Krítískur bjór

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Krítískur bjór

Postby einaroskarsson » 3. Jul 2015 14:15

Smá leikur að orðum, var s.s. á Krít og Santorini í 10 daga í brúðkaupsferð og smakkaði þar marga (misgóða) bjóra :) Hér er smá myndablogg:

Ferðin byrjaði ekki vel. Vorum í 3 nætur á all-inclusive hóteli þar sem aðeins var boðið upp á Rhodos lager sem var með öllu bragðlaus en rann þó ljúft niður á sundlaugarbakkanum í 28 stiga hitanum.

Ég tók gleði mína á ný þegar við komum til eldfjallaeyjunnar Santorini og fundum bar sem auglýsti craft bjór!! Um er að ræða bjór frá örbrugghúsinu Santorini Brewing Company sem eru með "Donkey" línuna. Stofnað á eyjunni árið 2011 af þremur konum frá Grikklandi, Bretlandi og Bandríkjunum, auk bruggmeistara frá Serbíu, þá er SBC eitt af 11 örbrugghúsum Grikklands. Yellow Donkey er aðgengilegt ljósöl, með citrus tónum og mildri beiskju. Golding, Cascade og Motueka humlar. Red Donkey er skemmtilegt öl, meiri malt- og humlakarakter. Belgískt ölger setur punktinn yfir i-ið í þessum fola. Golding og Nelson Sauvin humlar.
2015-06-25 14.07.00.jpg
2015-06-25 14.07.00.jpg (124.04 KiB) Viewed 7306 times

Þeir framleiða einnig Crazy Donkey IPA sem er fyrsti gríski IPA-inn (ég rakst aðeins á tvo í ferðinni). Fæst aðeins á veitingastöðum og einni sérverslun á eyjunni, kemur í 750 ml flöskum. Hellingur af Cascade og Nelson Sauvin, þurr, beiskur, smá grapefruit. Frábær bjór!
IMG_0213.JPG
IMG_0213.JPG (183.77 KiB) Viewed 7305 times


Á Santorini er annað brugghús, Volkan, sem filterar vatnið sitt með hrauni og kryddar bjóra sína með local hunangi og citrus medica laufum. Hins vegar heyrði ég það frá bandarískri konu sem rekur mini market með frábært úrval af bjór þarna, að Volkan væri í raun bruggaður á meginlandinu, en hráefnin væru local. Byrjum á Santorini Blonde pilsnernum þeirra: tær og fallegur bjór, lítið samt í gangi en hunangið og citrus laufin gera hann þokkalega spennandi. Myndi samt líklega ekki drekka mikið af honum:
IMG_0101.JPG
IMG_0101.JPG (189.75 KiB) Viewed 7305 times


Mér láðist að ná mynd af Volkan Santorini White hveitiöli (Wheat ale) en hann var ágætur, ávaxtalykt og floottur haus. Bróðir hans Volkan Santorini Grey, sem er hveitibjór, skýjaðri en White með bananabragði frá gerinu.
2015-06-26 19.44.39.jpg
2015-06-26 19.44.39.jpg (63.13 KiB) Viewed 7305 times


Síðasti Volkan bjórinn er Santorini Black, sem segist vera "Wheat Black lager". Nokkuð sætt maltbragð og léttur í munni. Varð ekki var við hveiti elementið. Samt bjór í góðum balance þó svo að ég drekki lítið af svona dark roast bjórum.
2015-06-27 21.42.28.jpg
2015-06-27 21.42.28.jpg (92.11 KiB) Viewed 7305 times


Ég fann tvo bjóra frá örbrugghúsi á meginlandi Grikklands sem heitir Septem, báðir alveg þrælfínir! Annars vegar ljós lager þar sem humlarnir fengu hlutverk í lykt og bragði, svo 7% IPA sem við fyrsta sopa hélt ég að væri ranglega merktur því hann minnti mig svo svakalega á ÚlfÚlf (Double IPA)! IPA-inn var með þrælþéttan haus, mikla beiskju og citrus lykt. Fann aldrei fleiri bjóra frá Septem, því miður!
2015-06-26 16.45.24.jpg
2015-06-26 16.45.24.jpg (177.91 KiB) Viewed 7305 times

2015-07-08 21.54.13.jpg
2015-07-08 21.54.13.jpg (206.05 KiB) Viewed 7305 times


Fann svo einn grískan West Pils frá brugghúsinu Dioni, sem var þrælfínn pilsner. Þessi rann ljúft niður, highly drinkable!
2015-06-27 20.29.19.jpg
2015-06-27 20.29.19.jpg (167.6 KiB) Viewed 7305 times


Svo er það eini Krítíski bjórinn, Charma. Fékst bara á krana á veitingastöðum og börum. Ég fékk Charma Blonde, sem er ljós lager. Frábær tilbreyting frá hinum grísku lagerunum sem voru seldir á ströndinni s.s. Alfa, Fix og Mythos. Charma er með skjannahvítan haus, ekki alveg tær, með smá malt sætu og ávaxtatónum. Hann rann ljúft niður á sundlaugarbakkanum sem og með grísku grillspjótunum, alveg hægt að mæla með honum!
2015-07-09 12.17.11.jpg
2015-07-09 12.17.11.jpg (140.25 KiB) Viewed 7305 times


Ætla að enda þennan langa póst á nokkrum myndum frá heimsókn minni í Santorini Brewing Company. Opið fyrir heimsóknir 6 daga vikunnar frá 12-17, kostar ekki krónu og þeir gefa smakk af öllum þremur bjórum sínum. Mæli eindregið með þessu ef þú ert á þessari fögru eyju :)
IMG_0239.JPG
IMG_0239.JPG (180.4 KiB) Viewed 7305 times


Svo sá ég að Stefán Pálsson, bjórskólakennari og bjórbókarithöfundur var í vélinni með mér, væri gaman að heyra hvort hann hafi innlegg í umræðuna eða ráðleggingar til þyrstra ferðalanga sem ætla til Krítar/Grikkklands :)
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Krítískur bjór

Postby einaroskarsson » 3. Jul 2015 14:19

Já, má víst ekki hafa fleiri en 10 myndir þannig að hér eru síðustu myndirnar frá brugghúsinu:
1000 lítra batch í gangi
IMG_0236.JPG
IMG_0236.JPG (228 KiB) Viewed 7304 times

Gríski eigandinn
IMG_0238.JPG
IMG_0238.JPG (224.22 KiB) Viewed 7304 times
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Krítískur bjór

Postby bjorninn » 3. Jul 2015 14:33

Gaman að þessu!
bjorninn
Villigerill
 
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík

Re: Krítískur bjór

Postby æpíei » 3. Jul 2015 14:40

Já, tek undir það
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests