Bjórkassi DIY

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.

Bjórkassi DIY

Postby einaroskarsson » 30. Jul 2015 22:20

Sá þetta um daginn http://www.brewgeeks.com/12oz-beer-crate.html og langaði að smíða svona. Komst að því að það var erfitt að nálgast efni í þessum stærðum, endaði á að fá 21x44 mm2 í stað 1"x2" og 21x70 mm2 í stað 1"x3" í Bauhaus. Selt í 3.6 m lengjum, einn af hvorum dugir í kassann, kostaði saman 1100 kr og þeir saga fyrir þig frítt. Löngu hliðarnar þurfa að vera ca 8 mm styttri en gefið er upp en stuttu hliðarnar óbreyttar.

Byrjaði á að líma saman stuttu hliðarnar:
2015-07-19 18.58.51.jpg
2015-07-19 18.58.51.jpg (77.82 KiB) Viewed 4402 times


Boraði göt til að auðvelda skrúfun (er það orð?):
2015-07-19 22.10.39.jpg
2015-07-19 22.10.39.jpg (74.2 KiB) Viewed 4402 times


Skrúfaði botninn í. Endabitarnir voru örlítið neðar en hinir, þannig að ég endaði á að skrúfa þær í gegnum botninn eins og hinar í miðjunni til að þetta væri allt slétt:
2015-07-20 18.06.31.jpg
2015-07-20 18.06.31.jpg (103.99 KiB) Viewed 4402 times


Festi síðan hliðarbitana með skrúfum (allar skrúfur 4/35 mm). Pússaði með sandpappír og bar síðan tvær umferðir af húsgagnaolíu sem var til í bílskúrnum hjá pabba:
2015-07-26 21.56.07.jpg
2015-07-26 21.56.07.jpg (149.47 KiB) Viewed 4402 times


Komst að því að flöskurnar voru ekki mjög stöðugar og lét mig því hafa það að fara í Bauhaus að kaupa plötu til að búa til skilrúm. Endaði á að kaupa 3mm masonite plötu á 1495 kr, lét saga hana í 7x 17 cm ræmur en plötusögunin kostaði í kringum 1500 kall. Það náðist í heilan kassa úr rétt rúmlega einni ræmu. Þannig að ég á tæpa 6 ræmur ef fleiri hafa áhuga og vilja ekki kaupa heila plötu :) Mældi út sjálfur og sagaði úr plötunum með handsög, sem var tímafrekt en þess virði að mínu mati:
2015-07-28 21.10.21.jpg
2015-07-28 21.10.21.jpg (145.08 KiB) Viewed 4402 times

Allt smellpassaði og flöskurnar mjög stöðugar:
2015-07-30 17.51.23.jpg
2015-07-30 17.51.23.jpg (125.59 KiB) Viewed 4402 times

2015-07-30 17.51.33.jpg
2015-07-30 17.51.33.jpg (119.75 KiB) Viewed 4402 times


Svona skemmtir maður sér þegar konan fer til útlanda (enda kassinn fullur af tómum flöskum) :)
einaroskarsson
Villigerill
 
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Bjórkassi DIY

Postby æpíei » 31. Jul 2015 06:33

Þetta er mjög flott. Amerískar bjórflöskur eru örlítið stærri en þær evrópsku, minnir þær séu 355 ml. Það kann að skýra hvers vegna flöskurnar voru svona lausar í kassanum. En skilrúma lausnin er mjög sniðug.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46


Return to Heimasmíði og Græjur

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron