Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 2016

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 2016

Postby æpíei » 18. Mar 2016 19:59

Í síðustu bruggkeppni var í fyrsta sinn veitt aukaverðlaun fyrir besta bjórnafnið. Þátttaka var valkvæð en undirtektir voru mjög góðar og nær allir innsendir bjórar höfðu nafn. Einhver stakk upp á að við tækjum þetta skrefi lengra og hefðum auk þess aukakeppni í framsetningu, þ.e. flöskur með miða "í fullum skrúða".

Tillaga að texta í keppnisreglur er eftirfarandi:

Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta heildarútlit á [bjór og] flösku að mati sérstakrar dómnefndar. Ekki er skylda að taka þátt í þessari hliðarkeppni en ef keppandi kýs að taka þátt skal skila inn auka flösku, sem má vera merkt eða útfærð á hvern þann hátt sem keppandi kýs.


Hafið þið skoðun á þessu? Á bara að dæma eftir flösku eða á útlit bjórsins sjálfs líka að skipta máli? Hvernig er best að dæma þetta? Það væri gaman að heyra hugmyndir ykkar.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby Kornráð » 19. Mar 2016 13:44

Daginn.

Það er gert í kokteila keppnum allavega, gæti virkað.

Til að dæma um framsettningu þarf smá hóp til að dæma/kjósa (væri t.d hægt að hafa þá kostningu utan dómnefndar, þ.e setja upp einhverja kostningu á FB, Instagram eða hér á spjallinu) eða ekki..

Kv.
Groddi
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby æpíei » 19. Mar 2016 14:54

Dálítið flókið að dæma svona fyrirfram því dómnefnd má ekki fá neinar upplýsingar um bjórana fyrirfram.

En hvað með að hafa flöskurnar til sýnis við innganginn á keppniskvöldi og fólk velur 1-3 bestu, td gefur 5, 3 og 1 stig.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby Kornráð » 19. Mar 2016 17:38

æpíei wrote:Dálítið flókið að dæma svona fyrirfram því dómnefnd má ekki fá neinar upplýsingar um bjórana fyrirfram.

En hvað með að hafa flöskurnar til sýnis við innganginn á keppniskvöldi og fólk velur 1-3 bestu, td gefur 5, 3 og 1 stig.


Ekki vitlaust
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby einaroskarsson » 19. Mar 2016 19:33

Líst vel á það :)
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby einaroskarsson » 19. Mar 2016 19:33

Líst vel á það :)
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby hrafnkell » 19. Mar 2016 20:13

Það er ekki galið. Þá er þetta svona peoples choice...
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby MargretAsgerdur » 20. Mar 2016 11:18

Lýst vel á að fólk fái að kjósa á kvöldinu sjálfu! Líka skemmtileg hliðarkeppni.
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Könnun: tillaga að nýjum aukaverðlaunum í bruggkeppni 20

Postby bjorninn » 21. Mar 2016 09:19

Já, kosning á kvöldinu sjálfu er góð hugmynd.
bjorninn
Villigerill
 
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron