3x66 Single Hop IPA

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

3x66 Single Hop IPA

Postby æpíei » 17. Nov 2014 13:57

Ég er mikill áhugamaður um IPA (sbr notendanafn mitt á Fágun). Ég elska vel humlaða bjóra með mikla lykt og gott bragð. Ég hef hins vegar orðið meira afhuga mjög biturra bjóra eins og svo margir double IPA verða. Það er nefnilega tvennt ólíkt "bitterness" og "hoppyness". Bæði stjórnast af magni humla. Bitterness stýrist af humlum settum fyrir eða í byrjun suðu á meðan hoppyness stýrist af humlum í lok eða eftir suðu. Þegar menn fóru að gera double IPA þá einfaldlega tvöfölduðu menn alla humla. Það jók bæði hoppyness og bitterness. En nú er komin vakning fólks sem vill halda humlum í upphafi suðu niðri, en nota þá frekar í lokin. Við það færðu minni biturleika og þar með bjór sem er auðveldari til drykkju, en samt mikið humlabragð og lykt.

Með þetta í huga þá hef ég komið mér upp húsbjór sem uppfyllir þær kröfur sem ég geri til IPA. Hann er þægilegur til drykkju, ekki allt of mikið áfengi, en ég get leikið mér að hafa eins mikið bragð og lykt af honum og ég vill. Ég hef bruggað hann nokkrum sinnum og alltaf breytt uppskriftinni því ég nota aldrei sama humalinn tvisvar. Ég leitast við að finna humla sem hafa góða karaktera og tiltölulega hátt alfa stig (hærra en 10%). Nota síðan sama humalinn í allar viðbætur. Vissulega má færa rök fyrir að betra væri að nota suma humla í ákveðin hlutverk, og aðra í önnur. En hingað til hafa allir bjórarnir komið vel út og verið vel drykkjar hæfir.

Ég byrjaði með staðlaða uppskrift af IPA úr Brewing Classic styles, breytt fyrir Weyerman kornið:

5,78 kg Pale Malt
0,45 kg Carahell
0.34 kg Munich I
0,11 kg Caramunch II
30 g humall 60 mín
26 g humall 10 mín
26 g humall 5 mín
26 g humall 0 mín
50 g humall dry hop 5 dagar
Gerja með W1056, WLP001 eða US-05 í 14 daga við 18,5 gráður.

Miðað við 22 lítra og 69% nýtni gefur þessi uppskrift 3 mæligildi sem útskýra nafnið á honum:

OG 1.066
IBU 66
Alc 6,6%

Ég tel þetta vera hina fullkomnu blöndu fyrir góðan IPA. Uppskriftin gerir ráð fyrir humlum með 14,6% alfa. Ef þið notið aðra humla þá þarf að skala til magnið miðað við alfa gildi humalsins. Sem dæmi, ef nota á Nelson Sauvin sem hefur alfa 12,1% þarf að margfalda humlamagn með 14,6/12,1=1,2. Þá verður fyrsta humlaviðbót 30x1,2=36g o.s.frv.

Ég setti uppskriftina viljandi svona opna upp til að gefa fólki lausan tauminn í sköpun á IPA. Þið getið notað einn humal eins og ég hef gert, notað mismunandi humla í mismunandi skrefum (ath bara að skala til magn hvers og eins) eða getið tekið nokkra humla og búið til kokteil (þ.e. blanda þeim í poka og hrista vel, reikna út meðaltal alfagildinsins út frá magni hvers og eins). Allir amerískir og Eyjaálfu há-alfa humlar koma til greina. Möguleikarnir eru endalausir. :skal:
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: 3x66 Single Hop IPA

Postby helgibelgi » 18. Nov 2014 20:35

Var þetta ekki örugglega sá IPA sem við fengum á Gorhátíðinni?

Ef svo er, get ég staðfest að þetta er solid bjór!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: 3x66 Single Hop IPA

Postby æpíei » 19. Nov 2014 14:07

Jú, það passar. Í þetta sinn notaði ég ABC humlablöndu, þ.e. jafnt magn af Apollo, Belma og Calypso humlum. Reiknað alfa 14,6%.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46


Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron