að brugga úr "gömlu" brauði.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.

að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby héðinn » 13. Oct 2015 18:42

Góðan daginn. Ég er að velta fyrir að brugga úr "gömlu" brauði. Það sem ég er að velta fyrir mér er hvort að kornið sem í brauðinu brotni niður í sykur og ef svo er hvað mikið af korni verði að hvað miklum sykri. Ég hef verið að leyta að upplýsingum á netinu en finn bara fréttir um bruggara vítt og breytt sem eru að stunda þetta. Ég býst við að ég sé ekki með réttu lykilorðin.

kv
héðinn
Villigerill
 
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2015 16:59

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby æpíei » 14. Oct 2015 10:06

Áhuagverð pæling. Hér er þráður með nokkrum upplýsingum og hugmyndum.

http://www.homebrewtalk.com/showthread.php?t=209505
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby héðinn » 14. Oct 2015 10:46

Ég fann þetta síðan, er reyndar síða um eimingu en þarna sýnist mér upplýsingar hvernig maður dregur sykurinn fram úr korninu.

http://homedistiller.org/grain/wash-grain/mashing

kv
héðinn
Villigerill
 
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2015 16:59

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby æpíei » 14. Oct 2015 10:55

Ég er að hlusta á podcastið með "The mad fermentationist" sem minnst er á í einu af síðustu svörunum, mjög áhugavert

http://ec.libsyn.com/p/3/9/a/39af37da41 ... id=2868971
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby héðinn » 27. Oct 2015 22:50

'Eg er aðeins að átta mig á þessu. Það þarf ensím sem verða til við að korn spírar til að brjóta niður sykurinn.

Er þetta í linknum hér fyrir neðan ekki aðferðin við að búa til ensmín?

https://en.wikipedia.org/wiki/Rejuvelac


Ætli ég gæti látið korn spíra í vatni og helt því síðan útá brauðið til þess að brjóta niður kornið í sykur?
héðinn
Villigerill
 
Posts: 3
Joined: 13. Oct 2015 16:59

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby hrafnkell » 28. Oct 2015 11:55

Eða henda smávegis af möltuðu korni með til að nýta ensímin þar.
hrafnkell
Æðstigerill
 
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby æpíei » 18. Jan 2016 12:23

Ég gerði smá tilraun í anda þess sem talað er um í podcastinu. Ég var með ca 1,3 kg af rúgbrauði, normalbrauði og líku sem ég hafði safnað og fryst. Ég leysti það upp í ca 10 lítrum af 88 gráðu vatni í um 12 tíma. Úr þessu fékk ég "virt" sem er 1,006. Ekki nægilegt til að gerja eitt og sér. Ég ætla að nota þetta sem grunn í Berliner Weisse, 50/50 af pilsner og hveitimalti og súrmeskja.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby HKellE » 18. Jan 2016 17:43

Ég myndi halda það þyrfti amylasa til að brjóta sterkjuna niður í gerjanlegar sykrur
http://www.brew.is/oc/Amylase_Enzyme
HKellE
Villigerill
 
Posts: 24
Joined: 28. Dec 2013 12:32

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby æpíei » 18. Jan 2016 18:55

Takk, tékka á þessu. Þetta er reyndar ekki mikið sem kom úr brauðinu. Eftir að það var runnið sem mest af brauðsúpunni var ég með 9 lítra af 1,010 vökva. Ég setti 16 lítra af vatni útí og byrja því að meskja með vökva sem er um 1,004.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby gm- » 21. Jan 2016 13:23

Þetta er spennandi, verður fróðlegt hvort það verði rúgbrauðskeimur sem kemur í gegn.
gm-
Gáfnagerill
 
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby æpíei » 21. Jan 2016 13:25

Að dæma af virtinum, já!
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: að brugga úr "gömlu" brauði.

Postby æpíei » 30. Mar 2016 08:57

Þessi er tilbúinn. Það skilaði sér ekki mikið brauðbragð í bjórinn. Hann var eiginlega bara týpískur Berliner weisse.
User avatar
æpíei
Undragerill
 
Posts: 824
Joined: 14. Dec 2012 21:46


Return to Bjórgerðarspjall

Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 6 guests

cron