De Koninck

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

De Koninck

Postby Idle » 2. Nov 2009 13:35

Rafgullt með ágætum rjómakenndum haus sem skildi eftir svolitlar slæður. Ilmar af malti og korni með örlitlum kandís. Áberandi bragð af karamellumalti með votti af brenndum sykri, svolítið járnbragð og lítil beiskja. Ég veit ekki hvernig skemmdir eða lélegir humlar eru, en get ímyndað mér að bragðið sem ég finn sé áþekkt þeim. Kolsýran kitlar svolítið í góminn, sem ég hefði frekar búist við af gosdrykk en öli. Skrokkurinn í meðallagi.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
 
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron