Gerstarter pælingar

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.

Gerstarter pælingar

Postby Funkalizer » 19. Jun 2015 23:07

Jæja krakkar

Þá er maður búinn að prufa að gera all-grain ger starter og allt af því að Hrafnkell vill ekki panta eitt, já aðeins eitt, bretti af DME...
Gúgglaði þenann gaur, stal og stílfærði:

* Smellti 1,5l af vatni í pott og hitaði upp í 72 °C
* Setti nýja ofursmáa BIAB pokann minn í pott.
* Bætti við 350gr. af pale malt sem gaf mér svo aðeins of hátt FG þannig að ég myndi líklega hafa grömmin 300 í næsta roundi.
* Eftir að hafa hrært þessu saman var hitinn á milli 66 og 67 °C. Ég var að miða á 64 en... meh.
* Smellti herlegheitunum inn í ofn sem ég hafði hitað í rúmlega 50 °C. Ofninn minn sýnir bara 50 og svo 100 og ég var eitthvað rúmlega 50.
* Mesking var örugglega 80 mínútur og þegar ég tók pottinn út var hitinn kominn niður í 62°C. Hita ofninn aðeins betur næst :)
* Hitaði 1l. af vatni í öðrum potti í 78°C fyrst að ofninn hafði ekki betur við.
* Smellti pokanum yfir og lét sitja í 10 mín. Tók ekkert sérstaka hitamælingu þarna.
* Tók pokann upp úr, þjarmaði aðeins af honum og blandaði svo herlegheitunum saman.
* Sauð í smá tíma og komst að því að líklega slær þessi aðferð stóra pottinum mínum við hvað varðar nýtingu því FG'ið töluvert of hátt :D
* Þynnti, sauð, kældi, pitchaði og núna er þetta að anda úti í skúr á stir-plate'inu.

Og mig langar aldrei aftur að gera þetta aftur.
Þetta tekur alltof langan tíma fyrir heila 2 lítra af 1.040 (+-) virti.
Næst væri ég bara til í að gera 20l. lögun og tappa þeim á eitthvað patent og eiga bara í kæli...
Einhverjar hugmyndir hvað er patent fyrir þetta?
Eftir alla plastbrúsaumræðuna á spjallinu þá langar mig næstum því bara að skola 10 * 2l. gosflöskur, sótthreinsa og eiga svo í svona.
Geta síðan kippt út einni flösku, komið henni upp í stofuhita og mixað á nó tæm við ger næstu bruggunar.

What d'ya say?
Madness or ingeniousness ?
Funkalizer
Kraftagerill
 
Posts: 89
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Gerstarter pælingar

Postby gosi » 20. Jun 2015 00:23

Fuuuuuuuu

If it ain't Hrafnkell proofed it ain't worth it

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
 
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Gerstarter pælingar

Postby Eyvindur » 20. Jun 2015 01:09

Einn möguleiki er að gera bara nokkra aukalítra næst þegar þú bruggar og setja í frystinn.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Gerstarter pælingar

Postby rdavidsson » 20. Jun 2015 11:53

Vínkjallarinn og Áman selja bæði DME ef Brew.is á þetta ekki til.. Ég gerði þetta einusinni, þ.e. að meskja í 1,5L starter, mun aldrei gera það aftur! eins og þú segir þá tekur þetta alltof langan tíma samanborið við að DME í 1L starter kostar 300kr :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
 
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Gerstarter pælingar

Postby hrafnkell » 22. Jun 2015 08:25

Kippa bara 1-2 lítrum frá eftir meskingu og sjóða sér (án humla, með gernæringu) og geyma :)

Ég fæ DME fljótlega aftur, muntons eru bara með leiðindi við mig að vilja bara selja það í heilum brettum. Það er ríflegt fyrir mig.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik


Return to Almenn umræða, Spurt og svarað

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests