Ofur Jói - 1. Des í dagatali

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Ofur Jói - 1. Des í dagatali

Postby Jóhann K. » 1. Dec 2015 22:45

Fyrsti í jóladagatali.

Við þökkum öllum sem hafa skrifað dómana á facebook, það er virkilega gaman að lesa þá :D

Ofur Jói er fyrsti bjórinn sem ég hannaði frá grunni. Frá því að hann var gerður fyrst hefur hann tekið ýmsum breytingum.
Upphaflegi bjórinn var kallaður Jói miðlungs, sem var útúrsnúningur á Avrage Joe. Hugmyndinn var að búa til aðgengilegan bjór sem allir ættu að geta drukkið.
Með það fyrir augum fór ég í brew.is og fékk að smakka kornið. Það er sennilega ein skemmtilegasta búðarferð sem ég hef nokkurtíman farið í ;).
Á þessum tíma voru annað hvort ekki til neinri humlar í heiminum eða ég átti einfaldlega svona mikið af Cascade. Útkoman var tiltörlega einfaldur single hop IPA.
Eftir allar smá aðlaganir og breytingar fór ég að kalla hann Ofur Jóa, vegna þess að mér fannst hann einfaldlega bara svona mikið betri. :)


Ég merkti hann sem IPA vegna þess að Brewology101.com sagði mér að hann væri það,
Style Name: American IPA Category: India Pale Ale - 14B.
Sel það ekki dýrar en ég keypti.

Gerið er us05, sem er eiginlega go to gerið mitt ef ég fæ ekki það sem ég á að nota í hvert skipti.

Korn
American 2-row Pale, 2,75
American Crystal 30L, 1,36
Munich Malt, 900g
Rye Malt, 450g
CaraPils, 450g.

Humlar eru bara Cascade 30gr. á 60, 30 og 5. Síðan eru 30gr. sett í dry hop eftir 7 daga.

Whirfloc á 10.

Almennt er þessi bjór carb-aður í 2.8-3.0.

Bjórinn sem var settur í dagatalið var force carbaður á 22psi við 8.5 gráður.
Það ætti að skila CO2 vol, 3.0. Þessi var reyndar að freyða þegar ég var að flaska hann.
Það er í raun það eina sem mér dettur í hug sem útskýring á því afhverju hann er svona létt carbaður.

Ég vona að þið njótið.
Attachments
Ofur Joi lable.jpg
Jóhann K.
Villigerill
 
Posts: 6
Joined: 29. Jan 2015 12:56

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron