Röðull frá Ölvisholti.

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Röðull frá Ölvisholti.

Postby bergrisi » 5. Jul 2013 16:54

Ég er mjög hrifinn af ipa bjórum og fagna viðbót í þá flóru.
Röðull er mjög góður. Vel humlaður og ég mæli með að þið smakkið hann.

Endilega deilið ykkar upplifun af honum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby æpíei » 5. Jul 2013 17:32

Ég er sammála því. Ég er aðeins sorgmæddur yfir því að bæði Röðull og Úlfur Úlfur teljast til árstíðabjóra. Það er full þörf á að þeir, eða aðrir slíkir, fáist að staðaldri allt árið um kring.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby helgibelgi » 5. Jul 2013 21:22

Mér finnst hann fínn. Misjafnt hvernig ég fíla hann eftir því hvenær og hvernig ég fæ hann (flaska/krani). Overall er ég samt sáttur!
User avatar
helgibelgi
Undragerill
 
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby Feðgar » 24. Jul 2013 18:42

Ég er sammála því að þetta sé ágætis bjór og mjög gaman að það fáist núna meira af íslenskum IPA. Ég vona bara að þetta sé rétt byrjunin og framleiðendur geri enn meira og betra næst.

En líkt og Úlfur Úlfur þá stenst hann engan veginn samanburð við marga erlenda flokksfélaga sína. (IPA og DIPA)

Ég mun án efa versla mér Röðul margsinnis í framtíðinni, og jafnvel eiga hann að staðaldri í bjórkælinum fáist hann áfram. Það er alltaf að verða hærra og hærra hlutfall af IPA og álíka bjórum hér á bæ.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby bergrisi » 24. Jul 2013 20:20

Ég er núna búinn að versla þennan bjór nokkrum sinnum.
Mjög ánæður með hann.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby Baldvin Ósmann » 6. Sep 2013 09:19

Hvar færðu Röðul á dælu?
Á flöskum: Hafra Porter, Tri-Centennial IPA, Simcoe Pale Ale SMaSH
Í gerjun: BM's Centennial Blonde
Á döfinni: Cascade / Orange Pale Ale
Lítrateljarinn: 180
Baldvin Ósmann
Villigerill
 
Posts: 20
Joined: 9. Aug 2013 10:17

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby hjaltibvalþórs » 6. Sep 2013 11:41

Hann fékkst á dælu bæði á Kex Hostel og Microbar fyrr í sumar en ég efast um að hann muni koma þangað aftur enda sumarbjór.
hjaltibvalþórs
Villigerill
 
Posts: 47
Joined: 5. Nov 2012 15:46

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby Feðgar » 20. Sep 2013 14:30

Fékk mér einn svona í gærkvöldi.
Sá var mun betri en þeir sem ég fékk fyrst.

Hreinn unaður og blúndurnar sem hann skildi eftir í glasinu með þeim mestu sem ég hef séð.
Sé mest eftir að hafa bara keypt mér þrjá
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
 
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby JoiEiriks » 27. Sep 2013 00:09

Sælir.

Þetta er afskaplega vel heppnaður IPA. Ég hef leikið mér mest með IPA af þvi sem ég hef verið að gera og leyfa vinnufélögum að smakka við hvert tækifæri. Þeir hafa þvi ýmislegt smakkað auk þess að vera að kaupa sér hina og þessa IPA sjálfir. Röðull komst þó einna mest í umræðuna sem sýnir það hve vel flottur hann er.
Jóhann Eiríksson

Ölkelda brugghús.


Í gerjun: Citra IPA
Á flöskum: Citra IPA, English Bitter, Dry Stout, Belgian Strong Ale
Á kútum: kaupa keg system
Framundan: Dubbel, Saison
JoiEiriks
Villigerill
 
Posts: 18
Joined: 14. Apr 2013 03:01

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby Oli » 12. Oct 2013 21:54

Keypti nokkra í sumar og smakkaðist hann vel þá, keyptum svo kippu núna fyrir 2 vikum sem hefur greinilega verið illa farið með eða verið sýktur. Var að prófa 3ja bjórinn úr kippunni, þeir voru allir yfirkolsýrðir og hrikalega þurrir, finn þó ekki fyrir sýru eða einhverju off bragði. Beiskjan er enn til staðar og ber auðvitað meira á henni þegar bjórinn er svona þurr. Vona að þetta sé bara vegna slæmra geymsluskilyrða í vínbúðinni en ekki viðvarandi vandamál. Bjórinn er merktur best fyrir 18.06.14.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
 
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby drekatemjari » 13. Oct 2013 06:17

Eftir að hafa tekið þátt í Blindri bjórsmökkun í kvöld með vinunum var gaman að skoða hvaða bjórar hefðu fengið góða/slæma einkunn.
Röðull var einn af bjórunum sem voru smakkaðir og ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað hann var orðinn vondur.
Bjórhellari kvöldsins (sem ekki hafði mikið vit á bjórum) tók það oft fram hvað þessi sérstaki bjór freyddi mikið og mér fannst hann orðinn ótrúlega mikið kolsýrður miðað við fyrsta smakk í sumar.

Ég nótaði það hjá mér eftir nokkra bjóra í blindsmakk hvað þessi bjór (röðull) væri rosalega kolsýrður og einnig örlítið súr. Hann var líka alveg rosalega beiskur.
Það var mat fólks eftir bjórsmakkið (tólf bjórar úr ÁTVR) að bjór númer 11 (Röðull) væri alveg rosalega beiskur.

Ég smakkaði Röðul í sumar og fannst hann mjög góður en í dag er hann orðinn alveg rosalega (yfir) kolsýrður og örlítið súr en einnig mjög beiskur.

Mér dettur í hug að hann hafi haldið áfram að gerjast í flöskunni og þannig orðið þurrari og örlítið súr.

Endilega smakkð Röðul og kommentið á hvað ykkur finnst.
drekatemjari
Kraftagerill
 
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby drekatemjari » 13. Oct 2013 06:17

Eftir að hafa tekið þátt í Blindri bjórsmökkun í kvöld með vinunum var gaman að skoða hvaða bjórar hefðu fengið góða/slæma einkunn.
Röðull var einn af bjórunum sem voru smakkaðir og ég verð að segja að það kom mér á óvart hvað hann var orðinn vondur.
Bjórhellari kvöldsins (sem ekki hafði mikið vit á bjórum) tók það oft fram hvað þessi sérstaki bjór freyddi mikið og mér fannst hann orðinn ótrúlega mikið kolsýrður miðað við fyrsta smakk í sumar.

Ég nótaði það hjá mér eftir nokkra bjóra í blindsmakk hvað þessi bjór (röðull) væri rosalega kolsýrður og einnig örlítið súr. Hann var líka alveg rosalega beiskur.
Það var mat fólks eftir bjórsmakkið (tólf bjórar úr ÁTVR) að bjór númer 11 (Röðull) væri alveg rosalega beiskur.

Ég smakkaði Röðul í sumar og fannst hann mjög góður en í dag er hann orðinn alveg rosalega (yfir) kolsýrður og örlítið súr en einnig mjög beiskur.

Mér dettur í hug að hann hafi haldið áfram að gerjast í flöskunni og þannig orðið þurrari og örlítið súr.

Endilega smakkð Röðul og kommentið á hvað ykkur finnst.
drekatemjari
Kraftagerill
 
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby bergrisi » 13. Oct 2013 07:04

Takk fyrir þetta innlegg.
Það dregur nú úr áhugamanns að smakka Röðul aftur miðað við þetta. Það er ekkert sérstakt áhugamál að smakka vonda bjóra þó svo það sé óneytanlega fylgifiskur bjórgerðarinnar.

En nú er ég orðinn svo forvitinn að ég ætla að kaupa einn eftir helgi og prófa.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
 
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby Eyvindur » 13. Oct 2013 17:55

Mér finnst Röðull vera farinn að dala. Enda ekki ferskur lengur. Þessi bjór er bestur alveg glænýr.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
 
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby Snordahl » 4. Feb 2014 21:43

Var að smakka þennan aftur þar sem hann er kominn aftur í hillurnar hjá átvr.

Hann er betri í minningunni en mér finnst núna eins og það sé lítið balance í bjórnum, malt prófíllinn heldur daufur og humlarnir helst til ruddalegir. Ég er kannski smá biased eftir að hafa verið að drekka BrewDog Hardcore IPA í gríð og erg. Skemmtilegur bjór engu að síður.

Hafa menn einhverja hugmynd um hvaða humlar eru notaði í þennan bjór?
Snordahl
Villigerill
 
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby gosi » 4. Feb 2014 23:15

Samkvæmt síðunni þeirra http://brugghus.is/rodull.html er það
Summit, Columbus, Galena og Cascade

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
 
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Röðull frá Ölvisholti.

Postby bjorninn » 5. Feb 2014 10:50

Ég hef ekki smakkað hann síðan í sumar en það er kannske við búið að hann sé ekki upp á sitt besta, orðinn nokkurra mánaða gamall.
bjorninn
Villigerill
 
Posts: 44
Joined: 22. Jun 2011 13:19
Location: Reykjavík


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron