Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby æpíei » 13. Jan 2017 17:04

Undirbúningur er hafinn fyrir bjórgerðarkeppnina 2017. Sem fyrr er stefnt að því að hún fari fram í lok apíl eða byrjun maí. Valgeir bruggmeistari hjá Ölgerðinni verður formaður dómnefndar sem fyrr. Við leitum núna að áhugasömum einstaklingum til að taka þátt í keppnisnefnd. Þeir sem hafa verið áður eru velkomnir aftur og nýir aðilar hvattir til að slást í hópinn. Vinnan er aðallega á sjálfan keppnisdaginn, ókeypis matur og bjór í boði og svo aðgangur á keppniskvöldið. Aðilar í keppnisnefnd mega taka þátt í keppninni.

Stefnt er að fundi í keppnisnefnd fyrstu vikuna í febrúar. Eftir það verður send út tilkynning um hverjir flokkarnir verði í ár. Ef þið hafið séróskir væri gaman að sjá þær hér að neðan, en gera má ráð fyrir að það verði stór/lítill/sérflokkur (og jafnvel sérstakur súrflokkur), eða sérflokkur/almennur/súrflokkur eins og í fyrra.

Endilega sendið okkur póst á fagun hjá fagun.is ef þið viljið vera með.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby æpíei » 3. Feb 2017 14:45

Keppnisnefnd fundaði í gær og samþykkti fyrirkomulag keppninnar í ár. Helstu punktar eru eftirfarandi:

- 3 flokkar: ávaxta eða krydd viðbætur, Imperial flokkur (8% og hærra) og opinn flokkur
- keppni fer fram fyrstu eða aðra helgi í maí
- fyrirkomulag verður mjög svipað og í fyrra að öðru leiti

Þá mun Borg brugghús bjóða sigurvegaranum (besti bjórinn í keppninni) að brugga sigurbjórinn hjá þeim og verður hann til sölu á veitingastöðum og mögulega líka á flöskum í verslunum.

Hér að neðan eru drög að keppnisreglum. Þær verða birtar í endanlegu formi er nær dregur kepnninni.


Bjórgerðarkeppni Fágunar 2017

Keppnisreglur


• Einungis “heimabruggaðir” bjórar sem bruggaðir eru af keppendum eru gjaldgengir í keppnina. Með “heimabruggaðir” er átt við að bjór sé ekki bruggaður í græjum sem tilheyra atvinnubrugghúsi
• Ef fleiri en einn aðili kemur að bruggun bjórsins skal tiltaka alla bruggara eða hópnafn. Ef bjór hlýtur viðurkenningu eða vinnur til verðlauna teljast allir bruggarar/hópurinn sem sigurvegari ef við á
• Skila skal inn 6 (sex) 330ml flöskum eða stærri af hverjum bjór. Síðasti skiladagur er (dagsetning ákveðið síðar).
• Keppanda ber að skila inn skráningarblaði fyrir hvern bjór og líma sérstaka keppnismiða á hverja flösku. Flöskur mega ekki vera merkar á neinn þann hátt að hægt sé að tengja þær við keppendur
• Þátttökugjald er kr. 2.500 á hvern innsendan bjór. Bjór er ekki gjaldgengur í keppnina nema gjald sé greitt að fullu.
• Sérhver félagsmaður í Fágun sem greitt hefur félagsgjald fær undanþágu á þátttökugjaldi fyrir allt að tvo bjóra sem sendir eru í keppnina, að því uppfylltu að félagsmaðurinn sé sjálfur bruggari eða meðbruggari bjórsins. TIl að fá undanþágu fyrir annan bjórinn þurfa bjórarnir tveir að vera í sitthvorum flokknum.
• Keppandi skal tilreina stíl fyrir hvern innsendan bjór. Stíllinn skal vera vel lýsandi fyrir bjórinn. Einnig skal tiltaka sérstök aukaefni sem notuð eru við gerð bjórsins sem hafa áhrif á bragð eða áferð hans. Dæmt verður meðal annars eftir því hversu vel bjórinn fellur að lýsingunni.
• Innsendum bjórum er skipt í 3 flokka er tilgreindir eru hér að neðan. Keppanda ber að tilgreina í hvaða flokk bjórinn fellur. Dómnenfnd getur þó fært bjór til milli flokka ef ástæða er til.
o Fyrsti flokkur eru bjórar með krydd eða ávaxtaviðbótum, t.d. íslenskar jurtir (villtar eða ræktaðar) eða ber, ávextir (ferskir, þurrkaðir eða purré), eða aðrar samsvarandi viðbætur sem hafa áhrif á bragð hans
o Annar flokkur eru Imperial bjórar að styrkleika 8% alc/vol eða hærra, þar með talið Imperial IPA, stoutar, barley/wheat wine og triple/quadruple bjórar
o Þriðji flokkur eru aðrir bjórar (opinn flokkur).
• Viðurkenningar verða veittar fyrir 1. til 3. sæti í hverjum flokki.
• Besti bjór keppninnar verður valinn einn af þeim 3 bjórum sem hafna í 1. sæti í hverjum flokki
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir frumlegasta/áhugaverðasta bjórinn að mati dómnefndar
• Akkaverðalun verða veitt fyrir besta bjórnafnið að mati dómnefndar. Ekki er skylda að nefna bjóra.
• Aukaverðlaun verða veitt fyrir besta heildarútlit á flösku að mati gesta á keppniskvöldi. Ekki er skylda að taka þátt í þessari hliðarkeppni en ef keppandi kýs að taka þátt skal skila inn einni auka flösku (7. flaskan) af bjór sem sendur er í keppnina, sem má vera merkt eða útfærð á hvern þann hátt sem keppandi kýs.
• Að lokinni keppni verða birt dómarablöð með dómum um alla bjóra sem tóku þátt í keppninni.
• Uppskriftir bjóra sem sendir eru í keppnina verða eign keppanda. Mælst er til að sigurvegarar birti uppskriftir á fagun.is
• Ef vafi leikur á að innsendur bjór uppfylli skilyrði þessi hefur dómnefnd loka-ákvörðun varðandi hæfni bjórsins til að taka þátt í keppninni. Ef bjór er vísað úr keppni fæst þátttökugjald ekki endurgreitt.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby eddi849 » 5. Mar 2017 20:35

Þess má geta að það er kominn dagsetning fyrir keppnina og verður hún haldin 13. maí og staðsett í Ægisgarði.
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
eddi849
Kraftagerill
 
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby halldor » 13. Mar 2017 16:30

Ég vil ekki vera party pooper, eeeeen... Lokakvöld Eurovision er einmitt 13. maí (ekki að maður horfi á svoleiðis :oops: )
Vildi bara benda á þetta ef keppnisnefnd væri ekki meðvituð :)
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
 
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby æpíei » 13. Mar 2017 19:14

Maður var ekkert að pæla í svoleiðis. En það má örugglega hafa eitt hornið í Ægisgarði stillt á það. Þetta er nokkuð stór staður og allir finna eitthvað við sitt hæfi.

Ég er að spá; er áhugi á að hafa matarbíl fyrir utan? Td bílinn frá Prikinu sem selur hamborgara.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby dagny » 4. Apr 2017 11:02

Eins og fram kom í fréttabréfinu þá hefur verið ákveðið að halda keppnina föstudaginn 12. maí þannig að enginn þarf að missa af Eurovision ;) Einnig hefur hún verið færð í Þróttarheimilið í stað Ægisgarðs.
dagny
Villigerill
 
Posts: 29
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby æpíei » 14. Apr 2017 16:34

Það er líka vert að taka fram að bjórar verða dæmdir viku fyrr, þann 6. maí svo skilafrestur er fyrir þann tíma!
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby halldor » 26. Apr 2017 10:55

Verður skráningarblað og flöskumiðar á sama formi og síðast?
Það væri fínt að fá link hingað inn þar sem aðeins 10 dagar eru í skil :o
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
 
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Undirbúningur hafinn fyrir Bjórgerðarkeppni 2017

Postby eddi849 » 26. Apr 2017 19:07

Hérna er skráningarformið fyrir Bruggkeppni 2017.
Attachments
Skráningarblað Bruggkeppni 2017.xlsx
(16.23 KiB) Downloaded 206 times
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
eddi849
Kraftagerill
 
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46


Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron