Mánaðarfundur 13. september á Hlemmi Square

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Mánaðarfundur 13. september á Hlemmi Square

Postby MargretAsgerdur » 5. Sep 2016 15:12

Mánaðarfundur Fágunar verður haldinn á Hlemmi Square kl. 20:00 þann 13. september 2016. Helstu umræður eru jóladagatalið og heimsóknarferð í Brothers Brewery.

Skráningu í jóladagatalið er formlega lokið og er núna kosning í gangi meðal þátttakenda hvort eigi að hafa eitt eða tvö dagatöl, nánar um það hér ef þið eruð ekki þegar búin að kjósa.

Síðan er búið að vera í kortunum ferð til Vestmannaeyja að skoða Brothers Brewery og er sú ferð komin á formlega dagskrá helgina 7.-9. október. Ég mæli með að taka helgina frá, amk. 8. október. Rætt um ferðina á fundinum og endilega komið með skemmtilegar uppástungur fyrir ferðina.

Sjáumst hress á Hlemmi!
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron