Beats Xmas - Saison DuBle - Jóladagatal 2015 #3

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Beats Xmas - Saison DuBle - Jóladagatal 2015 #3

Postby Beatsuka » 29. Nov 2015 15:09

Þar sem ég er nýgræðingur ef svo má kalla í bjórgerð þá var ekki mikið um tilrauna starfsemi hjá mér fyrir Jóladagatalið og var því miður ekki tími til þess að setja fancy miða á flöskurnar heldur.

Bruggaður fyrir jóladagatal fágunar 2015 og er nr. 3 í röðinni

Beats Xmas er einfaldur Saison DuBle sem kom að mínu mati vel út og hefur náð að þroskast skemmtilega á flösku og var smakkið í gær að gera góða hluti hjá þeim sem fengu að sötra hann.

Bruggdagur: 10.09.2015
Átöppunardagur: 18.10.2015

OG 1064,
FG 1002
ABV 8,25%

40L Uppskrift
6 kg Premium Pilsner
2,5 kg Hveiti
0,44 kg Vienna
0,22 kg Acidulated
1kg Hvitur sykur
16gr Magnum @ 60 mín.
42gr Saaz @ 10 mín.
2x whirfloc töflur @ 8 mín.

Danstar Belle Saison ger.

Hér má finna Facebook þráð um þennan bjór.
Skál fyrir því!
Hjalti Á
Beatsuka Brew

Í Gerjun - Ekkert!
Á flöskum - Beats Xmas 2015 - Saison DuBle
To do - Kaupa kælispíral!! -
Beatsuka
Kraftagerill
 
Posts: 51
Joined: 21. Jan 2014 16:55

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron