Ég er núna búinn að stofna lén, stofna spjall og eithvað svona. Þannig að grunnurinn að góðu samfélagi er svona við það að mótast.
Ég legg til að við hittumst eins fljótt og hægt er til þess að spjalla saman og skipuleggja hvernig við viljum hafa þetta í framtíðini.
Spurning svo hvort við ættum að hafa samband við fólk og reyna að auglýsa okkur pínu hjá t.d. ámunni og fleirum.
Ég mun ekki geta séð um þetta alveg sjálfur þannig að það væri alger snilld að fá smá hjálp að stilla og setja upp spjallborðið þannig að ef einhverjir hafa áhuga á því að gera það þá væri ég óendanlega þakklátur ef sú hjálp myndi berast.