Mánaðarfundur 12. júlí á Skúla Craft Bar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Mánaðarfundur 12. júlí á Skúla Craft Bar

Postby MargretAsgerdur » 6. Jul 2016 12:19

Það er komið að því! Næsti mánaðarfundur Fágunar verður á Skúla Craft Bar þriðjudaginn 12. júlí kl. 20:00. Fræðsluerindið verður náttúruvín. Á dagskrá verður þó sitt hvað fleira en kútapartý Fágunar er rétt handan við hornið og verður tekið stöðuna á félagsmönnum hvað verður í kútunum. Jóladagatal Fágunar verður líka á dagskrá en í fyrra fjallaði Fágun um jólabjóra sem félagsmenn brugguðu og skiptu bróðurlega milli sín, einn bjór fyrir hvern dag í desember. Rætt verður bæði uppsetningin á dagatalinu og tekið verður við fyrstu skráningum á staðnum.

Við verðum eins og alltaf með félagsskírteini á staðnum og minnum á frábæru kjörin okkar á Skúla Craft Bar sem eru 15% af drykkjum.
Fyrrverandi forynja Fágunar
MargretAsgerdur
Villigerill
 
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 5 guests

cron