jafn heitu vatni og mashoutið varð, eða jafnvel aðeins heitara ef ég náði ekki nógu góðu mashouti.

Vonandi hjálpar þetta.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: Kælibox

Postby thordurb » 19. Mar 2016 19:15

Sigurjón wrote:
Þegar ég skola þá reyni ég að ná sem mestu út úr first runnings. Ef þú skilur of mikið eftir af vökva getur það bitnað á nýtninni. Þumalputtareglan hjá mér er að allt vatn sem hefur farið út í (strike plús mashout) mínus korn í kílóum ætti að gefa mér uþb það magn af vökva sem ég vill fá út úr first runnings. Þannig að segjum að ég hafi meskjað með 12 lítrum af vatni og þurft 8 lítra í mashout út í 5 kíló af korni þá ætti ég að hafa uþb 15 lítra af first runnings. Þetta er auðvitað bara slump en hefur virkað vel fyrir mig. Síðan skola ég með jafn heitu vatni og mashoutið varð, eða jafnvel aðeins heitara ef ég náði ekki nógu góðu mashouti.

Vonandi hjálpar þetta.


Ef að grauturinn var t.d. 74 gráður í mashouti, skolarðu þá með 8-9 lítrum af 74 gráðu heitu vatni?
thordurb
Villigerill
 
Posts: 6
Joined: 3. Feb 2016 16:48

Next

Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron