Meira um berjavín.

Spjall um víngerð og allt henni tengt.

Meira um berjavín.

Postby raggi » 18. Feb 2010 22:23

Sælir.

Ég er með berjavín sem er með of háa áfengisprósentu. Sýnist það vera á bilinu 16-17% sem er of mikið. Þyrfti helst að koma því niður í svona 13%. Þetta er allt komið á flöskur hjá mér. Það sem ég þarf náttúrulega að gera að setja það í ílát. Þarf líka að sæta það þar sem það er of súrt eða þurrt.
Þá er það spurning. Ætti ég bara að nota vatn til að lækka áfengið.?
Svo annað. Venjulegur strásykur, er hann með meira sætubragð heldur en glúkósi sem notaður er við bjórgerð. Mér finnst það nefnilega miðað við þær prufur sem ég hef verið að gera.
Svo ein aulaspurning í viðbót. Það er varðandi sykurflotmælirinn. Ég er með einn mælir sem ég keypti í Ámunni. Hann er með hvítum og svörtum kvarða. Sá svarti er frá 10 og niður í núll, en hvíti frá núll til 120. Svo ég skilji þetta nú rétt er það þá ekki rétt hjá mér að þegar talað er um að FG sé t.d. 1.018 þá er mælingin á hvíta kvarðanum ca 18. Og að sama skapi -500 er þá 5 á svarta skalanum.

Vona að einhver nenni að svara þessu. :)
raggi
Kraftagerill
 
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Meira um berjavín.

Postby kristfin » 23. Feb 2010 09:00

ef prósentan er svona há, þá bara geymist það betur.
ég mundi ekki fara hella úr og aftur í. ef þú gerir það hinsvegar mundi ég nota einvherja berjasaft sem bragðast svipað frekar en að nota vatn. þú getur líka blandað það niður með berjasaft eða sódavatni þegar þú drekkur það, þá þarftu ekki að eiga við flöskurnar.

flotvogin úr ámunni er tvískipt. neðri parturinn mælir sykur, þannig að 10 á neðri partinum er 1,010 og svo fram vegis.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
 
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Meira um berjavín.

Postby Andri » 8. Mar 2010 17:42

Flotvogin mælir eðlismassa. Eðlismassi vatns er 1.000 á þessu tóli við ca 20°C. Þegar sykri er bætt út í þá verður eðlismassinn meiri. Þegar gerið umbreytir sykrinum í ethanol þá minnkar eðlismassinn. Ástæðan fyrir því að þetta getur farið í 0.99... er að eðlismassi ethanols er minni en eðlismassi vatns. Þannig að vín sem verður að 0.99X eru talin vera þurr vín, gerið skilur lítið eftir.
Er nokkuð viss um að það hafi verið farið út í flotvogir áður hérna.

Calculating the ABV
Say our brewer crafted a high-alcohol beer. The OG measured at 1.080, and the beer stopped fermentation with a FG measurement of 1.011. Simply subtract the FG from the OG and multiply by 131.

1.080 - 1.011 = 0.069 x 131 = 9.039%

So we've got a 9 percent alcohol by volume beer. Easy!
( http://beeradvocate.com/articles/518 )
[size=85]Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
Andri
Undragerill
 
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56


Return to Víngerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron