Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby MargretAsgerdur » 13. Aug 2016 21:40

Í tilefni Menningarnætur munu Fágun og Lókurinn boða til veislu á leikvellinum á Klambratúni milli 14:00 og 17:00, eða á meðan veður leyfir. Félagsmenn Fágunar munu sjá um drykkjarföngin en Lókurinn pylsurnar. Gos verður í boði fyrir börn og bílstjóra. Allir velkomnir, stórir sem smáir, ungir sem aldnir. Fágun mun byrja gleðina á að vígja sína fyrstu dælustöð í samstarfi við Brew.is því hvetjum við alla til að mæta og skála með okkur í tilefni þess.

Ekkert gjald verður á veitingunum en tekið er á móti frjálsum framlögum.

Félagsmenn Fágunar eru hvattir til að mæta með kút til að bjóða upp á. Svarið endilega þessum þræði og láta vita hvað sé í kútnum fyrir utanumhald. Þar sem dælustöð Fágunar verður á staðnum verður hægt að mæta einungis með kútinn, gas og línur verða á staðnum. Við munum reyna eftir fremsta megni að koma öllum fyrir á dælustöðinni en getum þó ekki lofað öllum.

Kútar:
eddi849 - American Session IPA
MargretAsgerdur - English Session IPA og Cider
Æpíei - Fönkí Sömmer wit brett og Barely Illegal saisonette
thorgnyr - Sléttsama hefe
Classic - Apaspil American Pale Ale
Sigurjón - Eiríkur Rauði Amber og þurrhumlaður Bee Cave
Eddikind - Krækiberja IPA
gm- - IPA
HrefnaKaritas & Ernir - Belgian Blonde og Pale Ale
Plimmó - 1-2 kútar
Karlp - 1-2 kútar
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby Classic » 14. Aug 2016 13:05

Ég mæti með Apaspil, american pale ale.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
 
Posts: 315
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby karlp » 14. Aug 2016 21:00

I've got one full keg and two half kegs gassing here, but they're not cold. Does anyone have spare fridge space for at least one keg? Or some appropriate bucket/something to fill with ice?
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
karlp
Gáfnagerill
 
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby MargretAsgerdur » 16. Aug 2016 19:12

I've used old fermentation buckets to cool kegs with ice (if you got spare once), if you haven't already found a solution.
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby æpíei » 16. Aug 2016 20:31

Ég reddaði honum :)
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 822
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby gm- » 18. Aug 2016 09:30

Ég mæti með lítinn kút af IPA.

Get líka komið með kolsýru/picnic tap ef þörf er á.
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby HrefnaKaritas » 18. Aug 2016 21:46

Við komum með tæplega hálfan kút af Belgian Blonde og fullan kút af Pale Ale. Komum líka einn picnic krana og kolsýru með tengi fyrir tvo kúta.
HrefnaKaritas
Villigerill
 
Posts: 11
Joined: 31. Mar 2014 18:32

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby halldor » 19. Aug 2016 10:11

Við komum með 1-2 kúta. Er ennþá pláss á tengi-/dælustöð Fágunar?
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
 
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby æpíei » 19. Aug 2016 10:30

Eruð þið ekki með pinlock? Við eigum að vera með 4x af hvoru pin og ball svo við getum skipt á milli. Ekki rétt margrét?
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 822
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby halldor » 19. Aug 2016 13:26

æpíei wrote:Eruð þið ekki með pinlock? Við eigum að vera með 4x af hvoru pin og ball svo við getum skipt á milli. Ekki rétt margrét?


Jú pin lock held ég. Sjáum bara hvað gerist. Það væri allavega ágætt að sleppa við að drösla kolsýrunni með :)
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
 
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby hrafnkell » 19. Aug 2016 15:52

Kippa með hraðtengjum og kannski picnic krana þá ættu allir að vera safe og geta fengið að drekka :)
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Kúta- og pulsupartý Fágunar og Lóksins 20. ágúst

Postby MargretAsgerdur » 19. Aug 2016 16:40

Endilega slepptu því að mæta með kolsýruna! En væri snilld ef þú getur komið með picnic línu þar sem pin lock tengin eru ekki til (og gaurinn til að skrúfa á gaslínuna) :) Við getum tengt 6 í kolsýru þó við höfum bara fjóra krana á dælustöðinni.
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15


Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 3 guests

cron