Mánaðarfundur 31. janúar á Bjórgarðinum

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Mánaðarfundur 31. janúar á Bjórgarðinum

Postby MargretAsgerdur » 25. Jan 2017 10:56

Mánaðarfundur Fágunar verður haldinn þriðjudaginn 31. janúar á Bjórgarðinum klukkan 20:00. Hægt verður að nálgast félagsskírteinin þar sem og að ganga í félagið. Á fundinum fáum við fulltrúa frá Íslenskri Hollustu til að halda smá kynningu fyrir okkur. Hér að neðan er stutt kynning frá þeim.

Fundurinn er að vana opinn öllum og vonumst við til að sjá sem flesta.

Íslensk Hollusta er fyrirtæki stofnaði árið 2005 til að þróa og framleiða hollustufæði úr íslenskri náttúru. Við erum að selja íslenskar afurðir til veitingastað, brugghúsa og í víngerðir innanlands. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af vörum bæði af sjó og landi, þara, jurtir og fleira. Í heildsölu erum við með ýmis konar lyngkrydd, skessujurt, blóðberg, birki, ætihvannarfræ, ætihvannarót, fersk, frosin og þurrkuð bláber, fjallagrös, þara og fleira sem hentar vel til bragðgjafar í bjór og víngerð.
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron