Brúðkaupsöl

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"

Brúðkaupsöl

Postby ulfar » 24. Jun 2009 15:39

Gerði ljósöl fyrir brúðkaupið mitt sem hlaut mjög góðar viðtökur. Þetta er ekki bjór til þess að brugga til þess að svala pervertískum humlaþörfum eða slökva langanir í brennt bygg. Hann bragðast samt vel og mörgum líkar hann, þetta er fjórða útgáfan sem ég geri af þessu öli.

Þetta er uppskrift fyrir 25 ltr:
3.5 kg pale ale malt
1.5 kg munich malt
350 gr cara munich
Irish moss
23 gr 12% simcoe 60 min
20 gr cascade 0 min

Mesking við 67 gráður c (hitastigið fellur hjá mér, hefði byrjað 1-2 gráðum neðar ef það væri stöðugt)
Meskingu lokað í 70 gráðum c í 10 min.
Kornið skolað með 80 gráðu c heitu vatni þar til 30 ltr í potti (fer eftir uppgufun)

OG ~1.052
FG ~ 1.013

30 IBU
Áfengi ~5%
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
 
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Brúðkaupsöl

Postby Eyvindur » 24. Jun 2009 17:23

Þessi er sallafínn. Ekkert vitlaust fyrir þá sem vilja gera mildan og svalandi bjór að prófa þennan. Ansi gott til að bjóða nýliðum í bjórfýsnum - VGT liðinu svokallaða.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby Andri » 24. Jun 2009 22:25

Hvernig ger notaðirðu vinur :)

Langar að prófa eitthvað svipað og ipa eða B hjá ölgerðinni þegar ég fer út í all grain
[size=85]Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
 
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Brúðkaupsöl

Postby Eyvindur » 24. Jun 2009 23:19

Ég veit að hann notaði Coopers ger í þann sem ég smakkaði, og það var sallafínt.

Annars er himinn og haf á milli IPA og B í Ölgerðinni... Og ef ég ætti að ráðleggja þér myndi ég mæla með að byrja á IPA, ef þig langar í þannig, því humlarnir fela allt sem gæti mögulega farið úrskeiðis (ekki það að þú munir klúðra nokkru, að sjálfsögðu ekki - væri bara spælandi að fyrsti AG skammturinn hefði einhverja galla, hversu smávægilegir sem þeir kynnu að vera - humlarnir fela svo til allt).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby ulfar » 30. Jun 2009 10:55

Leit við í gerjunarkerinu eftir 6 daga.

Bragðið lofaði mjög góðu og nýtt lokaþyngdar (findal gravity) met slegið. Mældist 1.009. Eflaust vegna undarlegrar meskingar en hún hófst ca 67 og endaði í 61 gráðu 90 mínútum seinna, svo rúmar 70 gráður í 15 min.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
 
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Brúðkaupsöl

Postby Bjössi » 7. Oct 2009 10:16

ulfar wrote:Gerði ljósöl fyrir brúðkaupið mitt sem hlaut mjög góðar viðtökur. Þetta er ekki bjór til þess að brugga til þess að svala pervertískum humlaþörfum eða slökva langanir í brennt bygg. Hann bragðast samt vel og mörgum líkar hann, þetta er fjórða útgáfan sem ég geri af þessu öli.

Þetta er uppskrift fyrir 25 ltr:
3.5 kg pale ale malt
1.5 kg munich malt
350 gr cara munich
Irish moss
23 gr 12% simcoe 60 min
20 gr cascade 0 min

Mesking við 67 gráður c (hitastigið fellur hjá mér, hefði byrjað 1-2 gráðum neðar ef það væri stöðugt)
Meskingu lokað í 70 gráðum c í 10 min.
Kornið skolað með 80 gráðu c heitu vatni þar til 30 ltr í potti (fer eftir uppgufun)

OG ~1.052
FG ~ 1.013

30 IBU
Áfengi ~5%


Lýst mjög vel á þessa uppskrift, er að spá í að notana
fékktu allt hráefni hér á landi?
Bjössi
Gáfnagerill
 
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Brúðkaupsöl

Postby Eyvindur » 7. Oct 2009 11:24

Simcoe humlar fást ekki hér á landi, en allt annað. Það hefur engin teljandi áhrif að skipta út beiskjuhumlunum, passa bara að IBU talan haldist svipuð (þar sem Simcoe eru frekar sterkir þyrftirðu væntanlega að auka humlamagnið eitthvað - þú getur auðveldlega reiknað þetta út með einhverjum af þeim aragrúa reiknivéla sem hægt er að komast í á netinu). Allt annað hefur fengist hjá Ölvisholti.

Ég mæli með þessari uppskrift. Ég gerði hana um daginn og líkar afskaplega vel. Mjög góður, léttur bjór, þegar maður er í skapi fyrir slíkt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby Bjössi » 8. Oct 2009 09:51

Djö....er þetta snúið/flókið, hef nefnilega ekki gert bjór frá grunni en
meinar þú að IBU sé svipað á þeim humlum sem ég kaupi og á cascate humlum
s.s þessir humlar verða að vera með svipaða IBU tölu?
Við hvaða hitastig léstu gerjast og hvað lengi?
geri ráðfyrir að þú hafir sett sykur í eftigerjun? (er það ekki gert alltaf?)
Bjössi
Gáfnagerill
 
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Brúðkaupsöl

Postby ulfar » 8. Oct 2009 11:05

Þetta er ekki svo flókið. Setti inn myndir síðast þegar ég bruggaði, þar sést hvað þetta er létt http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=371

Það eina sem þarf að gera við uppskriftina er að breyta þessari línu eftir því hvaða humla á að nota:
> 23 gr 12% simcoe 60 min

Ef nota á 5% alfasýru cascade humla þar að nota

12%/5%*23 = 55 gr

Sama ef nota á 7% goldings þá verða það

12/7*23 = 40 gr

Annars notaði ég síðast single infusion 67degC/90 min meskingu og gerjaði við herbergishita.
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
 
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Brúðkaupsöl

Postby Eyvindur » 8. Oct 2009 11:32

Humlar eru ekki með IBU tölu, heldur alfasýrustig - IBU talan ræðst svo af því hversu mikil beiskja er í bjórnum, en það stjórnast af fleiri þáttum, þá helst hversu löng suða er á humluunum.

Bjössi wrote:geri ráðfyrir að þú hafir sett sykur í eftigerjun? (er það ekki gert alltaf?)


Ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Sykur er settur í bjórinn um leið og honum er tappað á flöskur til að mynda kolsýru. Eftirgerjun er eitthvað skrýtið orð, og ég veit ekki alveg í hvað þú ert að vísa með því. Bjór gerjast bara einu sinni, og fær svo örlítið skot á flöskunum, rétt til að mynda kolsýruna. Ef maður notar sykur sem hráefni í bjór, sem er helst gert ef bjórinn á að vera mjög léttur og með litla fyllingu, eða þá í ákveðnum stílum þar sem það á við (til dæmis belgískt öl) er hann settur út í suðuna. Sykurinn sem er settur í við töppun er vanalega ekki reiknaður inn í uppskriftir, en það eru til fínar reiknivélar á netinu til að finna út hversu mikið magn maður þarf miðað við tiltekið kolsýrumagn (mjög misjafnt eftir stílum) og magn í lítrum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby Bjössi » 8. Oct 2009 11:37

ahhh....akkurat sem ég átti við,
s.s. sykur út í flöskur rétt áður en er lokað þeim, ég er einfaldega ekki með réttan orðaforða þegar kemur að bruggun
Þakkir
Bjössi
Gáfnagerill
 
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Brúðkaupsöl

Postby Eyvindur » 8. Oct 2009 12:36

Akkúrat. Engar áhyggjur, maður þarf smá tíma til að tileinka sér þessi hugtök.

Jú, það er alltaf settur sykur áður en maður tappar á flöskur. Ef bjórinn er settur á kút er því hins vegar vanalega sleppt og kolsýran sett beint í, án aðstoðar frá gerinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby Bjössi » 12. Oct 2009 15:05

ulfar wrote:Gerði ljósöl fyrir brúðkaupið mitt sem hlaut mjög góðar viðtökur. Þetta er ekki bjór til þess að brugga til þess að svala pervertískum humlaþörfum eða slökva langanir í brennt bygg. Hann bragðast samt vel og mörgum líkar hann, þetta er fjórða útgáfan sem ég geri af þessu öli.

Þetta er uppskrift fyrir 25 ltr:
3.5 kg pale ale malt
1.5 kg munich malt
350 gr cara munich
Irish moss
23 gr 12% simcoe 60 min
20 gr cascade 0 min

Mesking við 67 gráður c (hitastigið fellur hjá mér, hefði byrjað 1-2 gráðum neðar ef það væri stöðugt)
Meskingu lokað í 70 gráðum c í 10 min.
Kornið skolað með 80 gráðu c heitu vatni þar til 30 ltr í potti (fer eftir uppgufun)
Á að hella yfir kornið heitu vatni þar til 30 lítrum er náð og svo sjóða svo niður í 25lítra, bæta "cascade" rétt í restina, snögg kæla niður í sirka 20°C hella yfir í gerjunarkút (þarf a sigta á milli?) og bæta geri í.
Og rétt skilið að mesking var bara í 10min? taldi að það væri a.m.k. klukkutími
OG ~1.052
FG ~ 1.013

30 IBU
Áfengi ~5%

Jæja þá er alveg að koma aðþví, að byrja á bjórgerð frá grunni og ég held að ég sé með aðferðina nokkuð á hreinu, en ég set athugasemd að ofan ef einhver getur gert athugasemd,
Bjössi
Gáfnagerill
 
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Brúðkaupsöl

Postby Oli » 12. Oct 2009 15:39

Bjössi wrote:Jæja þá er alveg að koma aðþví, að byrja á bjórgerð frá grunni og ég held að ég sé með aðferðina nokkuð á hreinu, en ég set athugasemd að ofan ef einhver getur gert athugasemd,


Meskingin er líklega í 60 mín. Svo er svokallað mashout, þá hækkar hann hitann upp 70°c í 10 mín til þess að ensímin sem breyta byggsterkjunni í styttri sykurkeðjur verði óvirk. Annars hlýtur Úlfar að geta sett inn nánari meskingarlýsingu.
Ed. Ef þú ert ekki búinn að því ættirðu að lesa meskingarkaflann í How to brew áður en þú ferð af stað: http://www.howtobrew.com/section3/chapter16.html
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Brúðkaupsöl

Postby hrafnkell » 3. Nov 2009 18:53

Hvaða áhrif hefði það á þennan bjór að sleppa caramunich og nota þá bara 350gr meira af pale ale eða munich?
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Brúðkaupsöl

Postby Bjössi » 3. Nov 2009 20:13

Ja....!
er búinn að gefa smakk á síðasta mánudagsfundi, og mönnum líkaði bara vel
mér finnst hann bara helv....góður :)
Bjössi
Gáfnagerill
 
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Brúðkaupsöl

Postby Oli » 4. Nov 2009 08:39

hrafnkell wrote:Hvaða áhrif hefði það á þennan bjór að sleppa caramunich og nota þá bara 350gr meira af pale ale eða munich?


Caramunich er crystal malt sem gefur meira maltbragð og sætleika, meiri skrokk og gefur einnig dekkri lit. Ef þú notar pale ale í staðinn færðu meira af gerjanlegum sykrum - hærra abv- væntanlega þurrari og ljósari bjór. Ef þú notar Munich gerist það sama nema Munich gefur meiri lit og meira maltbragð en Pale ale....myndi ég giska á :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Brúðkaupsöl

Postby kalli » 27. Jan 2010 21:34

Ég ætla að prófa þennan. Hvaða bjórstíll er þetta?
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
 
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby Eyvindur » 27. Jan 2010 22:27

Þetta myndi vera amerískt ljósöl.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Brúðkaupsöl

Postby smar » 15. Nov 2010 17:49

Ég skellti í þennann um daginn.
Var að setja í secondary áðan, smakkaði á þessu og mér til mikillar undrunar þá bragðast þetta helv. vel.
Áttaði mig hinsvegar á því að ég klikkaði á að setja irish moss í suðuna svo þetta verður kanski vel skýjað.

Þar sem þetta er mín fyrsta alvöru bjórbruggun er ég bara nokkuð stolltur maður í dag :beer:

Kem sennilega til með að nefna Ölið SKY-ALE hehe
User avatar
smar
Villigerill
 
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: Brúðkaupsöl

Postby kiddii » 18. Jul 2011 19:41

Fer að styttast í að maður leggi í fyrsta bjór. Ætla að dempa mér beint í AG og lýst vel á þennan. Hef þó spurningar.

Hvaða ger frá brew.is gæti ég notað?

Þegar talað er um að bæta humlum í við 0 min, er þeim þá bara bætt við um leið og 60 min suðu er lokið og hafðir í á meðan verið er að kæla?

p.s vona að það sé í lagi að pósta í þræði sem ekki hafa verið virkir í langan tíma :?
kiddii
Villigerill
 
Posts: 4
Joined: 9. Jul 2011 22:30

Re: Brúðkaupsöl

Postby hrafnkell » 18. Jul 2011 21:21

kiddii wrote:Fer að styttast í að maður leggi í fyrsta bjór. Ætla að dempa mér beint í AG og lýst vel á þennan. Hef þó spurningar.

Hvaða ger frá brew.is gæti ég notað?

Þegar talað er um að bæta humlum í við 0 min, er þeim þá bara bætt við um leið og 60 min suðu er lokið og hafðir í á meðan verið er að kæla?

p.s vona að það sé í lagi að pósta í þræði sem ekki hafa verið virkir í langan tíma :?


Úlfar notaði coopers ger, en þú getur líklega notað muntons, s04 eða us05 með sama eða svipuðum árangri.
0mín humlar fara í um leið og maður slekkur á hitanum og byrjar að kæla. Ef maður kælir ekki, heldur lætur bjórinn kólna í rólegheitunum þá borgar sig hugsanlega að bíða aðeins og bæta humlunum við í 70 gráðum.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Brúðkaupsöl

Postby kiddii » 18. Jul 2011 23:20

hrafnkell wrote:
kiddii wrote:Fer að styttast í að maður leggi í fyrsta bjór. Ætla að dempa mér beint í AG og lýst vel á þennan. Hef þó spurningar.

Hvaða ger frá brew.is gæti ég notað?

Þegar talað er um að bæta humlum í við 0 min, er þeim þá bara bætt við um leið og 60 min suðu er lokið og hafðir í á meðan verið er að kæla?

p.s vona að það sé í lagi að pósta í þræði sem ekki hafa verið virkir í langan tíma :?


Úlfar notaði coopers ger, en þú getur líklega notað muntons, s04 eða us05 með sama eða svipuðum árangri.
0mín humlar fara í um leið og maður slekkur á hitanum og byrjar að kæla. Ef maður kælir ekki, heldur lætur bjórinn kólna í rólegheitunum þá borgar sig hugsanlega að bíða aðeins og bæta humlunum við í 70 gráðum.


Myndi ég s.s setja síðustu humlana fyrir 10 min lokunina eða þegar ég er að klára þessar 10 min á 70°? Býst við að verða með bala með köldu vatni til að reyna kæla eftir suðuna.
kiddii
Villigerill
 
Posts: 4
Joined: 9. Jul 2011 22:30

Re: Brúðkaupsöl

Postby Feðgar » 19. Jul 2011 19:43

Verð bara að vera afar ósammála því að gerinn skipti engu máli.

Útkoman verður alltaf bjór enga síður


Og ég mæli með að þú lesir þér betur til um All-Grain bruggun, bali af köldu vatni mun ekki kæla nema mjög litla lögun
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Brúðkaupsöl

Postby gunnarolis » 19. Jul 2011 21:12

Það talaði enginn um að gerið skipti engu máli, Hrafnkell benti á að það væri hægt að nota ýmsar tegundir gers með svipuðum árangri, sem er hárrétt hjá honum. Að nota US-05 eða Nottingham í þennan bjór væri alveg kjörið, og væri sennilega erfitt að greina mun þar á.

Með kælingu í bala, þá væri hægt að láta kalt vatn renna stanslaust í balann og fá þannig amk betri kælingu en ef ekkert annað væri gert...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
 
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Next

Return to Uppskriftir

Who is online

Users browsing this forum: Majestic-12 [Bot] and 2 guests

cron