Page 2 of 2

Re: BrewPi gerjunarskápur

PostPosted: 4. Apr 2016 18:26
by æpíei
Mér tókst að losna við þennan tvöfalda hitanema með því að innsetja firmware aftur á BrewPi. Er aðeins að ná tökum á þessu og sýnist þetta muni verða mesta bylting í mínum málum síðan BM.

En heilagur Sigmundur hvað þetta er lélegt notendaviðmót. Bara forritari (eða mögulega verkfræðingur) gæti hafa gert þetta svona flókið og ólógískt ;)

Re: BrewPi gerjunarskápur

PostPosted: 14. Apr 2016 15:03
by hedinn
Sæll Æpíei

Var bara að sjá þetta núna frá þér, gott þú fannst út úr þessu. Ég lenti í svipuðu dæmi með þennan devise manager, en þá gat ég ekki með neinu móti fengið annað SSR til að merkjast sem heater. En eftir miklar endurtekningar á því að reyna sama hlutinn aftur og aftur þá datt það loks inn. Það er eins og það sé einhver villa varðandi hvernig þessi devise list update-ar sig.

En eftir að ég kláraði fyrstu uppsetningu hefur þetta gengið eins og surð vél síðan. Endilega leyfðu okkur að fylgjast með hverning gengur.

Varðandi viðmótið þá gæti það líka alveg verið verra. En þú er alveg spot on þetta er held ég tveir hollenskir rafmagnsverkfræðinemar. Þeir byrjuðu að dunda sér við þetta sem hobby með námi og úr því þróaðist þessi business. Núna eru þeir á kafi í því að gera það mögulegt að nota brewpi fyrir HERMS kerfi svo ég held að web UI-ið sé ekki ofarlega á dagskrá. Þetta er hins vegar open source verkefni og öllum opið að taka þátt.