Hail Mary Jóladagatal #10

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Hail Mary Jóladagatal #10

Postby Gummi Kalli » 9. Dec 2015 22:42

Ég tók tímabil þar sem ég gerði tilraunir með heita vatnið í HFJ. Upphitað vatn úr nesjavöllum. Þessi bjór er partur af þvi. Vatnið kemur 78° úr krananum sem er einstaklega hentugt. Ég setti í 7 lagnir og niðurstöðurnar eru þær að ég ætla ekki að gera þetta aftur.

Til að byrja með var ég ekki að finna mikinn mun. Ég setti í Porter, 2xStout, 2x Lagera, Jólabjórinn og 2x Bee Cave. Bee Caveinn var í partí og önnur lögnin var kalda vatnið því mig langaði að bera saman muninn. Porterinn og Stoutinn voru mjög fínir. Og eiginlega bara mjög góðir. Lagerarnir voru sér á báti, en frystirinn skemmdist í gerjun þannig annar fór út á svalir en hinn inn í annan kæli. Þessi sem slapp inn í kæli var alltaf pínu off. En hinn er að cabonerast and vedict pending. Býst ekki við miklu :) Jólabjórinn er þessi sem þið eruð vonandi að smakka núna. Meira um það seinna. En Bee Cave tilraunin var áhugaverð. Ég gerði sama bjórinn sama dag tvisvar sinnum nákvæmlega eins uppá tíu. Nema, ég notaði heita vatnið í annan en kalda í hinn. Niðurstöðurnar eru þær að ég náði betri nýtingu úr korninu með heita vatninu svo um munar. Auka 3 lítrar rúmir til að fá sama OG. Greinilega einhver efni í þessu heita sem hjálpa til. Þeir enduðu með sama FG og fóru á flösku sama dag með jafn miklum priming sykri. Taste test leiddi það svo bersýnilega og endanlega í ljós að þessi úr kalda var mun betri bjór. Hann var mýkri og þægilegri. Betri ilmur ( það kom sterkur cat pee keymur af þessum heita ), betra bragð og svei mér þá betra mouth feal. Þannig ég mun ekki nota það heita aftur og það er bókað mál. Í staðinn er ég farinn að drullast til að kynna mér vatnsviðbætur.

Ég er úr báðum áttum með jólabjórinn. Ég setti eina kanil stöng út í og ætlaði að hafa hana sólahring. Komst svo ekki í að setja hann á flöskur fyrr en eftir tvær vikur! Ég finn keym af þessari harðneskju úr vatninu. Humlarnir koma mjög grófir í gegn. Fyrstu flöskurnar sem ég opnaði voru reyndar með fínan humla karakter en mér finnst hann farinn. En ég nýt hanns mjög vel ef ég deili glasi frúnni. s.s. í hóflegu magni. Fékk mér hálft glas með Lambalæri um helgina og það paraðist mjög vel saman.

Ég gerði þennan bjór í fyrra með kalda vatninu og gaf vinum og ættingjum. Ég naut hans mun betur í fyrra og fékk mjög jákvætt feedback. Fleiri ein einn óskuðu sérstaklega eftir honum í ár. En eftir að heyra hvað þeim finnst. Ég er með aðra fötu í gerjun og úr kalda vatninu með vatnsviðbótum eins og er. Kem vonandi með hann á fund eftir áramót.

Ég vona þið njótið vel.

Hér er uppskriftin:

Kalt vatn!
5,4 kg 2-Row
450g White Wheat
450g Crystal 40
110g Special Roast
60g Roasted Barley (pinupons)

100g Hellertau (1,8%) 60min
Haglél 30min (soðinn úti í haggléli, hece the name)
14g Cascade (5,5%) 10mín
14g Cascade (5,5%) 5mín
25g Coriander 2 min
28g Sweet Orange Peel 28g

US-05

Kanilstöng í einn dag fyrir átöppun (var í tvær vikur helvítið)
í gerjun: Alltaf eitthvað
Gummi Kalli
Villigerill
 
Posts: 32
Joined: 20. Aug 2014 19:32

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron