Ég er á leiðinni til Bretlandseyja núna í næsta mánuði, nánar tiltekið til London, Newcastle og Dublin og er að pæla hvort þið séuð með pointera um staði/bari sem væri gaman að heimsækja? Við erum miklir aðdáendur Brewdog og ætlum að heimsækja Brewdog barina og nýju Brewdog flöskubúðina sem er einmitt í sömu götu og hótelið okkar í London. Í Dublin erum við hluti af stærri hóp og munum fara í Guinness verksmiðjuna og smakka ýmislegt á " GUINNESS Connoisseur Experience".
En já - við viljum helst smakka sem mest af skemmtilegum bjórum á þessum 10 dögum!