Page 1 of 1

Nýsmíði, Vantar hönnunarráð!

PostPosted: 13. Jun 2016 21:57
by austi
Sælir félagar
Nú langar mig að leita ráða frá ykkur varðandi mína fyrstu smíði á brugg græjum.
Er að nota byrjendapakka brew.is eins og er, en ég er ekki reyndur bruggari. Ég er búinn að skoða margt og mikið á netinu og núna nýlega fékk ég gefins notaðan ryðfrían kút sem var hættur að gegna hlutverki sínu sem sápukútur. Málin á honum er: Þvermál, 35,7cm. Lengd, 54cm. Semsagt 54l. Annan kút sem eitthvertíma hefur verið bjór kútur frá pripps fann ég í geymslu en hann hefur málin Þvermál,29cm lengd, 47cm og er 30,6l (myndir koma þegar ég er búinn að læra á það).

Plan A er að taka stóra kútinn og setja element, falskan botn, hringrásardælu, PID stilli og korn sigti, einfalt?

Plan B er að nota báða kútana og gera "braumeister" clone með 2 ílátum eins og þessi meistari. sjá link viewtopic.php?f=24&t=3506

Markmið mitt er að leggja vinnu í að smíða góðar og eigulegar græjur og ekki úr eitthverju sem ekki hentar.

Mínar spurnigar til ykkar er :
Hvað mynduð þið gera sem reyndari eru og hefðuð þessa kúta í höndunum?
Mynduð þið kaupa aðra potta sem hefðu annað hlutfall af lengd og breidd?
Hvað er unnið að fara frá Plan A í Plan B?
Á ég að skoða 3 "vessel" frekar ?

Endilega kastið eitthverju framm ég reyni að koma með myndir bráðlega.

Kv. Gylfi

Re: Nýsmíði, Vantar hönnunarráð!

PostPosted: 14. Jun 2016 13:06
by rdavidsson
Sælir,

Ég er "meistarinn" sem sem smíðaði setup-ið sem þú vitnaðir í. Þetta var að virka mjög vel hjá mér, nýtnin kannski ekki sú besta (67-70%) en þetta keyrði allveg solid og ég þurfti ekkert að standa yfir þessu.
Vandamálið með þetta setup eins og með Braumeisterinn (sem ég á núna) er kornmagn... Ég gat notað max 6kg af korni fyrir 21L lögn en ég var líka með töluvert mikið deadspace í efri pottinum, en ég ætlaði allataf að breyta því til að minnka dead space-ið. Ég seldi þetta c.a mánuði eftir að ég smíðaði þetta þannig að ég fékk aldrei almennilega reynslu á þetta, bruggaði samt 3-4 bjóra og gekk mjög vel.

Varðandi gataplöturnar þá voru þær helst til þunnar, þyrftu að vera 2mm+, svignuðu slatta í byrjun.

Ástralarnir eru mjög "framarlega" í svona Braumeister clone smíðum, þessi þráður er með fullt af góðum hugmyndum (rúmlega 90 síður):
http://aussiehomebrewer.com/topic/57924 ... ld/page-30

Kv, Raggi