Helvítis fokking fokk - Jóladagatal 9. desember 2015

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Helvítis fokking fokk - Jóladagatal 9. desember 2015

Postby landnamsmadur » 7. Dec 2015 12:48

Helvítis fokking fokk

tl;dr
Extract bjór
o.g. 1,056
f.g. 1,013
abv 5,6%

Ég var snemma í ágúst búinn að ákveða hvað ég ætlaði að hafa í jólabjóratalinu.
Mig langaði að gera single hop IPA sem væri bara með late addition humlum. Svo til að gefa þessu smá twist þá ætlaði ég að nota 3711 French Saison því ég gjörsamlega dýrka það ger. Ég átti fullt af Mosaic vakúmpakkað í frystinum því sumarið fór í að brugga brown ale/hindberjabjór/cream ale/saison en ekkert almennilega humlað.

Þar sem þetta yrði hoppy bjór vildi ég hafa hann ferskan svo ég ætlaði að brugga hann í lok fyrstu viku í nóvember. Ég fór á námskeið í Stokkhólmi þessa viku svo ég skipulagði bruggdag á mánudagskvöldi 12 tímum áður en ég átti að mæta í flug. En þegar ég byrjaði að mala þá var myllan bara komin í jólafrí. Eftir tvo tíma var ég búinn að mala ca. 3 kg af 10 kg. Ég fór bara í fýlu og hætti við allt saman. Sá fram á að geta ekkert verið með í jóladagatalinu og bölvaði sjálfum mér fyrir að hafa ekki gert þetta fyrr. Svo þegar ég byrja að pakka fyrir ferðina þá fæ ég hugljómun.
ÉG átti rétt tæplega 2 kg af Extra Light Spray malti (DME).
Ég hljóp niðrí geymslu og sótti allt DME sem ég átti sem reyndist vera ca. 1,75 kg.
Svo tók ég stærsta pottinn á heimilinu (5 l) og reiknaði í skyndi í símanum að ef ég setti 15 gr Mosaic í 20 mín og önnur 15 gr í 5 mín væri ég með rétt yfir 60 IBU, setti humlana svo í poka því ég vissi að ég yrði lengi að kæla þetta í vaskinum og vildi ekki vera að yfirskjóta IBU.
Þetta urðu tvær suður, 20 mín á lengd, 5 l hvor, með tæplega 0,9 kg DME í hvorri. Ég bætti við smá vatni (vegna trub) svo ég myndi ná í 11 l til að allir fengu í dagatalið.
Engar vatnsviðbætur.
Ég kældi í eldhúsvaskinum, setti þetta loksins í fötu, hristi eins og vitleysingur á leiðinni niðrí geymslu, setti einn pakka US-05 og náði 2 tímum í svefn fyrir flug.
Ég gleymdi að sjálfsögðu að taka o.g. mælingu en þar sem þetta er DME þá má reikna það út, brewersfriend.com segir að o.g. hafi verið 1,056.

Svo lenti ég í því að þurfa að fara í vinnuferð erlendis með mjög stuttum fyrirvara þegar ég ætlaði að setja bjórinn á kút. Þá var ekki annað í stöðunni en að taka aðra nótt í að bottla með sykri á flöskur. En ég náði amk 5 tíma svefn í það skiptið. Og til að toppa allan tossaskapinn þá gleymdi ég að þurrhumla!

Miðinn er viljandi lélegur þar sem ég er búinn að vera í ruglinu með allt annað og þá fannst mér það bara viðeigandi.

Ég á bara eina flösku sjálfur og hef verið að geyma hana til að drekka á réttum degi. Við bottling var smakkið alls ekki biturt og langt frá þessum reiknuðu 60 IBU og bjórinn var full sætur. Það verður gaman að prófa hann eftir allt vesenið. Það var líka gaman að sjá að maður er orðinn nógu confident bruggari að geta hent í eitthvað svona mikið öðruvísi en samt þora að deila því með heilum her af dómhörðum bruggurum :)

Önnur nöfn sem komu til greina fyrir þennan bjór: "Jólagjafakaup á bensínstöð á aðfangadag", "Kringlan korter í jól" og "Þetta reddast..."


EN það sem mig langaði að gera:
40l batch size

90% pale
5% carapils
5% CaraMunich II

100 gr Mosaic @ 20 min
100 gr Mosaic @ 5 min
100 gr Mosaic Dry hop

Harvested 3711 French Saison með 2 l starter

Vatnsviðbætur: Ég finn þær ekki en man að klórið/súlfat hlutfall var miðað við 1/7.

Ég var með svipað hlutfall klóríð/súlfíð fyrir Pliny the Elder clone sem ég bruggaði með flokason í byrjun sumars og það kom mjög vel út.
Ég geri hann í jólafríinu og læt vita hvernig fer.

Facebook umræða er hér
Last edited by landnamsmadur on 9. Dec 2015 17:48, edited 1 time in total.
landnamsmadur
Villigerill
 
Posts: 20
Joined: 18. Mar 2013 14:13
Location: Reykjavík

Re: Helvítis fokking fokk - Jóladagatal 9. desember 2015

Postby æpíei » 7. Dec 2015 14:02

Vel gert!
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 823
Joined: 14. Dec 2012 21:46


Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: Majestic-12 [Bot] and 4 guests

cron