Meski pottur

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Meski pottur

Postby Kornráð » 28. Sep 2015 21:54

Kvöldið.

Flottur staður til að fiska hugmyndir um betrum bætur á meski potti.

Þannig er mál með vexti að ég er með 1 meski pott, sem hefur dugað ágætlega hingað til, en alltaf má allt bæta...

Ég hef ss Pott með 3500w hitaelementi, hringrásardælu og PI tölvu sem stjórnar upphitun með PID, ég get step mashað, ráðið krafti á milli hita stiga, tíma á hverju hita stigi og hvort ég sjóði eða ekki, svo slekkur potturinn sjálfur á sér.

Mig langaði að bæta pottinn einhvað, vill endilega fá að heyra ykkar álit.

mér datt í hug, korn tunna með hræru jafnvel og loft tjakka sem lyfta korninu upp eftir meskingu?

eða á maður að huga að einhverju öðru fyrst?
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Meski pottur

Postby æpíei » 29. Sep 2015 08:07

Gaman að sjá hvað menn eru hugmyndaríkir. Ef þú meskir og sýður í sama potti er innri karfa fyrir kormið mjög þægilegt, mun betra en poki. Sniðugt að hafa körfuna þannig að hún geti setið ofan á pottinum eftir meskingu og þannig tæmt sig. Þá er líka auðvelt að skola kornið. En vandamál við svona körfu ef þú dælir virti neðan úr potti ofan á kornið er að kornið vill setjast. Því er nauðsynlegt að hræra í korninu af og til. Sjálfvirk hræra er náttúrulega frábær og nokkuð einföld í framkvæmd. Veit að feðgar eru með svona og eru að ná um 90% nýtni!
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Meski pottur

Postby Kornráð » 29. Sep 2015 16:35

æpíei wrote:Gaman að sjá hvað menn eru hugmyndaríkir. Ef þú meskir og sýður í sama potti er innri karfa fyrir kormið mjög þægilegt, mun betra en poki. Sniðugt að hafa körfuna þannig að hún geti setið ofan á pottinum eftir meskingu og þannig tæmt sig. Þá er líka auðvelt að skola kornið. En vandamál við svona körfu ef þú dælir virti neðan úr potti ofan á kornið er að kornið vill setjast. Því er nauðsynlegt að hræra í korninu af og til. Sjálfvirk hræra er náttúrulega frábær og nokkuð einföld í framkvæmd. Veit að feðgar eru með svona og eru að ná um 90% nýtni!


Sæll og takk fyrir svarið, já... í dag er ég með kornið í poka, hef trissuhjól fyrir ofan til að lyfta honum svo upp - EN það hefur skéð hjá mér að spottinn sem fer í pokan og festist í trissuhjólið slitnaði, sem betur fer var vökvinn bara í 75gráðum ... kostaði mig 3 tíma þrif og kaldabakstra það kvöldið.

Reyndar datt mér annað í hug ef ég nota tjakka tilað lyfta körfunni upp, þá ætti ég að geta útbúið þá þannig að þeir hreyfi körfuna upp og niður á meðan ,eskingu stendur (einsog tepoka) og þá sleppt hrærunni... bara pælig?

Varðandi dælingunni, þá væri hægt að hafa yfirfall á korntunnuni, ef það sest og þéttir botninn?
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Meski pottur

Postby æpíei » 29. Sep 2015 17:27

Kornráð wrote:Varðandi dælingunni, þá væri hægt að hafa yfirfall á korntunnuni, ef það sest og þéttir botninn?


Vandamálið er ekki að kornið setjist og virturinn flæði yfir. Þú vilt hafa virtinn stöðugt fljótandi í gegnum kornið. Þannig tekur þú upp sykrurnar. Ef kornið stíflast stoppast upptaka á sykrum og þú endar með lélega nýtni og jafnvel ónýtan virt.

Skoðaðu þennan þráð hér, margt sniðugt þar, t.d. hræra úr rúðuþurrkumótor viewtopic.php?f=24&t=2356

Þessi hér er með skemmtilega útfærslu á innri potti. viewtopic.php?f=18&t=3628 Sniðugt hvernig hann hangir á handfanginu þegar hann er ofan í, og svo þegar búið er að taka hann upp er sett grind undir meðan lekur úr honum. Það á alveg að vera nóg að hræra í á svona 10 mínútna fresti. En ef þú vilt gera meskingu alveg sjálfvirka þarf að vera eitthvað kerfi sem hrærir í korninu.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Meski pottur

Postby Kornráð » 29. Sep 2015 19:00

æpíei wrote:
Kornráð wrote:Varðandi dælingunni, þá væri hægt að hafa yfirfall á korntunnuni, ef það sest og þéttir botninn?


Vandamálið er ekki að kornið setjist og virturinn flæði yfir. Þú vilt hafa virtinn stöðugt fljótandi í gegnum kornið. Þannig tekur þú upp sykrurnar. Ef kornið stíflast stoppast upptaka á sykrum og þú endar með lélega nýtni og jafnvel ónýtan virt.

Skoðaðu þennan þráð hér, margt sniðugt þar, t.d. hræra úr rúðuþurrkumótor http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=2356

Þessi hér er með skemmtilega útfærslu á innri potti. http://fagun.is/viewtopic.php?f=18&t=3628 Sniðugt hvernig hann hangir á handfanginu þegar hann er ofan í, og svo þegar búið er að taka hann upp er sett grind undir meðan lekur úr honum. Það á alveg að vera nóg að hræra í á svona 10 mínútna fresti. En ef þú vilt gera meskingu alveg sjálfvirka þarf að vera eitthvað kerfi sem hrærir í korninu.


Takk fyrir ábendingarnar.

Þess vegna var ég að spá í "tepoka" lausninni, bara spurning hvort það myndi hreifast nóg. Því hræru verk kallar á meiri þrif.
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Meski pottur

Postby æpíei » 29. Sep 2015 19:11

Bruggun er 90% þrif hvort eð er ;)
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Meski pottur

Postby Kornráð » 29. Sep 2015 21:27

æpíei wrote:Bruggun er 90% þrif hvort eð er ;)


Tell me about it...
Kornráð
Villigerill
 
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32


Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron