S:t Eriks Pompona Porter

Deildu skoðun þinni á drykk sem þú hefur nýlega smakkað. Eða segðu frá skemmtilegum stað sem þú heimsóttir.
Forum rules
Endilega komdu með þína skoðun á drykk sem þú hefur smakkað nýlega. Munið bara eitt. Berum virðingu fyrir öllum drykkjum.

S:t Eriks Pompona Porter

Postby aki » 3. Oct 2010 22:26

http://www.galatea.se/svenskol.aspx
Náði í eintak af þessum enda vakti hann athygli í fallegri uppmjórri flösku með upphleyptu merki gamla S:t Eriks brugghússins í Stokkhólmi sem var eitt af þeim stóru á síðari hluta 19. aldar en gekk síðan inn í hin ýmsu samlög sýnist mér. Bjórinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi af örbrugghúsinu Slottskällans Bryggeri (http://slottskallan.se/) í Uppsölum fyrir vörumerkið Three Towns Independent Breweries sem er í eigu drykkjarisans Galatea.

Image
Það sem fyrst vekur athygli er hversu mikið er lagt í flöskuna, merkið og annað sem allt er í klassískum stíl, gyllt og svart, og Eiríkur helgi upphleyptur á flöskuhálsinum. Flaskan sjálf er dökk með stuttan, breiðan kropp og langan háls. Í glasi er ölið dökkt með ljósbrúnan, þykkan haus. Um leið og ölinu er hellt gýs upp angan af súkkulaði og vanillu sem finnst svo greinilega í munni en er horfin í eftirbragðinu. Mér fannst hann ekkert áberandi sætur heldur í ágætu jafnvægi. Þetta er auðvitað eins og konfektmoli, þungt í maga og ekki til að þamba, en mér þótti bragðupplifunin ganga fullkomlega upp. Það er talsverð kolsýra í drykknum, en hún skemmir ekkert fyrir. Virkilega góður súkkulaðiporter. Einkunn 4/5.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
aki
Kraftagerill
 
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Postby Hjalti » 4. Oct 2010 09:27

Hvað kostar flaskan af þessum?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
 
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Postby aki » 4. Oct 2010 10:42

Eitthvað um 20 SEK minnir mig í Systembolaget. Það eru sirka 350 ISK reiknast mér til.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
aki
Kraftagerill
 
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Postby kristfin » 6. Oct 2010 09:20

þú verður að hafa flösku með þér heim áki
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur


Return to Hvað er í glasi?

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 4 guests

cron