Meantime chocolate - the greenwich brewery

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

Meantime chocolate - the greenwich brewery

Postby karlp » 3. Dec 2010 13:34

From ATVR skutuvogi, 6.5%, 330ml bottles, (beautiful bottles) Link to ATVR

I've had a few "chocolate" beers in the past, and it's always a bit of a stretch. This one though? This is chocolate. truly, totally, absolutely chocolate. I can't say I'd buy it again, it's rather pricy (689kr) and really, I can't say I really like the idea of chocolate beer. But if chocolate is your thing, this is absolutely bang on the money. Chocolate, like the label says.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
karlp
Gáfnagerill
 
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Meantime chocolate - the greenwich brewery

Postby hrafnkell » 3. Dec 2010 13:38

Jebb, það er ansi mikið súkkulaðibragð og lykt af honum. Það var spennó að smakka, og gaman að hafa hann t.d. í bjórsmökkun einhversstaðar.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Meantime chocolate - the greenwich brewery

Postby sigurdur » 11. Dec 2010 01:14

Úff .. ég er með þennan í glasi núna ... ég hef nú aldrei tengt þessa lykt og bragð við súkkulaði áður, en þetta er bara of mikið fyrir mig.

Útlit: Fallegur á litin, tær með mjög ljósbrúnan haus sem hverfur ekki.
Lykt: Ekkert nema súkkulaði, en ekki sú súkkulaðilykt sem manni dettur í hug þegar maður hugsar um súkkulaði. Finn enga humla (ég er ekki með besta nefið)
Bragð: Þurr, súkkulaðikeimur sem fylgir súkkulaðibragðinu, greinileg tannín.
Fílingur: Kolsýran er mjög góð í því að styðja við það litla boddí sem er til í bjórnum, en það fellur um leið og kolsýran hverfur. Mikið óþægilegt eftirbragð fyrir minn smekk.
Heild: Þurr, boddílaus, tær bjór með góða kolsýringu og fallegan lit. Mikill súkkulaðifílingur í bjórnum sem að ég kann ekki við. Tannín komu mjög greinilega fram í bjórnum. Mikið eftirbragð sem er ekki sérlega þægilegt þegar maður vill drekka bjór. Bjórinn gæti hentað í eldamennsku, en ekki nema til að sýna ákveðna hlið af súkkulaði.

Ég held að ég kaupi þennan bjór ekki aftur en ég mæli með að allir prófi hann a.m.k. einu sinni.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
 
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron