Gingerbread Man - Jóladagatál Fágunar #6

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Gingerbread Man - Jóladagatál Fágunar #6

Postby einaroskarsson » 3. Dec 2015 10:02

Ég stal uppskriftinni blygðunarlaust af Homebrewtalk. Nema hvað að ég var að flýta mér við að henda uppskriftinni inn í BeerSmith og fattaði það ekki fyrr en löngu eftir bruggdaginn! Það fór vienna í staðinn fyrir hveiti (fór línuvillt í BeerSmith - Vienna/Wheat) og svo víxlaði ég magninu á Special roast og Roasted barley :) Notaði blöndu af Melanoidin og Caraaroma í staðinn fyrir Special roast. Endaði svo með allt of lágt OG en gerið vann sig líka vel niður í FG, þannig að prósentan endaði rétt undir áætlun. Hendi inn uppskriftinni eins og hún var brugguð:

Pale Malt - 5 kg
Caramunich II - 0,5 kg
Vienna - 0,5 kg
Roasted Barley - 0,125 kg
Melanoidin - 0,03 kg
Caraaroma - 0,01 kg

Cascade 60 mín (27 IBU)
Hallertauer Mittlefrüh 10 mín - 15 gr (3 IBU)

Kanilstangir - 2 heilar - 60 mín
Engifer, skorið smátt - 25 gr - 60 mín
Fjörugrös "dass" - 15 mín
Hunang - 0,5 kg við flameout

Nottingham þurrger

Bruggaður 20/09/2015; Átöppun 21/10/2015
OG 1,066; FG 1,010; ABV 7,35%

Hann er allaveganna áfengur ;)
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 8 guests

cron