Page 1 of 1

Matarboð

PostPosted: 27. Jan 2013 00:25
by kokkurinn
Við félagarnir hittumst í byrjun des til að smakka jólabjórana og fengum við Eymar frá Vínskólanum aðeins til að fara fyrir okkur yfir hvað þarf að hafa í huga þegar bjór er smakkaður og fleirra í þeim dúr...
Einnig ákváðum við að hafa mat sem væri eitthvað bjór tengdur.
Menn eru misvanir í eldhúsinu þannig þið fáið að sjá hvað við buðum upp á
Ein sem við settum um með að þetta væri gert frá grunni og myndi passa vel með góðum bjór
Það sem ég bauð upp á var allt það sem þú myndir finna í bjór sem var....
Hrossalund sous vide elduð upp í 54°c og svo heitreykt upp úr humlum frá Kela og svo grilluð í 30 sek, með byggi soðið upp úr Giljagaur, blómkálsmauk sem ger fékk að liggja í og bjórsoðsósa sem var 1 hluti giljagaur / 2 hlutar gott nautasoð... einnig var með þessu smá rababarasulta, sýrðir sveppir, capers og nýuppteknar gulrætur
Einnig læt ég fylgja með myndir frá því sem aðrir gerðu þetta skemmtinlega kvöld

Re: Matarboð

PostPosted: 27. Jan 2013 00:54
by bergrisi
Vááá, má ég koma í næsta matarboð hjá ykkur?
Nú varð ég verulega svangur við að lesa þetta.
Hvernig er að heitreykja með humlum?

Virkilega gaman af þessum myndum.