Egils og Víking jólabjór

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Egils og Víking jólabjór

Postby Oli » 19. Nov 2009 21:53

Keypti mér sitt hvora flöskuna af jólabjór frá Egils og Víking.
Þeir eiga litinn sameiginlegan, myndi segja rafgullnir á lit, Egils kannski örlítið dekkri, lítill haus á báðum sem koðnaði fljótt niður, lítið humlabragð af báðum.
Af Víking finn ég málmbragð og smávegis af karamellu/kristalmalti, enda tiltaka þeir það á flöskunni að það sé eina viðbótin.
Sama er að segja með Egils, þar er smávegis karamellu/kristalmaltbragð, á flöskunni segir að þeir noti lakkrís en ég bara finn engan lakkrískeim. Allt í allt mjög líkir bjórar þar sem litlu er bætt við upprunalegu Víking/Egils bjórana, kem ekki til með að kaupa fleiri svona.
Tek það fram að ég smakkaði líka jóla-Kalda á undan þessum og þeir komust ekki nálægt honum í bragði og fyllingu, það hefur kannski áhrif á dóminn.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Egils og Víking jólabjór

Postby Andri » 22. Nov 2009 21:36

Ég er bara búinn að komast í það að smakka 2 jólabjóra, Ölvisholts & Egils.
Ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum þegar ég smakkaði hann frá Agli, ég fann ekki heldur fyrir neinum lakkrískeim. Hann var ekki vondur, hann var drykkjarhæfur svosum en ekki góður.. ég smakkaði hann í dós og á einn í flösku inni í kæli þannig að kanski er einhver munur á þeim.
[size=85]Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
 
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron