Þrýstijafnari frá USA

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Þrýstijafnari frá USA

Postby Chewie » 24. Nov 2015 15:08

Sæl(ir)

Ég er með þrýstijafnara frá USA sem er með annarri týpu af ró en við notum í evrópu.
Er einhver hér inn á þessu spjalli sem getur skipt um ró fyrir mig eða bent mér á aðila sem taka þetta að sér.
Einnig væri það vel þegið að fá upplýsingar hvar ég gæti keypt þessa rónna sem passar á þessa hefðbundnu gaskúta.

Með fyrirfram þakkir
Árni
User avatar
Chewie
Villigerill
 
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08

Re: Þrýstijafnari frá USA

Postby æpíei » 24. Nov 2015 15:21

Athugaðu fyrst hvort róin sé til í brew.is.

Ef þú átt eftir að kaupa kút athugaðu þá hjá Slökkvitækjaþjónustinni í Kópavogi hvort þeir eigi kút með þessum skrúfgangi. Ég veit þeir geta fyllt á þannig kúta en það er samt ekki víst þeir eigi þannig kút til að selja.

Athugaðu svo hjá Slökkvitæki ehf í Hafnarfirði (eldklar.is) hvort þeir eigi nokkuð svona ró. Þær falla stundum til og það má fá hana fyrir lítið ef þú ert að kaupa kút líka.

Eftir það þá er það bara Barki, Landvélar og Gastec sem mér dettur í hug.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Þrýstijafnari frá USA

Postby Herra Kristinn » 24. Nov 2015 15:55

Gastec selur þetta allavega, er aldeilis ekki ókeypis þar en ég held ég hafi borgað um þúsundkall fyrir eina skitna ró auk þess sem þeir prönguðu gengjulími inn á mig líka.

Að skipta um þetta er heldur ekki auðvelt, eða var ekki fyrir mig og mátti litlu muna að ég myndi hreinlega skemma þrýstijafnarann.
Herra Kristinn
Kraftagerill
 
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Þrýstijafnari frá USA

Postby hrafnkell » 24. Nov 2015 16:56

Ég á rónna og get skipt um hana fyrir þig..
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: Þrýstijafnari frá USA

Postby Chewie » 24. Nov 2015 17:25

Ég sendi þér PM Hrafnkell !!! :)
User avatar
Chewie
Villigerill
 
Posts: 26
Joined: 26. Sep 2009 19:08


Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron