Page 3 of 3

Re: Sous vide?

PostPosted: 28. Dec 2012 22:08
by rdavidsson
Þetta heppnaðist mjöööög vel, bringurnar mjög safaríkar og mjúkar. Ég eldaði þær með fitunni og öllu en skar "tíglamynstur" í hana. Setti bringurnar svo á rjúkandi pönnu (í bókstaflegri merkingu) með fituhliðina niður í 2-3 min til að fá stökka og fína skorpu eftir að ég tók þær út sous vide pottinum.

Mæli klárlega með þessu!! :)

Re: Sous vide?

PostPosted: 26. Jan 2013 21:40
by kokkurinn
Sælir drengir
Ég er ánægður að sjá hversu margir eru farnir að elda í sous vide.... Eitt sem ég tek eftir sem þið gætuð gert til að fá en betri útgáfu er að salta ekki matin fyrr en eftir á því þið missið safa út úr kjötinu víð að salta það og elda það í 2 -5 tíma
Var að vinna á Fat Duck hjá heston Blumenthal síðasta sumar og þar lærði maður mikið í svona fræðum..... Svo þarf ég að fara græja mér svona græju heima fyrir til að geta notað þetta oftar

Re: Sous vide?

PostPosted: 9. Mar 2013 01:54
by Vín-kona
hrafnkell wrote:Ég myndi ekki leggja í það. Reykta bragðið af hangiketinu væri líklega of mikið þar sem það kemst ekkert undan í pokanum. Veit ekki með hamborgarhrygginn, ekki víst að hann njóti góðs af því að vera medium, ásamt því að þá á maður húðunina eftir sem myndi eiginlega núlla út sous vide galdrana.

Svo eru þetta auðvitað svo þykkar steikur að það þyfti að skera niður í 3-5cm þykkar steikur.


Besta hangikjöt sem ég hef smakkað var vafið þétt í álpappír og moðsoðið þannig við lágan hita í bakaraofni í amk 12klst. Held það hljóti að vera svipuð útkoma í sous vide. ;)

Re: Sous vide?

PostPosted: 9. Mar 2013 20:14
by hrafnkell
Vín-kona wrote:
hrafnkell wrote:Ég myndi ekki leggja í það. Reykta bragðið af hangiketinu væri líklega of mikið þar sem það kemst ekkert undan í pokanum. Veit ekki með hamborgarhrygginn, ekki víst að hann njóti góðs af því að vera medium, ásamt því að þá á maður húðunina eftir sem myndi eiginlega núlla út sous vide galdrana.

Svo eru þetta auðvitað svo þykkar steikur að það þyfti að skera niður í 3-5cm þykkar steikur.


Besta hangikjöt sem ég hef smakkað var vafið þétt í álpappír og moðsoðið þannig við lágan hita í bakaraofni í amk 12klst. Held það hljóti að vera svipuð útkoma í sous vide. ;)


Ansi ólíkt myndi ég segja.. Hægeldað en annars mjög ólíkt.

Re: Sous vide?

PostPosted: 9. Mar 2013 21:53
by gugguson
Ég er að spá í að prófa þessa aðferð.

Hvar fær maður poka sem henta í þetta?
Ég ætla að nota biab pottinn minn með pumpu fyrir circulation (takmarka bara kraftinn til að hafa létt hringstreymi og því jafnann hita á vatninu) og hitastýringunni - ætti það ekki að henta vel í þetta?

Re: Sous vide?

PostPosted: 10. Mar 2013 12:25
by kokkurinn
Það virkar og vel það.... Algjör snild ...getur notað zip up poka í þetta en best er að komast í vacum vél... En að elda undir álpappír er ekkert skil því að elda sous vide

Re: Sous vide?

PostPosted: 2. May 2013 19:59
by rdavidsson
Ég eldaði læri í pottinum mínum í gær, keypti svokallað "hálft" læri, rétt rúmlega kílo með beini og öllu. Eldaði það í 3,5klst við 63°C. Útkoman var ótrúlega mjúkt og safaríkt læri eins og myndin að neðan sýnir :)

Image

Re: Sous vide?

PostPosted: 13. Aug 2013 20:15
by bergrisi
20130813_192424.jpg
20130813_192424.jpg (105.57 KiB) Viewed 24356 times

Er á næturvakt og við félagarnir ákváðum að prófa sous vide. Tók hitastýringu með heiman frá og tengdi við teketilinn.
Vinnufélagar hristu hausinn þangað til smökkun fór fram.
Þetta er snilldar aðferð.

Nú eru það kjúklingabringur sem verða prófaðar. Bara gaman á næturvakt.

Re: Sous vide?

PostPosted: 24. Feb 2014 21:30
by Sindri
Prófaði þetta í gær og hér eftir verðu allavega nautasteikin elduð svona... Án ef besta steik sem ég hef smakkað!