Jæja, það fer að líða að stofnfundinum, og ég held að við ættum að leggja höfuðið í bleyti og setja saman einhverja fundargerð fyrir þann tíma, skipa ritara og fundarstjóra, þannig að þetta gangi sæmilega smurt fyrir sig. Ég set hérna atriði sem mér dettur í hug að við þurfum að ræða, en endilega komið með fleiri atriði sem ég kann að gleyma.
- Kosið í embætti:
Formaður
Gjaldkeri
Ritari
- Ákveða hversu oft og með hvaða sniði félagsskapurinn hittist formlega.
- Ákveða hvort rukka eigi félagsgjald og þá hversu hátt.
- Skrá formlega niður tilgang félagsins og reglur.
Ég man ekki eftir fleiru, en eflaust eru önnur atriði sem við þyrftum að ræða.