BrewPi gerjunarskápur

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

BrewPi gerjunarskápur

Postby hedinn » 15. Nov 2015 18:14

Ég tók gerjunarskápinn á næsta level með BrewPi hitastýringu sem tengist í web server á Raspberry Pi. Það er hægt að stjórna hitastiginu, fylgjast með og logga alla gerjunarsöguna beint frá tölvunni minni eða símanum.

BrewPi-Build (43 of 44).jpg


Fyrst fann ég notaðan kæli með glerhurð á bland sem var í frekar lélegu ástandi. Ég tók hann allan í gegn og spreyaði hann upp á nýtt.

BrewPi01.jpg

BrewPi02.jpg


Það kom síðan í ljós að þetta var mjög hentugur skápur í þessar breytingar. Að leiða snúrur, festa tengi og hitamæli og slíkt kom mjög vel út.

BrewPi03.jpg


Ég bætti í hann 60W tube heater þannig að ég get bæði kælt og hitað. Ég þarf því 2 Solid State Relay sem tengjast bæði beint í BrewPi.

BrewPi04.jpg


BrewPi05.jpg


BrewPi06.jpg


Það eru 2 hitamælar notaðir í þessari stýringu, einn sem mælir hita í skápnum sjálfum og annar sem mælir hitann í virtinum. Með því að gera þetta svona er hægt að halda nákvæmi upp 0,1 gráðu. BrewPi stýringin sjálf er Spark Core talva og hún er með innbygðu WiFi, hins vegar er BrewPi en í þróun og ekki búið að setja inn WiFi virknina enn, ég þarf því að hafa Raspberry-inn tengdan í beint í fyrst um sinn. BrewPi er líka með snertiskjá og hugmyndin er að þú eigir að geta stillt stýringuna með honum en það er líka eitthvað sem á eftir að þróa.

BrewPi-Build (44 of 44).jpg


Hér gerði ég prófun þar sem ég setti 33°C heitt vatn í skápinn og stilti BrewPi á að halda 18°C hita föstum. Græna línan er hitamælirinn í vatninu og fer rétt svo niður í 17,9°C og heldur svo alveg 18°C stöðugum. Stólparnir fjólubláu á x-ásnum segja til hvort kælipressan hafi verið í gangi. Ef það koma rauðir stólpar þá merkir það að hitarinn hafi verið í gangi.

Stuttur-Lager-Profile.jpg


Það er síðan hægt að búa til hita profile alveg eins og manni dettur í hug. Ég setti hér upp hita profile fyrir lager gerjun eftir aðferð sem Hrafnkell hafði skrifað um http://brew.is/blog/2014/12/godur-lager-a-stuttum-tima/
hedinn
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 15. Nov 2015 18:45

Meiriháttar
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby Snordahl » 16. Nov 2015 16:15

Þetta er alvöru gerjunarskápur, vel gert!
Snordahl
Villigerill
 
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby arnthor » 16. Nov 2015 20:25

Hvað kostaði brewpi komið heim?
arnthor
Villigerill
 
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hedinn » 16. Nov 2015 21:52

BrewPi controller, 2 Solid state og 2 hitamælar voru á 30 þús hingað komið.
hedinn
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 17. Nov 2015 09:53

Þetta er mjög áhugavert. Værir þú til með að gefa upp nákvæman innkaupalista?
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hrafnkell » 17. Nov 2015 10:10

Þetta ætti að duga til að kýla 1stk brewpi í gang fyrir gerjunarskáp

SSR með heatsink er líka hægt að fá á betra verði í brew.is: http://www.brew.is/oc/Rafmagn/40A_SSR
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hedinn » 18. Nov 2015 13:17

Kælir af bland.......................... 12 þús
BrewPi, SSR og hitamælar........ 30 þús
Tube heater............................ 7 þús
Rafm. Tengi, snúrur o.fl........... 10 þús
Paint job................................. 5 þús
Raspberry Pi 2.......................... 8 þús
Samtals..........................................72 þús


Það var eiginlega mesta vesenið að finna þennan tube heater, en þeir virðast vera mesr notaðir í UK. http://www.toolstation.com/shop/Heating/d230/Electric+Heaters+%26+Dryers/sd3168/Tubular+Heater/p32265
Þeir eru samt mjög nice, eru vatnsheldir, endast lengi og auðvelt að mount-a þá. 60w er alveg nóg
Last edited by hedinn on 19. Nov 2015 00:07, edited 2 times in total.
hedinn
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby rdavidsson » 18. Nov 2015 13:44

Svakalega flottur setup!

Ég set samt spurningamerki við spennugjafann hjá þér (að teipa vírana á klónna).. :)

EDIT: Ég er verið að nota svona spennugjafa, fást hjá Íhlutum:
http://www.velleman.eu/products/search/ ... mp=Product

Mótortengi passa beint upp á endana
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hedinn » 18. Nov 2015 14:46

Vel spottað rdavidsson ;)

En þetta var nú aðeins betur gert hjá mér en myndin gefur til kynna. Ég var með svona "hulsu" (eða hvað maður á að kalla þetta) sem hægt er að hita og þá þrengir hún að. En hún var bara aðeins of grönn og náði ekki yfir járnið. Ég varð að redda mér með teipi :)
BrewPi-Build (28 of 44).jpg
hedinn
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 18. Nov 2015 15:48

Ég er kominn með fiðring í puttana að prófa svona. Takk fyrir að deila þessu.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 18. Nov 2015 15:59

hrafnkell wrote:Þetta ætti að duga til að kýla 1stk brewpi í gang fyrir gerjunarskáp

SSR með heatsink er líka hægt að fá á betra verði í brew.is: http://www.brew.is/oc/Rafmagn/40A_SSR


Það er ekki til kæliplatan, svo ég ætla að taka 2 stykki SSR hjá þér. Þarf 2 stykki af Expansion bord?
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hrafnkell » 18. Nov 2015 18:08

æpíei wrote:Það er ekki til kæliplatan, svo ég ætla að taka 2 stykki SSR hjá þér. Þarf 2 stykki af Expansion bord?


Já held að maður þurfi það. Svo er eitt sem gleymdist á listanum, sem er raspberry pi tölvan sjálf..
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hrafnkell » 18. Nov 2015 18:14

Ég er að fara að taka sendingu frá brewpi, ef einhver vill panta sér svona með þá endilega hafa samband. Ég fæ afslátt hjá þeim og með því að deila sendingarkostnaði getur þetta orðið hagstæðara en ella.

Get einnig reddað raspberry pi 2 á 8000kr. (Töluvert ódýrara en mbr til dæmis)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 18. Nov 2015 18:39

Ég er með!
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hedinn » 19. Nov 2015 00:05

Auðvitað er ég að gleyma að nefna Raspberry-inn, hann er nauðsynlegur. Og það dugar hvaða Raspberry model aftur í tíman í þetta, en ég myndi sleppa því að kaupa copy útgáfu af raspberry, chinaPi eða hvað þetta heitir þá er maður að fara að lenda í veseni með uppsetningu og bara vandræði.

Ég er ekki með extension board hjá mér. Þú þyrftir bara eitt svoleiðis ef þú myndir fara í þann pakka. Hugmyndin er að það fer bara ein snúra frá þessu extension boardi yfir í BrewPi og í gengum þessa einu snúru leiðir þú ON/OFF controlið fyrir bæði SSR-in og upplýsingar frá hitamælunum. Það er þetta OneWire, en í mínu tilfelli er ég með 4 snúrur tengdar í BrewPi.

BrewPi eru líka með alveg frábært community á síðunni sinni sem er mjög virkt og margar góðar pælingar hjá fólki. Þetta er open source verkefni sem öllum er frjálst að taka þátt í. https://community.brewpi.com
hedinn
Villigerill
 
Posts: 9
Joined: 13. Jan 2014 15:36

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby Sigurjón » 19. Nov 2015 10:00

Ég hef verið að velta því fyrir mér að kaupa BrewPi svo ég hugsa að ég verði með líka.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby arnthor » 19. Nov 2015 21:51

Ég er með svo lengi sem þetta yrði á næstu vikum.
Annars verð ég of óþolinmóður.
arnthor
Villigerill
 
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hrafnkell » 20. Nov 2015 08:52

arnthor wrote:Ég er með svo lengi sem þetta yrði á næstu vikum.
Annars verð ég of óþolinmóður.


Væntanlegt í næstu eða þarnæstu viku sennilega. Sendu mér email, brew@brew.is með innkaupalistanum þínum.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby Sigurjón » 23. Nov 2015 14:36

Mér sýnist vera nóg að vera með 1 SSR Expansion Board.
Þeir nefna að það sé hægt að tengja 2 SSR við það og 3 hitanema.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
Sigurjón
Kraftagerill
 
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 23. Nov 2015 14:47

Eins og hedinn nefnir þá þarf ekki extension board ef þú ert með 2 nema og 2 relay. Það er það sem ég ætla að gera.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby hrafnkell » 29. Nov 2015 11:45

BrewPi dótaríið kemur á miðvikudaginn samkvæmt tracking upplýsingum.

Ég pantaði nokkur stykki auka fyrir áhugasama.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 31. Mar 2016 19:03

Ég demdi mér út í þetta. Ég er búinn að setja upp Raspberry Pi og allt það og það virðist hafa tekist vel.

Ég tengdi svo BrewPi við RP með USB snúru og tvo hitanema við hann. Ég sé hitanemana í Devices svo eitthvað er rétt tengt.

En ég hef eitthvað gert rangt því sami hitaneminn kemur upp sem Device 0 og Device 1, en hinn sem Device 2. Sjá mynd. Ég get ekkert breytt þessu eða eitt þessu device. Spurning er, hvernig geri ég það, og ef það er ekki hægt, skiptir þetta máli?

Svo er skjárinn á BrewPi öðru vísi en sá sem sýndur er á vefsíðunni. Hann sýnir "BrewPi Hardware Test" skjá en leiðbeiningarnar sem vísað er í eru ekki að hjálpa neitt. Spurning er hvort þetta eigi kannski bara að vera svona? Ég er með nýrra firmware heldur en á síðunni, 0.2.11.

BrewPi devices.jpg


IMG_4561.JPG
IMG_4561.JPG (88.22 KiB) Viewed 40148 times
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby æpíei » 2. Apr 2016 12:02

Update: tókst að finna út úr þessu með skjáinn á BrewPi. Nú er hann eins og hjá Hedinn hér að ofan.

Þá gat ég kveikt á outputinum frá test skjánum, en á eftir að finna út hvernig ég læt scriptið gera það.

Ég er ennþá með tvo hitanema á sama device svo ég kannski innset forritið aftur á RP í von um að það endurstilli það.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: BrewPi gerjunarskápur

Postby kiwifugl » 2. Apr 2016 12:10

Svakalaega lúkkar þetta vel! :D

Hvað er ísskápurinn hár og breiður? Maður er hálfpartinn farinn að skamamst sín fyrir að vera ekki með kælingu í gerjun...en það þarf allt að passa ofan í litlu kjallaraíbúðina. (og vera nógu fallegt fyrir SWMBO)
---------------------------
Þórir Bergsson, besservisser

Hey, smelltu hér til að lesa og hlusta á okkur Helga þykjast vita eitthvað!
kiwifugl
Villigerill
 
Posts: 7
Joined: 9. Sep 2014 19:33

Next

Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 6 guests

cron