Þorlákur helgi - reyktur gose, jóladagatal 2015 númer 23

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Þorlákur helgi - reyktur gose, jóladagatal 2015 númer 23

Postby æpíei » 17. Nov 2015 11:29

Fyrir jóladagal 2015 geri ég reyktan gose. Hann er byggður á venjulegum gose sem ég hef áður sett hér inn nema ég skipti út smá hveitimalti fyrir reykt hveitimalt. Ég vildi hafa smá reykt bragð en samt ekki of mikið. Ég ákvað því að takmarka reykta kornið við 10% af heildinni. Auk þess breytti ég um humla því ég átti ekki annað til. Kölsch gerið er mikið uppáhald hjá mér og hentar hér vel því það gerjar hreint með litlu aukabragði. Það gerjar hratt og kröftuglega, því vissara að hafa blow off túbu. En þá má líka nota US-05 án vandræða. Notið ca 50% meira ger en venjulega út af súrnum í virtinum.

Uppskriftin er eftirfarandi:

22 lítrar, nýtni 69%, OG 1.052, 7,8 IBU, alc ca 5%
2,7 kg hveitimalt
0,5 kg reykt hveitimalt
1,75 kg pilsner
0,15 kg melanoidin
0,15 kg carapils
15g fuggle 60 mín
20g kóreander fræ 5 mín
20g gróft sjávarsalt 5 mín
W2565 Kolsch yeast, 1,5 lítra starter

Þessi bjór er súrmeskjaður. Eftir meskingu er virturinn kældur niður í 35-48 gráður. Setjið hálft kíló af ómöluðu hveitikorni útí. Ég nota lítinn meskipoka til að hafa kornið í, þá er auðvelt að ná því aftur uppúr. Haldið hitanum eins stöðugum og mögulegt er. Gott er að blása smá CO2 ofan á og setja lok yfir eða álpappír til að loka meskifatinu/suðupottinum. Eftir ca 1 til 2 sólarhringa hefur virturinn súrnað niður í ca. ph 4,0. Það fer eftir smekk hvað menn vilja hafa hann súran, en ég miða við ph 4,0 hjá mér fyrir gose. Þá er kornið tekið uppúr og virturinn soðinn eins og venjulega.

Þorlákur helgi er dýrlingur og við hann eru kenndar Þórláksmessur á sumri og vetri. Bjór þessi er númer 23 í dagatalinu og því drukkinn á Þorláksmessu að vetri.

Umræður á Facebook
Attachments
Þorlákur miði.jpg
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests