Daginn,
Ég var á spjalli við einn meðliminn hérna inni um bruggun og sé reglulega brugg tengda pósta frá honum á facebook. Á endanum gat ég ekki setið á mér og fór og reddaði mér brugggræjum (fæ þetta fína sett lánað hjá félaga mínum). Ég ætla mér að byrja fyrst á einhverjum einföldum bjór og er búinn að horfa á nokkur video á youtube ásamt því að lesa mér til eitthvað hér inni. Ég er mjög hrifinn af Kalda, Leffe og svona hveitibjórum þannig að ef einhver lumar á uppskrift að bjórum í þeim dúr að þá megið þið endilega henda þeim á mig.
Eitt sem mig vantar og það er almennilegt pláss. Er það algjörlega óbjóðandi að gerja bjórinn inni í íbúð? Upp á lyktina, það er að segja. Veit að það er góð lykt af sumum bjórum þegar þeir gerjast en ég efast um að frúin gúdderi einhverja auka lykt inn á heimilið.
mbk
Olafsson