Víngerð - nokkrar spurningar

Spjall um víngerð og allt henni tengt.

Víngerð - nokkrar spurningar

Postby Plammi » 12. May 2012 22:57


Ég var að setja í mínu fyrstu vínlögn, keypti 7,5L hvítvíns-kit í Ámunni, og er að pæla í nokkrum hlutum.

Aðalega er ég að pæla í tímanum, leiðbeiningar segja 4 vikna en ég hef séð á einhverjum þráðum hér að menn mæla með að taka 6-8 vikur. Hvar er þessum tíma bætt inn? Ég áætla að það sé átt við eftir gerstoppið og afgösun, þannig að þetta er auka tími fyrir vínið að hreinsast.

Annað sem ég las einhverstaðar, en get ekki fundið það aftur, er að fleyta bara einu sinni víninu á annað ílát. Ég er soldið hlynntur þeirri pælingu, ekki bara af leti heldur líka vegna óþarfa sýkingarhættu. Eru þá menn bara að fleyta þegar vínið nær <1010 (OG. var 1085) og láta það svo vera eða er eitthvað betra að fara einhvern milliveg og bíða lengur með fleytingu?
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
 
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Return to Víngerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron