Vetrarglóð - Jóladagatal #16

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Vetrarglóð - Jóladagatal #16

Postby fridrikgunn » 9. Dec 2015 23:57

Mitt framlag er dökkur lager sem er byggður á Samuel Adams Winter Lager eða öllu heldur klóni af honum sem ég fann á ferðum mínum um internetið. Þessi bjór er gamall uppáhaldsbjór hjá mér og er ýmist flokkaður sem Weizenbock eða Wheat Lager á spjallþráðum en ég ákvað að kalla hann bara lager eftir frummyndinni og því að hann er gerjaður við (hrað)lager hitastig og auðvitað gerinu sem ég notaði. Ferski engiferinn kemur nokkuð áberandi inn og gerir hann (ásamt eflaust öðru) talsvert frábrugðinn orginalnum en mér finnst hann bara hreint alveg ágætur.

27 lítrar mosfellskt kranavatn
2,39 kg Munich I
2,39 kg Wheat Malt
2,09 kg Pale Malt
0,9 kg Carahell
0,45 kg Caramunich III
0.07 kg Carafa Special III
45 gr EKG @ 60
1 Whirlfloc @ 15
14 gr Engiferrót fersk röspuð @ 15
28 gr Orange Peel Bitter @ 15
14 gr Kanilstöng @ 15
30 gr Hallertauer Hersbrucker @ 5
30 gr Tettnang Tettnanger @ 5
1 pk Wyeast Bohemian Lager 2124 (2,5 l starter skv. Mr.Malty 1+1 step up)
Rapid Lager fermentation schedule c/o Hrafnkell/Brulosophy)
++
Bruggaður 25.september, gerjaður við 10c í 7 daga, 18c í 9 daga og 0c í 8 daga
Bottlaður (6.6 gr Dansukker pr líter) við stofuhita 24.okt og lageraður við stofuhita eftir það.
Verður ca 2 mánuði á flöskum á neysludegi 16.des.

Umræður á Facebook
fridrikgunn
Villigerill
 
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron