by Classic » 2. Feb 2013 18:01
gugguson wrote:Þarf að panta hann í átvr og ef svo er hvað tekur það langan tíma?
Bergrisi býr úti á landi og þarf því að sérpanta svona bjóra, þekki ekki ferlið en væntanlega kemur hann bara með næstu ferð frá lagernum. Ef þú ert í Reykjavík geturðu gengið inn í Kringlu, Skútuvog eða Heiðrúnu og keypt þetta ef ÁTVR á þetta á annað borð til...
..sem var einmitt það sem ég gerði í gær. Dásamlegur bjór. Alveg eins og góður IPA á að vera.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi