Heimsókn í Ölverk 3. nóvember 2017

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar

Heimsókn í Ölverk 3. nóvember 2017

Postby dagny » 6. Oct 2017 15:46

Góðan daginn!

Það var 3. nóvember sem stóð uppi sem sigurvegari sem dagsetning til að heimsækja Ölverk í Hveragerði.

Áætluð brottför er frá N1 á Hringbraut klukkan 17:20 og giska ég að heimkoman verði um ~23. Í Ölverk ætlum við að gæða okkur á pizzahlaðborði, smakka bjór og kíkja á aðstæður hjá Elvari. Ferðin kostar 1999 krónur fyrir meðlimi Fágunar (einni krónu minna en skráning í jóladagatalið bara til að gera mér lífið auðveldara :lol: ) og 3999 krónur fyrir aðra. Eins og alltaf þá eru allir velkomir - en salurinn í Ölverk rúmar mest 40 manns, þannig að ef þessi ferð verður svona rosalega vinsæl þá eru það fyrstu 40 sem borga sem komast með.

Þeir sem ætla að koma í ferðina þurfa að skrá sig hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIp ... sp=sf_link og leggja inná reikning Fágunar 0323-26-63041, kennitala 6304102230.

Jiii hvað þetta verður skemmtilegt, pizza og bjór klikkar ekki!
dagny
Villigerill
 
Posts: 15
Joined: 10. Feb 2017 12:05

Re: Heimsókn í Ölverk 3. nóvember 2017

Postby sinkleir » 10. Oct 2017 19:48

Ég var að millifæra fyrir mig og maka, búinn að skrá okkur bæði
sinkleir
Villigerill
 
Posts: 11
Joined: 23. Nov 2009 13:29

Re: Heimsókn í Ölverk 3. nóvember 2017

Postby elvar » 11. Oct 2017 11:34

Er búinn að millifæra og skrá fyrir mig og Systau (Guðrúnu V. Bóasdóttur)
Hlökkum til að fara í þessa heimsókn.
lífið er of stutt til að drekka vondan bjór
elvar
Villigerill
 
Posts: 15
Joined: 30. Sep 2009 12:50
Location: Reykjavík


Return to Viðburðir og Tilkynningar

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 1 guest

cron