Page 4 of 4

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jan 2011 20:25
by kristfin
fáðu hvítvíns eða kampavínsger í ámunni. þegar kemur að flöskupartinum þá flettiruð upp hvað þú þarft mikið af sykri til að koma 3-4atm þrýsting í flöskuna. setur á kampavínsflöskur (ekki bjórflöskur, því þær spiringa við svona mikinn þrýsiting og fólk getur misst hausinn) með tappa og vírneti.

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jan 2011 23:27
by Maddi
Snilld, takk kærlega fyrir þetta. :skal:

Re: Epplavín

PostPosted: 11. Jan 2011 17:38
by Maddi
Jæja nú fer að koma að því að henda í þetta, á hvítvínsger og kampavínsgerið á að koma í Ámuna í vikunni.
Er kampavínsgerið ekki hentugra uppá kolsýruna? Eða dugar hvítvínsgerið?

Re: Epplavín

PostPosted: 19. Jan 2011 00:03
by Dóri
Sælir Fágunarmenn

Ég er nýr hérna á spjallinu og ég verð að viðurkenna á ég er algjör nýgræðingur þegar kemur að gerjun, hins vegar líst mér svo fjandi vel á þetta eplavín að ég hef ákveðið að prófa mig áfram í því.
Mig langaði að spurja ykkur að tvennu, hvernig sætu ykkur hefur fundist best að nota í þetta t.d. Dextrose, púðusykur eða hunang og er nauðsynlegt að tappa þessu á flöskur eða getur maður geymt þetta í einhverju öðru t.d. í svona vínbelju?

Kv. Dóri

Re: Epplavín

PostPosted: 19. Jan 2011 00:23
by kristfin
dextrosinn er fínn því hann er mjög auðgerjanlegur og bragðlaus ef notaður undir 10%. gætir alveg notað venjulegan strásykur, án þess að finna mikinn mun.
hunangið breytir ekki bragðinu mikið, en er lengur að gerjast.
púðursykurinn gefur bragð, sem mér finnst ekki gera sig í þessu.

ég mundi mæla með því að nota dex (þrúgusykur) eða strásykur, eplasafa og kampavínsger. þetta vín er samt ekki orðið gott fyrr en eftir 6 mánuði.

þú getur sett á plastflöskur, bjórflöskur, vínflöskur, fengið þér beljur í ámunni, eða sykrað og sett á kampavínsflöskur. ef þú ætlar að geyma vínið í mörg ár þá er betra að nota gler.

Re: Epplavín

PostPosted: 20. Jan 2011 00:32
by Dóri
Takk kærlega fyrir skjót og góð svör eina sem mig vantar núna er nógu stórt ílát fyrir þetta.
Væri gáfulegt að fjárfesta í 23 lítra glerflösku hjá ámunni eða veit einhver um eitthvað betra?

Re: Epplavín

PostPosted: 20. Jan 2011 09:18
by hrafnkell
Dóri wrote:Takk kærlega fyrir skjót og góð svör eina sem mig vantar núna er nógu stórt ílát fyrir þetta.
Væri gáfulegt að fjárfesta í 23 lítra glerflösku hjá ámunni eða veit einhver um eitthvað betra?


Glerið er líklega aðeins ódýrara í vínkjallaranum. Veit ekki hvort það sé eitthvað betra í boði.

Re: Epplavín

PostPosted: 20. Jan 2011 09:35
by kristfin
viðarsúla á fínar plastfötur handa þér. síðan eru til fötur í juropris líka. auðvitað flott að eiga gler líka, en það er rosalega dýrt

Re: Epplavín

PostPosted: 9. Feb 2011 16:53
by Maddi
kristfin wrote:dextrosinn er fínn því hann er mjög auðgerjanlegur og bragðlaus ef notaður undir 10%. gætir alveg notað venjulegan strásykur, án þess að finna mikinn mun.
hunangið breytir ekki bragðinu mikið, en er lengur að gerjast.
púðursykurinn gefur bragð, sem mér finnst ekki gera sig í þessu.

ég mundi mæla með því að nota dex (þrúgusykur) eða strásykur, eplasafa og kampavínsger. þetta vín er samt ekki orðið gott fyrr en eftir 6 mánuði.

þú getur sett á plastflöskur, bjórflöskur, vínflöskur, fengið þér beljur í ámunni, eða sykrað og sett á kampavínsflöskur. ef þú ætlar að geyma vínið í mörg ár þá er betra að nota gler.


Annað sem mig langar að spurja í sambandi við kolsýruna...
Ef ég ætla í 3-4atm eins og þú segir hér ofar, sem er væntanlega bara eins og almennt freyðivín, þá þarf ég náttúrulega kampavínsflöskur, en er ekki bölvað maus að græja tappana og vírnetin?
Gæti ég ekki lækkað kolsýruna eitthvað og sett þetta á bjórflöskur sem cider eða eitthvað í þá áttina? Ef svo er, hvað erum við þá að tala um mörg atm?
Myndirðu mæla frekar með þessu sem freyðivíni á sama hátt og þú gerðir þetta?

Re: Epplavín

PostPosted: 9. Feb 2011 18:09
by kristfin
farðu með kolsýruna í 2,5 og settu á bjórflöskur. það er ljómandi.
ég setti, síðast þegar ég gerði svona, á bæði venjulegar flöskur og kampavínsflöskur. mér fannst bubblý vera betra, en það er bara smekksatriði.

Re: Epplavín

PostPosted: 6. Apr 2011 18:19
by Maddi
Jæja þá líður að því að fara að skella eplavíninu á flöskur.
Er búinn að vera með þetta í gangi síðan 19.febrúar. Hafði það í mánuð í gerjunarfötunni og fleytti síðan yfir í secondary og þar er það búið að sitja síðan einhverntíman í kringum 19.mars.

Ég ætla að setja svona 10 lítra á bjórflöskur og kolsýra.
Þar kemur að fyrstu spurningunni - hvernig finn ég út hversu mikinn sykur ég þarf fyrir 2,5 atm? Reiknivélin sem ég hef séð ykkur mæla með er fyrir bjór, gildir alveg það sama um vín eins og þetta?

Önnur spurning. Nú á ég einhver tæringarefni hérna og gerstopp. Er það eitthvað sem ég ætti að nota í þetta? Skiljanlega myndi ég ekki setja gerstoppið í þann hluta vínsins sem ég ætla að kolsýra.
Ætti ég þá að skella gerstoppinu og tæringarefnunum í þetta, einungis tæringarefnunum, eða einfaldlega sleppa öllusaman?
Og einnig, ef þið mælið með að nota tæringarefnin, gæti ég þá notað þau í allt draslið og samt kolsýrt hluta? Kemur þetta ekkert niður á gerlinum?

Re: Epplavín

PostPosted: 6. Apr 2011 19:43
by kristfin
ekki vera að nota tæringarefni nema þetta sé ekki tært. ef þú notar það, híveraðu yfir í annað ílát og blandaðu felliefninu, leyfðu að bíða í nokkrar vikur og híveraðu þá í átöppunarfötu.

það verður alveg nóg af geri eftir til að kolsýra á flösku. notaðu bara sömu aðferð við að ákveða sykurmagn eins og í bjór

Re: Epplavín

PostPosted: 24. May 2011 13:23
by FriðrikH
Hafið þið haft þetta við sama hitastig allan tímann eða fært þetta í eitthvað kaldara umhverfi eftir einhvern tíma?

Re: Epplavín

PostPosted: 24. May 2011 17:46
by kristfin
ég læt þetta vera við sama hitastig allan tíman. það er reyndar allt í lagi að setja á kaldan stað í viku áður en sett er á flöskur

Re: Epplavín

PostPosted: 1. Jun 2011 15:59
by FriðrikH
Hvað hefur gerjunin verið lengi í gangi hjá ykkur? Þetta var alveg á milljón hjá mér í 5-6 daga, en svo var gerjunin nánast alveg stopp eftir það.

Re: Epplavín

PostPosted: 1. Jun 2011 20:57
by sigurdur
Ég tók ekkert eftir því .. ég setti gerjunarfatið bara á sinn stað og skoðaði það ekkert fyrr en eftir einhverja mánuði.

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jun 2011 16:38
by Dóri
Ég skellti í þetta fyrir tveimur vikum síðan, fyrstu dagana var mikið í gangi og vínið byrjaði að verða ljósara en núna síðustu daga er búið að vera mjög lítið að gerast og vínið er byrjað að dökna aftur, ég ætlaði að spyrja ykkur hvort það væri eðlilegt og ef ekki hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert?

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jun 2011 17:29
by Idle
Ekkert óeðlilegt við það. Gerlarnir eru búnir að melta þann sykur sem þeim bauðst, og farnir að slaka á. Nú er um að gera að færa vínið yfir í hreina fötu (skilja gerkökuna eftir í gömlu) og leyfa að þroskast næstu vikur eða mánuði fyrir átöppun. :)

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jun 2011 18:08
by sigurdur
FYI
Til að bæta sætu í vínið, þá hafa BNA menn bætt einhverskonar sætu sem heitir "Splenda".
Ég leitaði að þessu á sínum tíma, en fann þetta hvergi.

Um daginn þá var ég í Kosti á Dalvegi og fann Splenda þar.

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jun 2011 22:49
by hrafnkell
Er splenda ekki bara sakkarín eða eitthvað þannig?? Gervisykur, eins og fólk setur í teið sitt.

Re: Epplavín

PostPosted: 5. Jun 2011 23:51
by sigurdur
júbb, einhverskonar gerfisæta (tel ég a.m.k. skv. því sem ég hef lesið á HBT)

Re: Epplavín

PostPosted: 30. Jun 2011 13:02
by Feðgar
Það er samansett úr Dextrose, Maltodextrin og Sucralose

http://en.wikipedia.org/wiki/Splenda" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Epplavín

PostPosted: 10. Apr 2012 17:34
by FriðrikH
Ég er núna með 25ltr af eplavíni í bauk sem er búið að vera þar í rétt rúma 4 mánuði. Þetta er annar skammturinn sem ég hef gert af þessu, fyrri tókst mjög vel en var frekar lítið áfengur, gerjaðist hratt og varð mjög tær.

Þegar ég setti í lögun nr. 2 bætti ég nokkuð við af sykri og hunangi þannig að OG var 1.080. Nú er vínið enn vel skýjað en smakkast ágætlega. Ég er að velta fyrir mér hvað sé best fyrir mig að gera til að ná því tæru, eru einhver felliefni sem mundu virka vel fyrir þetta? Eða á maður e.t.v. bara að setja þetta smá skýjað á flöskur?
Getur verið að vínið verið skýjaðra þegar maður notar hunangið í það?

kv. Friðrik

Re: Epplavín

PostPosted: 10. Apr 2012 19:52
by hrafnkell
Sparkolloid á að svínvirka til að gera svona tært. Ég á eitthvað af því og gæti látið þig fá nóg í lögnina allavega.

Re: Epplavín

PostPosted: 10. Apr 2012 22:48
by FriðrikH
Flott mál, hvað er þetta sparkolloid annars?