Jólafundur Fágunar og bjórskipti jóladagatals - 29. nóvember

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Jólafundur Fágunar og bjórskipti jóladagatals - 29. nóvember

Postby MargretAsgerdur » 18. Nov 2016 13:31

29. Nóvember kl. 20:00 verður haldinn jólafundur Fágunar með skemmtilegu ívafi. Samhliða fundinum verða bjórskipti jóladagatals Fágunar. Herlegheitin munu fara fram í Friðarhúsinu, staðsett á Njálsgötu 87, 101 Reykjavík. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir á fundinn. Við hvetjum alla til að mæta með jólabjórs smakk eða annað áhugavert og hafa það notalegt með okkur í byrjun aðventunnar. Hér fyrir neðan er síðan nánari útlistun á skiptunum.

Allir sem skráðir eru í dagatalið verða að mæta þá ef þeir hafa ekki skilað af sér bjórnum áður. Bjór verður þá skipt upp á þátttakendur og fara þeir með hann heim þá um kvöldið. Bjór sem berst eftir það verður ekki með í dagatalinu og þeir sem skila eftir það fá ekki bjóra frá hinum þátttakendunum.

Ef fólk sér ekki fram á að komast í Friðarhúsið verður hægt að skila af sér bjór fyrirfram hjá brew.is fram til kl. 18:00 daginn sem skiptin verða. Einnig verður líklega hægt að koma bjór í Friðarhúsið fyrr þann dag. Þeir sem skila bjór þannig geta sótt bjóra sína í brew.is daginn eftir skiptin.

Staðið verður að skilum og skiptum á eftirfarandi hátt:

- Merkja skal tappann á hverri flösku með númeri dags (sjá hér hvaða númer hver er með).
- Önnur merking á flöskum er frjáls en gaman væri að flöskur hefðu fallegan miða eða upplýsingar um innihaldið.
- Skila skal inn 26 flöskum
- Flöskum frá hverjum þátttanda er komið fyrir í Friðarhúsinu í röð, þ.e. 1 til 26
- Þegar allur bjór er kominn fer þátttakandi nr. 1 og tekur eina flösku af hverju númeri, og svo koll af kolli
- Ef það vantar einhver númer þá verða þátttakendur sjálfir að sjá um að fylla í þau er heim kemur.
- Þátttakandi tekur allar umframflöskur (ef einhverjar) af sínu númeri en er frjálst að skipta við aðra eða deila þeim á hvern þann hátt er hann kýs.
- Þátttakendur eru hvattir til að deila uppskrift sinni á uppskriftavef Fágunar.

Á hverjum degi í desember mun Fágun setja inn mynd af bjór dagsins á Facebook síðu sína. Þátttakendur eru hvattir til að kommenta á myndina hvað þeim finnst um bjór dagsins. Tengill á uppskriftina verður síðan í kommentunum fyrir áhugasama ef hún verður komin á síðuna.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Jólafundur Fágunar og bjórskipti jóladagatals - 29. nóve

Postby gm- » 21. Nov 2016 20:51

Kemst því miður ekki, verð á fundi í Kaupmannahöfn.

Mun skila af mér áður að sjálfsögðu.
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 316
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður


Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 2 guests

cron